17.3.2011 | 16:35
Rússneskt samsæri eða spádómur.
Hver ætli hafi hag af ofurtungls samsærinu? það er einkennilegt að tala um samsæriri þó tunglið sé nálægt jörðu nema að einhverjir búi yfir upplýsingum um hvernig hægt er færa sér það í nyt á annarra kostnað. Margir spádómar eru aftur á móti uppi um hve mikil áhrif staða himintunglanna kunni að hafa á segulsvið jarðar og vilja sumir meina að tunglið kunni að hafa áhrif á meira en sjávarföllin það gæti einnig haft áhrif á flekaskil jarðar og þá jarðhræringar.
Ofurmáni hefur ekki verið síðan 1992, við það að tunglið er svona nálægt jörðu sýnist það 14% stærra og 30% bjartara. Ekki er ósennilegt að staða annarra hnatta hafi áhrif á segulsvið jarðar og þá á fleira en flóð og fjöru. Til að mynda má víða finna áhugaverðar upplýsingar um hve norðurpóllinn (segulpóllinn) hefur færst mikið síðustu ár og nú er talað um að hann færist hraðar en áður og hafi færst um 40 km síðast árið. Margir vilja meina að þetta tengist breytingum á stöðu himintungla og Maya tímatalið hafi gert ráð fyrir þessu en þeir voru búnir að reikna út að árið 2012 væri komin upp staða himintungla sem ekki hefði verið í 23.000 ár. Þessar vangaveltur hafa ekki verið mikið í almennum fréttum en byggja engu á síður á því sem er að gerast.
Hérna er blogg um þar sem því er haldið fram að Rússneskir vísindamenn vari við ofur jarðskjálfta í Bandaríkjunum alveg á næstunni.
A new report released today in the Kremlin prepared for Prime Minister Putin by the Institute of Physics of the Earth, in Moscow, is warning that the America's are in danger of suffering a mega-quake of catastrophic proportions during the next fortnight (14 days) with a specific emphasis being placed on the United States, Mexico, Central America and South American west coast regions along with the New Madrid Fault Zone region.
This report further warns that catastrophic earthquakes in Asia and the sub-continent are, also, "more than likely to occur" with the 7.3 magnitude quake in Japan today being "one of at least 4 of this intensity" to occur during this same time period.
Raising the concerns of a mega-quake occurring, this report says, are the increasing subtle electromagnetic signals that are being detected in the Earth's upper atmosphere over many regions of the World, with the most intense being over the US Western coastal and Midwest regions. Meira....
![]() |
Samsæriskenningar um tunglstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er að fara til San Francisco eftir 6 daga
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 17:11
Góða ferð Gunnar, ég væri til í að heimsækja San Fransisco, California er meiri háttar. En ætlarðu að sjá ofurtunglið rísa úr sæ á laugardagskvöldið?
Magnús Sigurðsson, 17.3.2011 kl. 17:20
Já, ef veður leyfir
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.3.2011 kl. 22:29
Hérna er linkur á blogg og fréttaviðtal við vísindamann sem spáð hefur fyrir um jarðskjálfta, þar er spá stórum skjálfta í Kaliforníu næsta laugardag í tengslum við ofurtunglið.
http://beforeitsnews.com/story/489/917/Earthquake_Predicted_for_California_This_Saturday.html
Magnús Sigurðsson, 18.3.2011 kl. 09:03
Á vef stjörnufræðivefsins; HÉR segir m.a. um þetta mál:
Tengsl við náttúruhamfarir?
Til er fólk sem vill tengja fullt tungl í jarðnánd við náttúruhamfarir, allt frá jarðskjálftum til flóða. Að sjálfsögðu hefur ekki orðið nein breyting þar á núna. Og með hjálp internetsins er auðvelt að kynda undir og dreifa þessari vitleysu.
Einhverjir hafa reynt að tengja þetta við jarðskjálftann mikla í Japan. Skjálftinn varð viku fyrir jarðnánd tunglsins, en það breytir auðvitað engu fyrir þá sem reyna að telja fólki trú um að tengsl séu þarna á milli.
Aldrei hefur tekist að tengja tungl í jarðnánd við náttúruhamfarir. Náttúruhamfarir eiga sér aðrar orsakir og tunglið kemur þar hvergi nærri. Jarðskjálftann í Japan má rekja til flekahreyfinga. Tunglið hafði þar ekki nokkur áhrif. Punktur!
Tunglið er í jarðnánd einu sinni í hverjum mánuði. Fjarlægðin sveiflast örlítið til og frá en munurinn nú og venjulega er ekki svo ýkja mikill (nokkur þúsund km) svo áhrifin eru hverfandi.
Árið 2006 var tunglið t.d. næst okkur í 357.210 km fjarlægð eða aðeins 633 km fjær okkur en nú. Með þyngdarlögmáli Newtons má reikna út kraftinn sem verkaði á okkur þá og bera saman við kraftinn sem verkaði á okkur nú. Í ljós kemur að munurinn á kröftunum aðeins 0,12%, — sem sagt hverfandi lítill.
Þennan dag gerðist ekkert merkilegt. Eða skipta þessir 633 km kannski öllu máli?
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 09:45
Ég tók eftir þessari áherslu á "punktur" hjá stjörnuvísindaálfinum, sem bendir ekki til opinnar umræðu eða að hans heimsmynd verði hnikað mikið, frekar en þeirra sem héldu lengst í það að jörðin væri flöt á sínum tíma.
Magnús Sigurðsson, 18.3.2011 kl. 10:13
Þeir færa ágæt rök fyrir máli sínu.
Sumir "vísindamenn", sérstaklega í USA, eru tilbúnir að ganga ansi langt til þess að öðlast fé og frama í sjónvarpi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 18.3.2011 kl. 10:51
Satt er það Gunnar. Ég hallst samt alltaf að því að þegar ummræðan er opin fyrir öllum möguleikum, þar séu bestu vísindin.
það þarf ekki að þýða að kenningar séu réttar hvað þá spádómar, en þegar lokað er á stóran hluta upplýsinga í þágu vísindalegrar rétttrúnaðar rökhyggju er stutt í flatneskju jarðar.
Í þessari frétt er t.d. notuð fyrirsögnin "Samsæriskenningar um tunglið" án þess að það sé nokkurstaðar að finna hverjir ættu hugsanlega að hafa hag af því samsæri að tunglið verður fullt næsta laugardag og nær jörðu en það hefur verið síðan 1992.
Magnús Sigurðsson, 18.3.2011 kl. 12:46
Í sambandi við fréttina á Beforeitsnews, þar sem var skrifað um áhrif Júpíters og Satúrnusar á sólina og jörðina, þegar allir þessir himinhnettir eru í beinni línu, þá er hægt að beita aðdráttarskraftsjöfnunni gamalkunnu: G·Ma·Mb/r2, þar sem G er aðdráttarkraftsstuðullinn, Ma og Mb eru massar tveggja himintungla og r2 er vegalengdin milli þeirra í öðru veldi, til að reikna út mismuninn í aðdráttarkraftinum, annars vegar þegar pláneturnar (Júpíter, jörðin og Satúrnus) eru í beinni línu og hins vegar þegar þær eru ekki í beinni línu. Ég gæti hæglega gert það sjálfur ef ég nennti að slá upp þessum gögnum. Þá mun koma í ljós, að vegna fjarlægðar þessara pláneta frá jörðu (ath. að deilt er með vegalengdinni í öðru veldi), þá munu áhrifin á jarðskorpuna vera hverfandi, jafnvel enn minna en áhrif tunglins, sem eru hverfandi.
Ég veit ekki til að nokkur hafi getað sýnt fram á að flekahreyfingar jarðar séu vegna ytri krafta, flekarnir eru á stöðugri hreyfingu og ástæðurnar fyrir þessum flekahreyfingum og þar með jarðskjálftum er að finna í jörðinni sjálfri. Þótt tunglið geti togað í hafið og skapað flóð og fjöru, þá getur það ekki togað í jarðskorpuna, þannig að hún hreyfist, heldur ekki ofurtunglið. Þannig að þeir hjá Stjörnufræðivefnum hafa rétt fyrir sér.
Sönnun fyrir því er ofur einföld: Til að orsaka (með ytra aðdráttarafli) flekahreyfingar eða breytingar á því fljótandi hrauni sem er undir möttlinum þarf milljón sinnum meiri öflugri krafta en til að lyfta öllum mannvirkjum milljónaborgar í einu lagi nokkra metra. Ekki hef ég orðið var við að neinar byggingar hafa hafizt á loft nýlega vegna ofurmánans.
Bein tengsl milli rafsegulsviðs og flekahreyfinga eru mjög óljós. Það er öruggt að hvorugt orsaki hitt, en geta verið tengd óbeint við það að sama fyrirbærið orsaki bæði flekahreyfingar og flökt á segulsviði jarðar, þ.e.a.s. breytingar í járnkjarnanum sem er í miðju jarðar.
Che (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.