22.3.2011 | 22:51
Hefur ESB í hótunum við Ísland?
Það þarf ekki að lesa lengi fréttina um fögnuð ESB af árangrinum í aðildarviðræðum Íslands til að átta sig á að allt sem skiptir máli eru óleyst út frá íslenskum hagsmunum.
Er þar sérstaklega nefnd icesave-deilan, hvalveiðar, vilji Íslendinga til að vernda sinn sjávarútveg og landbúnað auk niðurstöðu í viðræðum um makrílkvóta.
Sennilega væri betra að fá evrópuþingmann Breta til að tala fyrir hagsmunum Íslands en "hrunahyskið" sem situr sem fastast á launskrá íslenskra skattgreiðenda.
Fagnar árangri í aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já ESB virðist halda að við séum bara einfeldningar sem kaupum svona froðusnakk. Maður ætti kannski að koma á fót sjónvarpsstöð sem spilar vin okkar Nigel Farage allan sólarhringinn, jafnvel beita aðferðum öflugustu miðstýringarafla og keyra um götur með gjallarhorn og spila þessa snilldarræðu hans.
Björn (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 23:12
Nigel Farage talar betur fyrir hagsmunum Íslands en Össuri hrunabelg er treystandi til, Össur hefur sýnt að hann er falur fyrir nokkrar krónur úr sparisjóð, hagar sér ævinlega eins og smákrakki sem brýtur baukinn þar sem hann er boðinn í barnaafmæli.
Magnús Sigurðsson, 22.3.2011 kl. 23:19
Farage er bara trúður. Ágætur í kjaftinum en samt vitleysingur fyrir það. Það er sorglegt að þurfa að heyra þessa ræðu aftur og aftur... að einhver útlendingur hrósar Íslandi í nokkrar sekúntur þá taka þjóðrembingarnir hann í guðatölu.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 00:24
Við verðum að kjósa móti IcesaveIII vegna okkar framtíðar og landa sem eru í svipaðri stöðu gegn peningaveldinu þar sem tap og þjófnaður úr bankakerfinu er settur á almenning þjófarnir og þýfið er ekki á réttum stað!
Sigurður Haraldsson, 23.3.2011 kl. 00:33
Þruman, Sleggjan, Hvellurinn og Hamarinn eru bara trudar. Agaetir i kjaftinum en samt aumingjar og fifl tad er sorglegt ad tid skulid vera Islendingar
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 04:57
NEI vid icesave og morg vandamal leysast ,,, vid hljotum tha ad losna vid thessa frostrikisstjorn
Magnús Ágústsson, 23.3.2011 kl. 05:42
ÞSHH, það er gott að heyra að þú skulir spila videoið með Nigel Farage í hvert skipti sem þú sérð það. Það bendir til að þrátt fyrir allt þá vitir þú innst inni hvar hagsmunir Íslands liggja og sért sammála Hr. Farage.
Auðvitað verður það kristaltært NEI við icesave. Hjartað veit en hugurinn glepur, hjartað segir NEI við icesave og í hjartanu býr hyggjuvitið.
Það þarf að hafa verið hvítskrúbbaður á milli eyrnanna til að samþykkja það að taka að sér að borga þjófnað fyrir glæpamenn sem enn sitja á sínum fúlgum og sumir hverjir á fínum launum í boði skattgreiðenda.
Magnús Sigurðsson, 23.3.2011 kl. 07:15
Ég er alls ekki sammála Farage.... svo það sé á hreinu.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 10:34
ÞSHH, ertu viss?
Þú segir @3 "Það er sorglegt að þurfa að heyra þessa ræðu aftur og aftur... "
Það þarf að ýta á play til að heyra hana einu sinni á replay til að heyra hana aftur.
Magnús Sigurðsson, 23.3.2011 kl. 11:20
þó ég hlusta á þessa ræðu þá þarf ég ekki endielga að vera sammála honum.
Sleggjan og Hvellurinn, 23.3.2011 kl. 17:06
Og ræður hans Nigel um lýðræðishalla ESB eru góðar og ætti að sýna í hverjum mánuði á RÚV, helst í miðjum fréttum.
Björn (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 18:23
Björn; þeir sýna þetta ekki á rúv á meðan þessi ríkisstjórn er við völd, en þeir ættu að gera það í nafni opinnar og lýðræðislegrar umræðu.
http://www.youtube.com/watch?v=2gm9q8uabTs
Magnús Sigurðsson, 23.3.2011 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.