23.3.2011 | 11:38
Hagnaður framar öryggi.
Þegar gefnar eru upp tölur um dauðsföll við orkuframleiðslu sem sýna hve fáir hafa látist vegna rafmagnsframleiðslu með kjarnorku, er sennilega ekki gert ráð fyrir neinum tengslum við krabbamein. Ef það væri gert gæti það endað með því að fólk vissi ekki hvort það ætti að kenna kjarnorku eða tópaksreykingum um krabbamein.
Lítið um dauðsföll í kjarnorkuiðnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Því miður vitnar MBL.is ekki í heimildir (kemur á óvart..)
En inn í þessum tölum eru engu að síður líka þeir sem deyja úr krabbameini.
Þess má einnig geta að geislun í kringum kolaorkuver er meiri en í kringum kjarnorkuver, eflaust eitthvað sem allt of fáir vita
http://nextbigfuture.com/2011/03/deaths-per-twh-by-energy-source.html
https://www.scientificamerican.com/article.cfm?id=coal-ash-is-more-radioactive-than-nuclear-waste
Rétt (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 18:20
Rétt; Þakka þér fyrir upplýsingarnar. Ekki veit ég hvernig þessar niðurstöður um "lítið um dauðsföll í kjarnorkuiðnaði" eru fengnar. Það sem vakti umhugsun hvað er átt við t.d. hvernig slys á við Chernobyl er tekið inn í svona niðurstöður og hvar krabbameinstilfelli sem kunna að koma upp mörgum árum seinna eru staðsett.
Magnús Sigurðsson, 23.3.2011 kl. 21:07
Raforkuframleiðsla með kjarnorku er raunar afskaplega hrein, hagkvæm og hættulítil þangað til...
Vandamálið er að ef að eitthvað fer úrskeiðis geta afleiðingarnar verið skelfilegar og reynslan segir að á endanum fer eitthvað úrskeiðis sama hvað menn reyna að tryggja sig.
Einar Steinsson, 24.3.2011 kl. 07:49
Einar; þetta er spurningin um hvernig niðurstöður um "lítið um dauðsföll í kjarnorkuiðnaði" eru fengnar. Sennilega eru þær ekki fengnar á sama hátt og dauðsföll vegna tóbaksreykinga þar þarf ekki nein stór "slys" til að heimfæra dauðsföll vegna krabbameina upp á reykingar, það þarf ekki einu sinni að reykja til þess að það sé gert.
Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 08:47
Hvað deyja margir úr krabbameini/sjúkdómum sem má reka til mengunar frá brennslu á kolum, olíu og bensíni? Get lofað þér því að það eru langtum fleiri en þeir sem deyja úr af völdum geislunar frá kjarnorkuverum.
Guðni Helgason (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 21:35
Þakka þér fyrir loforðið Guðni, það gæti verið erfitt fyrir þig að efna það, nema þá með því að benda á það augljósa að eitt er öruggt við deyjum.
Magnús Sigurðsson, 24.3.2011 kl. 21:52
Reyndar algjör misskilningur að kjarnorka sé hrein orka þar sem það þarf náttúrulega að grafa upp úranið og þótt lítil mengun verði af sjálfu verinu eru lokaðar úrannámur hættulegri en venjulegar kola námur vegna geislavirks radon gass sem úranið gefur frá sér. Svo þarf að vinna úranið í stangirnar og fleira svo auðvitað geislavirki úrgangurinn sem kemur úr verunum sem menn vita ekkert hvað á að gera við..
anon (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 00:42
Ef allt er tíundað í rafmagnsframleiðsludæminu, þá þætti mér ekki ólíklegt að fallvatnsorka hefði vinningin , eða yrði a.m.k í einu af topp 3 sætunum , t.d brast einhvern tíman á sjöunda áratugnum minnir mig illa hönnuð stífla við vatnsorkuveri í Kína, sem kostaði 160 þúsund mannslíf, og það er ekki í eina skiptið sem slíkt hefur gerst þó afleiðingar hafi veri allmiklu minni, slys við byggingarframkvæmdi á slíkum verum hafa stundum verið kostnaðarsöm í mannslífum talið , t.d. má benda á að Kárahnjúkar hafa nú þegar vinningin gegn klúðrinu á Þriggja mílu eyju kjarnorkuverinu o.s.frv, og hvað kjarnorkuver varðar má eiginlega segja að það er nánast ótrúlegt hvað hefur verið lítið um alvarleg óhöpp eða vandræði í kringum þau , miðað við hve útbreidd notkunin er orðin, og þá sérstaklega ef með eru talin í dæminu þau sem eru um borð í kafbáta og herskipadflota núverandi og fyrrverandi hernaðarstórvelda heimsins. En raforkuframleiðsla með kjarnorku hefur hinsvegar ekki getað skilað henni á verulega samkeppnishæfu verði miðað við olíu,gas eða kol , þó svo að miðað hafi í áttina t.d hjá Frökkum sem fá um það bil 80 prósent af sinni raforkuframleiðslu frá slíkum verum, og eru nánast eina þjóðin sem hefur reynt að þróa slíka tækni áfram. Ef hagkvæmni orkuframleiðlu m. kjarnorku hefði verið hefði verið betri eða á sviðpuðum nótum og fyrir jarðefnaeldsneyti , þá kæmi sennilega bróðurparturinn af slíkri framleiðslu nú þegar úr kjarnorkuverum, og heimurinn sæti líklega uppi með meiriháttar úrgangs- öryggis- og endurnýjunarvandamál því bróðurpartur framleiðslunnar væri í verum sem byggðust á svokallaðri fyrstu eða annarar kynslóðar hönnun, sem flest væru komin að fótum fram hvað líftíma varðar. og kannski lika öllu víðameiri áfallaforsögu en nú er.
Bjössi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.