Tilraunastofa í boði umhverfisstofnunar.

 

Gróðurhús Barra sem eru skammt á Egilsstöðum hafa átt í verulegum rekstrarerfiðleikum frá hruni vegna mikilla fjárfestinga og minnkandi sölu á skógarplöntum.  Þess vegna er þetta sjálfsagt kærkomið leyfi til koma í veg fyrir gjaldþrot.   Í nágreni Egilsstaða hefur verið stunduð lífrænt vottuð ræktun á grænmeti og korni, ekki er gott að sjá hvernig þetta tvennt getur farið saman í sömu sveit þó svo að erfðabreytta ræktunin fari fram í gróðurhúsum.  Þarf þar ekki að koma til annað en orðsporið.

Ein algengasta rangfærslan sem talsmenn erfðabreyttra matvæla nota, er sú að það sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur, vegna þess að næstum öll matvæli séu í raun erfðabreytt. Þar er verið að vísa til ræktunar þar sem fræ afbrigða með eftirsótta eiginleika eru valin og ræktuð, bestu afbrigðin valin svo koll af kolli til að ná fram ákveðnum eiginleikum. Þannig megi t.d. segja að strá punturinn af grasi sé forveri hveitikorns dagsins í dag.

Þróun ræktunar á ekkert skylt við þá erfðatækni sem notuð er í framleiðslu á erfðabreyttum matvælum.  Þar er erfðaefnum af óskyldum tegundum blandað saman, t.d. erfðaefni frá dýrategundum sett í fræ plantna til að auka framleiðni plöntunnar. Þetta er algerlega hönnuð ræktun á rannsóknarstofu.  Þarna er erfðafræðilega ólíkum eiginleikum er blandað saman sem á svo að sleppa út í náttúruna.

Þeir sem halda því fram að ekki sé lengur hægt að líða að reynt sé að koma í veg fyrir ræktun á erfðabreyttum matvælum af siðferðislegum ástæðum eiga það til að rugla fólk í ríminu með því að blanda þeim saman göfugra hugsjón um að finna leiðir við að brauðfæða mannkynið. En eru í raun að mælast til þess að heimurinn verði gerður að einni risastórri tilraunastofu.

 


mbl.is Fá að rækta erfðabreytt bygg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og kver borgar brusan varla borgar sig ad raegta bygg inni i grodurhusi. tetta eru hraedilegar frettir , rettast vaeri ef einkver kveikti i tessum vidbjodi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 10:22

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ég veit ekki hversu margir hafa sett sig inn í út á hvað erfðabreytt matvæli ganga, en videoið gefur einhverjar hugmyndir um það, eftir að því líkur kemur valmynd 1-7 sem hægt er að klikka á til að sjá framhaldið. 

Það ættu flestir að hafa áhuga á því hvernig það verður til sem þeir éta.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2011 kl. 11:39

3 identicon

Sæll Magnús.

Þú ættir að athuga það að ORF líftækni kemur hvergi nálægt matvælaframleiðslu. ORF framleiðir aðalega prótín fyrir lyfjaþróun og lyfjagerð en einnig fyrir snyrtivörur. (sjá http://orf.is/Vorur/ og http://orf.is/Fyrirtaekid/). Þér væri hollt að skoða aðeins vefsíðu ORF og lesa um vísindin á bak við það sem þeir eru að gera.

Einnig sýnir það einstaka fáfræði að líkja ORF við Monsanto (eins og þú virðist vera að gera með myndinni efst í þessari færslu) þar sem "illska" Monsanto byggir ekki á vísindunum sjálfum heldur peninga og valdagræðgi ásamt því að vilja stjórna matvælaframleiðslu í heiminum. ORF er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki og vinnur eftir ströngum öryggisstöðlum.

Það er oftast ekki sterk rök og áræðanlegar heimildir á bakvið hræðsluáróðs myndbönd sem birt eru á YouTube.

mbk

Óli

Ólafur Óskar Egilsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 13:04

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ólafur, ég bið þig afsökunar ef ég hef gert að því skóna að tengsl séu á milli starfsemi ORF og Monsanto.  Það sem ég er að benda á með þessu bloggi við fréttina, er að fólk ætti að huga að því hvernig sá matur verður til sem það lætur ofan í sig.  Því miður virðast copy og paste fjölmiðlar ekki hafa nokkurn áhuga á því að vekja upp þá umræðu, því verður youtube oft sá miðill sem upplýsingarnar fást á, enda ekki verri en hver annar.

Ég efast ekki um að ORF starfi eftir ströngum öryggisstöðlum Umhverfisstofnunar, allavega ekki lakari en Becromal á Akureyri.  Reyndar hefur Monsanto einnig haldið fram að þeir störfuðu samkvæmt ströngum öryggisstöðlum um áratugi. 

Þakka þér fyrir að reyna að upplýsa mig, en ég fæ ekki betur séð en að efni þessarar færslu fái staðist þó svo ORF sé ekki í beinni matvælaframleiðslu.

Magnús Sigurðsson, 25.3.2011 kl. 13:22

5 identicon

Ólafur, þú segir "ORF framleiðir aðallega prótín fyrir lyfjaþróun og lyfjagerð en einnig fyrir snyrtivörur."  Eigum við þá að segja Guði sé lof að þeir eru ekki a fikta í byggi til manneldis í miðju landbúnaðarhéraði.  Becromal málið hefur sýnt að ströngustu öryggisstaðlar geta veri verri en engir.

gmo monsanto (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband