28.3.2011 | 21:07
Icesave NEI eða JÁ.
Enn einn vefurinn opnar til að skýra icesave samninginn fyrir þjóðinni þrátt fyrir að flest ættum við að vera fær um að skilja að það er ekki til neitt gott eða slæmt aðeins skynjun hjartans fyrir því hvað er rétt.
Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hugsa sinn gang. Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til manna sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu aðilar urðu valdar af.
Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og áttavillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.
Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.
En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðing eða stjórnmálamann, hvað þá löglærðan frímúrara, ekki einu sinni þó hann sé í flokksbundinn framsóknarmaður. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið
Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.
Icesave-vefur opnaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi setning þarna í endan er snilld og ekkert annað. Ef þú komst með hana sjálfur, þá skora ég á þig að fara að skrifa bækur! Annað væri bara glæpur gegn mannkyninu!
x (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 21:11
snilld! sammála x ! þú ert frábær penni, og hjarta mitt segir NEIIII! sem og siðferðisleg samviska mín
anna (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 21:35
Jebb, sammála,
mitt siðferði segir, við áttum bara að bjarga innistæðum Íslendinga, sama hvað milliríkjasamningar og íslensk lög í raun hváðu um jafnrétti evrópumanna. Skítur og skömm. Það má alveg afturkalla slík lög og slíka samninga.
Jonsi (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:09
tetta mal er alt a kvolvi glaepamen ganga lausir, halda tivinu svo vilja teir ad saklaus bornin okkar og barnaborn verdi tekin og faerd i skuldahlekki ,tad er ekkert skritid ad samviskan oskri nei nei nei og aftur nei tad er med ollu oskiljanlegt ad a Islandi skuli vera til svo miklir aumingjar ad teir aetli ad segja ja
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:11
kanski eiga teir ekki born
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:14
Icesavekynningar ykkar og margra stjórnmálaaflanna er dæmigerð saga um nýjuföt keisarans. Það er búið að selja íslensku þjóðinni lygi sem hana svo langar til að sé sannleikurinn, því hið öfuga er svo óskaplega óhugsanlegt, að við höfum brotið jafnréttislög íslands og evrópu. Skemmtilegast verður auðvitað að sita úti í rokinu með berrassaður!
Ebbi (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:16
min born og enta sidur barnaborn hafa engin jafnréttislög brotid .eigum vid bara ekki ad lata daema ta sem eru sekir og lata saklausa vera
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.3.2011 kl. 22:47
Takk fyrir innlitin, Ebbi er kannski að snúa staðreyndum á haus, ef einhverjar "icesavekynningar" tilheyra stjórnmálaöflunum þá er það þær sem ætla fólki að segja JÁ.
Magnús Sigurðsson, 29.3.2011 kl. 07:45
Helgi,
Fyrr má nú vera að við loks dæmum þá sem eru sekir, og best væri auðvitað að við skrifuðum lög og "bráðabyrgðalög" sem brjóti ekki gegn rétti neins. Skal maður ætla að íslenskir stjórnmálamenn sem við kjósum þurfi endilega að vera svona ólæsir á lög. Þegar réttur fólks er brotinn af ríkjum þá hefur því miður verið hefðin að þegnar þeirra ríkja taki á sig einhverja ábyrgð og kostnað fyrir misgjörðir, og fyrir alla muni reyni að leiðrétta ranglæti. Er verið að óska of mikils af íslandi, þessu fornaldar líðræði. Ég ekki að gefa í skin að það þurfi að borga icesave, það væri t.d. hægt að vinna í hina áttina, afturkalla umfram innistæðutriggingu þessa fátæku íslendinga sem var bjargað ... :p
Ebbi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 18:50
Ebbi,
þín rök vekja mig til umhugsunar, hvers vegna var og er okkur íslendingum svona vænt um að borga fyrir miljónainnistæður ákveðins minnihlutahóps íslendinga? Hvernig stendur á því að fátækt fólk á milljónir inn á hefðbundnum innistæðureikningum?? Hverja vorum við að verna, erum við að borga brúsann fyrir þetta fólk??? og leggja okkur í mikla hættu gegn lögsókn frá evrópuríkjum fyrir vikið??
Jonsi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.