Icesave já eða nei?

Þegar við þurfum orðið að borga fyrir það með ævi okkar að búa í landinu sem við fæðumst í er kominn tími til að hlusta á eigið hjarta fremur en stjórnmálamenn, hagsmunasamtök og álitsgjafa sem hafa haft hvað mest áhrif á þá stöðu sem upp er komin.

Jafnvel eftir hrun þar sem ríkisvaldið stendur strípað, líkt og keisarinn forðum, er ætlast það til að afrakstur vinnu okkar renni í formi skatta til manna sem brutu öll siðferðisviðmið náungakærleikans, og ekki nóg með það, nú er okkur jafnvel ætlað að greiða skatta til annarra ríkja vegna tjóns sem þessir sömu aðilar urðu valdar af.

Sagt er að grundvallar tilgangur ríkisstjórna nútímans sé að vera verkfæri fjármagnseigenda að vösum almennings. Með samþykkt icesave á að nota skatta Íslendinga til að greiða skuldir sem ríkið tekur á sig til að greiða skuldir glæpamanna sem urðu til þegar þeir þeir tæmdu sparfjár eign í erlendum útibúum innanfrá og með þá syndaaflausn ætla sömu aðilar að koma "hjólum atvinnulífsins" áfram. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og áttavillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja okkur trú um að við höfum ekkert val, við eigum að sýna ábyrgð. En þetta er allt sjónhverfing, ef við aðeins náum að átta okkur á hvað er réttlæti og hvað er ábyrgð munum við aldrei vinna gegn okkur sjálfum með því að segja já við icesave.

Okkur hefur verið margsagt að icesave samningarnir séu flóknir og aðeins á færi sérfræðinga að skilja þá. Stjórnmálamenn sem jafnvel töluðu gegn samningnum eru orðnir skíthræddir við sérfræðingana með exel þekkinguna, sem hafa samt sem áður enga sýn nema aftur fyrir sig og það í gegnum rör sem er hálfstíflað af kúlulánum. Þessir sérfræðingar, afætur og kúlulánþegar, treysta hvorki ímyndunarafli sínu né innsæi, hvað þá tilfinningunni fyrir réttlætinu. Þeir halda að til að vera fullkomlega faglegir þá þurfi að þurrka út allar tilfinningar og vilja að þjóðin taki skellinn því aðeins þannig komist þeir af.

En hvað er rétt að kjósa? Það getur hver manneskja fundið í hjarta sínu, til þess að skíra út icesave þarf ekki sérfræðing eða stjórnmálamann, hvað þá löglærðan frímúrara, ekki einu sinni þó hann sé í flokksbundinn framsóknarmaður. Öll höfum við leiðsögukerfi hjartans sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt. Ef við efumst er gott að grípa til gullnu reglunnar "Allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera". Því eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið

Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.


mbl.is Greinir á um lögmæti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lárus Blöndal segir „það er enginn Icesave-samningur undirritaður og því er enginn samningur í gildi.“

Þetta er mjög áhugavert og slær enn eitt hræðsluáróðursvopnið úr höndum Já manna en einhverjir hafa haldið því á lofti að Bretar og Hollendingar myndu ekki lögsækja Ísland fyrir meinta greiðsluskyldu heldur fyrir samningsbrot á þessum meinta samningi sem augljóslega er ekki til!!!

Björn (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 06:22

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Svo vill Steingrímur ekki upplýsa þjóðina (fyrir kjördag) um hvað stórar upphæðir Lárus og félagar fá greiddar úr ríkissjóði fyrir að gera og tala fyrir svona samningi.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2011 kl. 06:48

3 identicon

Nei við Icesave,

Ég kýs nei til að vera eins og þið hin, en einnig til að fá að sjá hvernig þjóðin bregst við þegar loks renna á hana tvær grímur.

því þegar allt fer fullkomlega í vaskinn, þegar við töpum fyrir ESA og töpum fyrir íslenskum og erlendum réttum um þetta mál.  Þá fyrst fer fólk að hugsa sig almennilega um, hver á sök á Icesave, braut lögin?

þá eru auðvitað til nokkrir einstaklingar sem bera ábyrgðina er það ekki ?  Ég er ekki viss um að við munum lengur kenna Steingrími og Jóhönnu um Icesave?

Jonsi (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 09:24

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jonsi minn, þetta er eitthvað sem þú verður alveg að gera upp við sjálfan þig.   Eins og ég er að reyna að benda á í þessum pistli, láttu ekki aðra rugla þig í ríminu hvað þá sérfræðingana sem settu Ísland á hausinn.

Magnús Sigurðsson, 7.4.2011 kl. 12:06

5 identicon

Tja, ég held ég sé ekkert ruglaður í rýminu, en ég sé bæði kosti og galla við bæði svörin JÁ eða NEI.  Þegar við gerum mistök þá lærum við af því - en ég tel NEI svarið vera efnhagsleg og lagaleg mistök, og í rauninni augljóslega ekki á færi þjóðarinnar að dæma um - bara ef réttir landsins hefðu getað tekið þessa lagalegu ákvörðun, en það var víst ekki hægt.   Málið er þó að ef NEI eru mistök, þá munu réttir landsins sýna fram á það eftirá að hyggja. Það lítur út fyrir sem svo að þjóðin mun kjósa NEI, og því tel ég hana ekki alveg vera búinn að ná botninum sem hún þarf að ná til að átta sig á því sem fór úrskeiðis og í hverju felst að samþikkja lög (milliríkja og bráðabyrgða), að þetta eru ekki lítilfenglegir og smávægilegir hlutir sem við lesum svo vel og vandlega eftir á.

Jonsi (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 23:37

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jonsi minn, þú segist ætla að kjósa nei en meina já vegna þess að aðrir séu svo ruglaðir í ríminu.  Úr því að þú getur ekki gert þetta upp við þig þá ætla ég að ráðleggja þér að standa með sjálfum þér þú kemur ekki til með að bjarga lánshæfi ríkissjóðs né hjólum atvinnulífsins, þér er einungis ætlað að borga.

Magnús Sigurðsson, 8.4.2011 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband