Öfugmælavísur.

Ekki hefur Jóhanna kjark til að verja þjóðina fyrir fjárkúgun frekar en að efna skjaldborgina fyrir heimili landsins. 

Eina efnislega breytingin sem var gerð á fyrri icesave samningi sem þjóðin hafnaði og þeim sem nú er í boði er 8. grein fyrri samnings var sleppt í icesave3   Greinin sem sögð er hafa fengið margann neyðarlagaþegann frá því haustið 2008 til að meta málið út frá "ísköldu hagsmunamati". 

Greinin hljóðaði svona; 

8. gr. Endurheimtur á innstæðum.
Ríkisstjórnin skal þegar í stað grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana sem þarf til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana. Í þeim tilgangi skal ríkisstjórnin fyrir 15. október 2009 hafa frumkvæði að samstarfi við þar til bæra aðila, m.a. yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu, og óska aðstoðar þeirra við að rekja hvert innstæðurnar af Icesave-reikningunum voru fluttar. Ríkisstjórnin skal fyrir árslok 2009 semja áætlun um hvernig reynt verður að endurheimta það fé sem kann að finnast.
Í því skyni að lágmarka ríkisábyrgð samkvæmt lögum þessum skal ríkisstjórnin einnig gera ráðstafanir, í samráði við þar til bæra aðila, til þess að þeir sem kunna að bera fjárhagsábyrgð á þeim skuldbindingum sem stofnast hafa vegna Icesave-reikninganna verði látnir bera það tjón.

Þær eru athyglisverðar upplýsingarnar sem eru að koma fram þessa dagana um það hvernig stórleikarar í íslensku viðskipta- og stjórnmálalífi gátu selt hluti sína í Glitni og fleiri gjaldþrota fyrirtækjum rétt fyrir hrun.  Sérstaklega í ljósi þess að eina efnislega breytingin á icesave 2 og 3 er að 8. gr. er sleppt. 

Ískalt hagsmunamat hvaðan halda menn að peningarnir hafi komið sem notaðir voru til að kaupa verðlaus hlutabréf korteri í hrun og hefur ríkisstjórn Jóhönnu haft kjark til að taka á málinu áður en þjóðin kvittar undir reikninginn?


mbl.is Menn verða að hafa kjark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Hver tekur mark á þessari kerlingu lengur.?

Ragnar Gunnlaugsson, 7.4.2011 kl. 13:38

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Meðan það er einn er það einum of margir.

Óskar Guðmundsson, 7.4.2011 kl. 16:31

3 Smámynd: Elle_

Málið LEYSIST EKKI með JÁ-I eins og þessi kona heldur fram RANGLEGA.  Lygar og svik ICESAVE-LIÐSINS. 

Elle_, 7.4.2011 kl. 19:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband