12.4.2011 | 13:00
Hvað er Sigmundur að hugsa?
þrátt fyrir að hafa verið í stjórnarandstöðu í 4 ár og þrátt fyrir að vera kominn flokka lengst í að skipta út þeim þingmönnum sem voru fyrir hrun, þarf að vísu að skipta út Sif og Birki til þess að hægt sé að bjóða upp á hreint borð, þá eykst fylgið ekki neitt.
Í miðri Búsáhaldabyltingu steig Sigmundur Davíð fram á sviðið og kom í veg fyrir að sú þróun næði fram að ganga að fjórflokkurinn yrði hvíldur með því að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG til kosninga. Nú virðast framsóknarmenn enn á ný ver tilbúnir til að verja völd fjórflokksins fram til kosninga.
Það er ekki víst að kjósendur láti fjórflokkinn plata sig aftur svo framarlega sem nýr kostur verði í boði við næstu kosningar. Hvað þá að fylgi Framsóknar aukist við hundakúnstir.
Göngum ekki inn í þessa ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ekki svona ósanngjarn Magnús ! ,þvi þetta er nú ekki alveg rett ........
ransý (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 13:34
Mikið er um falska tóna hjá Sigurmundi Davíð.
Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2011 kl. 13:43
Það er betra að gera ens og Sigmundur og gefa einhverja tóna þó sumir séu falskir en að gera eins og Jóhanna og Steingrímur og spila ekki með.
Óskar Guðmundsson, 12.4.2011 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.