Ískalt hagsmunamat eða pólítískt harakíri?

Mikið væri gott fyrir þjóðina að losna við foringja skotgrafanna af alþingi.  Síðustu fjögur árin hefur ríkt algjör upplausn á Íslandi.  Allan þann tíma hefur Jóhanna verið í ráðherrastól, ekki minkaði upplausnin og skotgrafahernaðurinn við að Steingrímur komst í ráðherrastól.  Þessir tveir stjórnmálamenn eru tákngervingar þess skotgrafahernaðar sem ætti að hafa horfið með hruninu. 

það er kominn tími til að íslendingar eignist alþingismenn sem vinna af heilindum og ómengaðir af spilltum kúlulánum, eru þess i stað tilbúnir til að standa með þjóðinni.  Fæstu af því fólki sem nú hefur grafið um sig á alþingi hefur sýnt að því sé treystandi.  Það verður fróðlegt að sjá hvort Bjarni Ben og co leggja fram þessa vantrausttillögu eftir "ískalt hagsmunamat" eða hvort þarna er á ferðinni pólitískt harakíri að hætti hússins.


mbl.is Loksins, loksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Ágústsson

Og vonandi faum vid utanthingstjor

Gefum svo stjormalaflokkunum fri fra sjalftokunni  og afnemum alla styrki til allra stjormalaflokka i 2 ar svo ad flokkarnir fari ad laera a sin fjarmal tha 1 getum kanskifengid haeft folk tharna inn

Magnús Ágústsson, 13.4.2011 kl. 07:04

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll nafni, sammála þér nú er tími komin til að velja fólk af handahófi úr símaskránni til að sitja á alþingi, þetta getur ekki orðið verra.  Það má svo nota styrkina til stjórnmálflokkanna til að grafast fyrir um hvaða mútugreiðslur þeir þegið síðasta áratuginn.

Magnús Sigurðsson, 13.4.2011 kl. 08:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband