Auðmjúkur athafnamaður.

Það er ekki annað hægt að taka undir þá gagnrýni, Björgólfs Thors á stofnanir samfélagsins, sem kemur fram í greininni s.s. stjórnmálin, stjórnsýsluna, fjölmiðlana, viðskiptalífið, háskólasamfélagið.

Ef honum hefði borðið gæfa til að sleppa nokkrum málsgreinum þá hefði einnig verið hægt að líta á greinina sem einlæga afsökunarbeiðni til þjóðar sem glímir nú við mesta atvinnuleysi frá því um 1930 í heimskreppunni miklu.

"Samt er það svo að nafn mitt má ekki birtast opinberlega án þess að fram stígi menn sem furða sig á að ég skuli ekki sitja bak við lás og slá, dæmdur fyrir einhver óhæfuverk sem þeir nefna ekki en virðast þó fullvissir um. Og þetta á ekki aðeins við mig, og ekki aðeins þá sem kallaðir hafa verið útrásarvíkingar, heldur má nánast allt það fólk sem hættir sér til einhverra verka á Íslandi þola þessa óværu. Sú andstyggð smitast í alla umræðu á Íslandi. Þótt flestir fjölmiðlar leggi áherslu á þá frumskyldu sína að upplýsa almenning, þá virðast aðrir fremur vilja ala á andstyggðinni en hampa sannleikanum."  Greinina í heild.

Það er ekki mikil auðmýkt í þessum orðu Björgólfs til þjóðar í sárum.


mbl.is Ósáttur við vinnubrögð rannsóknarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eina leiðin fyrir íslendinga til að gefa þér uppreisn æru er að kjósa þig sem næsta forseta að Bessastöðum. Yrðir þú þá ekki bara sáttur við okkur smælingjana á Íslandi???

Jóhanna (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband