13.4.2011 | 21:52
Þegar þú fellir tré.
Það fer vel á að tilaga komi fram frá Suður-Ameríkulandi, þar sem indíáninn Evo Morales er í forsvari, um að SÞ viðurkenni jörðina sem lifandi veru sem menn hafi reynt að drottna yfir og arðræna.
Virðingin fyrir móðir jörð var innprentuð í menningu indíána, eins og heyra má á máltæki N-Ameríku indíána þegar fella á tré, "Þegar þú fellir tré þá fellir þú heilt samfélag".
Móðir jörð fái réttindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ekki sýnist mér þessi bláeygða, hvíthúðaða, farðaða stelpa á myndinni eiga neitt skylt við frumbyggja Vesturálfu. En flott mynd, engu að síður.
Eins og þú segir, þá er það vel við hæfi, að ákallið skuli koma frá Evo Morales, enda eru Mið- og Suður-Ameríka þau landsvæði sem hefur verið nauðgað mest af IMF, fjölþjóðlegum fyrirtækjum, skógfellingum, námurekstri og mengandi starfsemi, oft á búsvæðum frumbyggja. Hagvöxtur Bandaríkjanna, Evrópu og Kína gerist á kostnað þriðja heims ríkja, sem eru arðrænd auðlindum sínum og síðan skilin eftir með sviðna jörð.
Che, 13.4.2011 kl. 23:42
~ o ~
Vilborg Eggertsdóttir, 14.4.2011 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.