15.4.2011 | 08:33
Írar sögðu já.
Írskir sjórnmálamenn fengu sjálfdæmi um að velta skuldum einkageirans yfir á skattgreiðendur sem súpa af því seyðið næstu árin. Það er athyglisvert að lánshæfismat Írlands skuli falla við þann gjörning.
Moody's lækkar lánshæfismat Írlands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Magnús. Moodys er bara fjölmiðill ræningja og lygara ógnarafla heimsmafíunnar. Þeim mun meira sem er hlustað á Moodys, þeim mun ver standa þjóðir.
Þetta ruglbatterí blekkti Íslendinga til að trúa á að lánshæfismat Íslendinga hækkaði með útrásinni! Og afleiðingar lyga Moodys þá leiddi til algjörs hruns bankanna!
Það var alltaf takmarkið hjá þessu svikaapparati og af því ættum við Íslendingar og aðrar þjóðir að vera búin að læra að hlusta bara alls ekki á það! Við höfum miklu meira lánshæfismat ef við förum ekki eftir þeirra bulli!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2011 kl. 09:24
Írar eru að ábyrgjast allar skuldir bankanna.
Hér á landi var það ekki gert heldur féllu þeir "þrátt fyrir" að milljarða hundruðum hefði verið dælt í þá af ríkissjóði, sem lækkaði lánshæfismat Íslands á þeim tíma. Hér er deilt um það hvort það hefði verið ríkisábyrgð á lágmarksinnistæðutryggingunni.
Lúðvík Júlíusson, 15.4.2011 kl. 09:30
Nouriel Roubini spáir skarpt hækkandi vöxtum hjá evrópska seðlabankanum út þetta ár sem fari líklega yfir 3% á því næsta. Hann segir einnig að skuldastaða Grikklands sé nú þegar ósjálfbær.
Anna Sigríður: Hjá bandarísku matsfyrirtækjunum er Bandaríska ríkið með AAA. Kínverska matsfyrirtækið Dagong er hinsvegar nýbúið að fella það um tvö þrep. Eigum við að opna fyrir veðmál um hvor muni reynast hafa rétt fyrir sér?
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2011 kl. 09:37
Guðmundur. Hef ég ekki áhuga á að tapa eða græða á veðmála-lottó. Matsfyrirtækin sjá um þann þátt og það nægir.
Matsfyrirtæki togast á um heimsvöldin í austri og vestri, úlfar í sauðagæru hvar sem er í heiminum. Og þetta á fólk að eltast við sem einhvern stóra sannleik!
Kannski getur einhver komið með skiljanleg rök fyrir gagnsemi svona heims-mattadors-spilafíkla sem spila á trúgirni og valda/peningagræðgi misviturra stjórnenda vítt og breitt um heiminn.
Svona er menntun fólks keypt af peningavaldastofnunum til að ljúga, blekkja og stela. Hannes Hólmsteinn Gissurarson er Íslenska mennta-undrið í þessari svikamyllu.
Þeir sem ekki láta múta sér eru ekki teknir trúanlega! Til hvers er þá menntunin? Nei takk ekki meira mattador og lottó!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.4.2011 kl. 11:07
Takk fyrir innlitin; sammála ykkur öllum. Tek sérstaklega undir með Sigríði hvað matsfyrirtækin varðar og hvernig fjármálaöflin kaupa menntun fólks sem er af allt öðrum toga en vit og viska.
Strax í skóla er unnið skipulega að því að eyðileggja frjálsa hugsun barnshugans. Markvisst er barninu kennt að treysta ekki leiðsögn hjartans. Rökhyggja er hinn eini sannleikur sem marktækur er á lífsleiðinni. Umburðalindi fyrir sérstöðu einstaklings með skapandi hugsun er lítið. Viðurkenndri staðreynda þvælu er dælt í huga nemandans sem á svo að skila henni frá sér á klukkutíma lokaprófi. Þannig er hæfnin metin og grunnur lagður að aðgangi til betur launaðrar vinnu fyrir kerfið. Ef nemandinn hlýðir ekki þessari innrætingu, hlýtur hann sérmeðferð á lyfjum sem brýtur niður persónuleikann. Þeir sem passa ekki inni í formið eru ekki umbornir. Með þessari kerfisbundnu innrætingu er frjálsri hugsun eytt og til verður rökhugsun kerfisins sem kallast menntun.
Magnús Sigurðsson, 15.4.2011 kl. 11:35
"Kannski getur einhver komið með skiljanleg rök fyrir gagnsemi svona heims-mattadors-spilafíkla"
Nei. Ekki einu sinni þeir sjálfir. (Í notkunarskilmálum sínum vara þeir beinlínis við því að tekið sé mark á þeim.)
Guðmundur Ásgeirsson, 15.4.2011 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.