Hr. formaður bankaráðs; ekki meir, ekki meir.

Þeim gekk svo vel hjá Landsbankanum "að laða til sín og halda fremstu sérfræðingum í vinnu" á ofurlaununum hérna um árið.  Settu Ísland á hausinn og Bretar sáu sér ekki annað fært en að setja á þá hryðjuverkalög. 
mbl.is Áhyggjur af launamálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér Magnús. Þessum enn nýja Landsbanka farnast eflaust best ef hann velur úr hinum "fremstu" sérfræðingum þá sem eru lausir við græðgissýkina. Sem betur fer eru ekki allir hinir "fremstu" sýktir.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 17:33

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Kolbrún, í ljósi þess að bankarnir sýndu meiri hagnað í fyrra en "gullaldarárið" 2007, þá er einkennilegt að lýsa yfir óánægju með að ekki skuli vera hægt að ráða hæfara fólk launanna vegna. 

Magnús Sigurðsson, 28.4.2011 kl. 17:42

3 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

~ við þurfum mannvæna bankastarfsmenn sem eru í tenglsum við hjartastöðina í sér ~ , en ekki eins og skulduga þjóninn sem sagt er frá í Biblíunni sem fékk uppgefnar allar skuldir en sneri sér síðan að samþjóni sínum, tók fyrir kverkar honum og skipaði honum að borga sér það sem hann skuldaði honum

- Þannig starfa bankarnir núna undir verndarvæng stjórnvalda -

Vilborg Eggertsdóttir, 28.4.2011 kl. 18:51

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, það er oft þannig að þeir sem kunna að selja sig, alveg burtséð frá hæfileikum, hafi vinninginn yfir hina sem eru lítillátari - en jafnvel hæfari.

Auðvitað eiga þessir "stjórar" bágt núna þegar þeir þurfa að velja og kunna ekki að greina á milli.

Kolbrún Hilmars, 28.4.2011 kl. 18:53

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er sjálfsagt að borga góðu fólki vel, en hvað eru góð laun og hvenær er starfsmaður góður, er mjög afstætt og mín reynsla er sú að þeir sem gera "ofurlaunasamninga" eru oftar en ekki alls ekki að skila því í formi betri vinnubragða eða meiri ábyrgðar.  Viðkomandi aðilar ofmetnast oft og reyna að koma verkefnum yfir á aðra og gera sem minnst sjálfir, verkkunnáttan er í lágmarki (þurfa hjálp við að kveikja á tölvunni og láta renna í kaffibollann osfrv.), og síðan aukast kröfurnar bara áfram og menn missa alla tengingu við raunheima. 

Starfsmaður sem fer heim til sín að kvöldi glaður í hjarta vegna þess að hann fékk gott hrós frá viðskiptavinum fyrir gott viðmót og lipra þjónustu er mikið betri og verðmætari starfsmaður (þó hann sé eflaust bara á lágmarkslaunum) en hinir sem bíða eftir því að keppinautarnir bjóði í þá þannig að þeir geti gert enn meiri kröfur eingöngu til þess að geta hagnast meira persónulega.

Jón Óskarsson, 28.4.2011 kl. 19:08

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vilborg;ég er sammála þér með hjartað.  En því miður völdu stjórnendur nýju bankana að taka sér skulduga þjóninn í dæmisögu Jesú til fyrirmyndar. Þeir hefðu allt eins getað tekið sér ráðsmann ríka mannsins til fyrirmyndar en gerðu það ekki.

"Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann, og var sá sakaður við hann um það, að hann sóaði eigum hans.  Hann kallaði hann fyrir sig og sagði við hann; Hvað er þetta, er ég heyri um þig?  Gjör reikningsskil ráðsmennsku þinnar, því þú getur ekki verið ráðsmaður lengur.  Ráðsmaðurinn sagði þá við sjálfan sig; Hvað á ég að gjöra, víst húsbóndi minn sviptir mig ráðsmennskunni?  Ekki orka ég að grafa og skömm þykir mér að betla.  Nú sé ég hvað ég gjöri, til þess að menn taki við mér í hús sín, þegar ég verð sviptur ráðsmennskunni.

Hann kallaði nú á skuldunauta húsbónda síns, hvern og einn.  Við þann fyrsta sagði hann;  Hve mikið skuldar þú húsbónda mínum?  Hann svaraði:  Hundrað kvartil viðsmjörs.  Hann mælti þá við hann:  Tak skuldabréf þitt, set þig niður og skrifa sem skjótast fimmtíu.  Síðan sagði hann við annan:  En hvað skuldar þú?  Hann svaraði:  Hundrað tunnur hveitis.  Og hann sagði honum:  Tak þú skuldabréf þitt og skrifa áttatíu.

Og húsbóndinn hrósaði rangláta ráðsmanninum fyrir að hafa breytt kænlega.  Því börn þessa heims eru kænni í viðskiptum við sína kynslóð en börn ljóssins.

Og ég segi yður:  Aflið yður vina með hinum rangláta Mammon, svo þeir taki við yður í eilífar tjaldbúðir, þegar honum sleppir. 

Magnús Sigurðsson, 28.4.2011 kl. 20:51

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Kolbrún; ef þeir "stóru" væru aðeins færir um að skilja að það er ekki til neitt gott eða slæmt aðeins skinjun hjartans fyrir því hvað er rétt.

Magnús Sigurðsson, 28.4.2011 kl. 20:58

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Jón; sammála því að "starfsmaður sem fer heim til sín að kvöldi glaður í hjarta vegna þess að hann fékk gott hrós frá viðskiptavinum fyrir gott viðmót og lipra þjónustu er mikið betri og verðmætari starfsmaður (þó hann sé eflaust bara á lágmarkslaunum) en hinir sem bíða eftir því að keppinautarnir bjóði í þá þannig að þeir geti gert enn meiri kröfur eingöngu til þess að geta hagnast meira persónulega."

Því "allt sem þú vilt, að aðrir menn geri þér, það skalt þú þeim gera".  Eins og meistarinn sagði á þeirri reglu hvílir lögmálið.

Magnús Sigurðsson, 28.4.2011 kl. 21:09

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mafía og ekkert annað! Ég mun aldrei skipta við þessa banka eins og þeir eru reknir í dag og það vekur furðu mína ef einhver getur gert það ó til neyddur!

Sigurður Haraldsson, 1.5.2011 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband