20.5.2011 | 09:57
Freedom is just another word
Undanfarna mánuði hefur mikið birst af fréttatengdum færslum á þessari síðu, enda hef ég haft meiri tíma en ég hef kært mig um frá því í október. Þessi fréttatengdu blogg hafa oft verið á dökku nótunum, það er erfitt að skilja við svartsýni kreppunnar atvinnulaus, þegar öll erfiðu bréfin streyma inn um lúguna og stefnuvottarnir hanga á dyrabjöllunni. En nú er tækifærið komið til að rífa sig upp og hætta neikvæðum athugasemdum við kreppufréttir, vonandi verður ekki tími til þess á næstunni.
Í síðustu viku bauðst mér vinna. Atvinnutilboðinu fylgja óskir um að ég flytji til Noregs, ásamt fjölskyldu. Þó svo að mér þyki óumræðanlega vænt um landið mitt þá er erfitt fyrir fimmtugan atvinnulausan múrara að hafna atvinnu sem býður tvöfalt hærri laun en í "gróðærinu" og fimmfaldar atvinnuleysisbætur. Hvort hægt verður að gera upp við vinnuveitendur stefnuvottanna í framtíðinni verður svo bara að koma í ljós.
Atvinnutilboðið bar brátt að og ráðningarferlið var 1,2 og bingó. Á föstudag sendi ég inn fyrirspurn vegna starfs. Á mánudagsmorgni var hringt og spurt hvort ég gæti hugsað mér að flytja til Noregs, laun og verkefni tilgreind ásamt ágæti Harstad, þess staðar sem ég mun koma til með að búa og starfa. Ég ráðfærði mig við konuna og ákvað mig svo samdægurs. Á þriðjudegi var búið að maila á mig flugmiða, upplýsingar um íbúð og hvaða störf konunni stæðu til boða ef hún vildi flytja með mér strax.
Þó margt í þessu sýnist vera of gott til að vera satt þá er ég tveimur vikum seinna að leggja í hann. Það hefur alltaf reynst mér best að láta hjartað ráða í stórum ákvörðunum, hvað þá þegar engu er að tapa.
Athugasemdir
flot Gida og eg aetlum ad koma i heymsokn
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 10:32
Gyda
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 10:33
Til hamingju Marnús þeir fiska sem róa :)
Þú hefur verið iðinn við kolann og það að beita bæði húmornum og bjartsýninni til að skemmta okkur og fræða hér á blogginu og landar nú verðmætum afla.
Þú ert okkur öllum góð fyrirmynd og mundu að það er alltaf nógur kvóti á þessum miðum
Bestu kneðjur og óskir þér og þínum til handa
Sólrún
Sólrún (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 17:15
Helgi; þið Gyða eruð ævinlega velkominn eins og þú veist. Vestur Ástralía - Norður Noregur ekkert mál. Vonandi getum við svo haldið upp á 2 X 50 með stæl einhverstaðar á fallegum stað í heiminum 2012.
Sólrún;þakka þér fyrir. Ef það væri ekki fyrir lífsviðhorf fólks eins og þín sem hefur veitt andagift með frábærum athugasemdum hérna á blogginu væri tilveran fátækleg. Þið Helgi eigið m.a. "eldiviðinn" í pistilinn um krókódílinn, segið svo að maður hugsi ekki út í það sem þið segið.
Magnús Sigurðsson, 20.5.2011 kl. 17:35
Sæll Magnús, ég samgleðst þér með þennan viðsnúning en vona líka að framtíðin beri ykkur aftur á Austurlandið.
S Kristján Ingimarsson, 21.5.2011 kl. 08:29
Takk fyrir Kristján. Það virðis eitthvað ætla að halda í mig Austurlandið til stóð að ég færi til Reykjavíkur í dag og flygi út með SAS á morgunn, en ég hef ekki komist lönd né strönd.
Magnús Sigurðsson, 22.5.2011 kl. 23:14
Sæll Maggi minn. Flott að þú sért kominn með vinnu en sárt að missa þig og þína úr landi, við vitum svo sem alveg hverjum það er að kenna. Vona bara að þú missir ekki áhugann á Íslandi og bloggir áfram og skiptir þér af málum hér á landinu bláa, eða brúna eins og það er hjá sumum eða jafnvel svarta ef út í það er farið.
Hafið þið það sem allra best á nýjum slóðum, það segja allir sem ég þekki og hafa farið til Norge að þar sé tekið vel á móti manni og allt snúist um að búa til og viðhalda góðu og eðlilegu fjölskyldulífi.
Það góða sem ég sé við þetta er að ef allt þrýtur þá er maður með góðan aðila í góðu landi til að leiðbeina sér ef til þess kemur að maður þarf að flýja frá Steingrími og Jóhönnu og þeirra bankavinum. Er þó að vona að hægt sé að svæla þau út, mér finnst vera farið að hitna undir þeim, sérstaklega Steingrími eftir að þessi samningaskýrsla hans fannst í skjalabunkanum þar sem hann var búinn að fela hana neðst undir eins og raggeit.
Góða ferð
Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 27.5.2011 kl. 14:22
Takk fyrir góðar óskir mér til handa Villi. Mér væri heiður í að veita aðstoð ef þú sérð þig tilneyddan til að "flýja" hyskið.
Magnús Sigurðsson, 2.6.2011 kl. 14:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.