29.6.2011 | 14:02
Ísland; langbest í heimi.
Manni er semsagt leyfilegt að að lána leppfyrirtæki annarra fé, sem kaupir ónýta pappír af manni sálfum, ef maður er í aðstöðu til þess.
Eftir sem áður hlýtur að vera harðbannað að stela. En gæti maður komist upp með að láta leppfyrirtæki stela fyrir sig og sína 800 milljónum í verslun þar sem manni er treyst fyrir lyklunum?
Brutu lánareglur en voru sýknaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland er vonlaust fyrir svanga þjófa í matarleit. Gósenland fyrir þá sem hugsa stórt á glæpabrautinni.
Árni Gunnarsson, 29.6.2011 kl. 14:27
Árni, ég held að stela fyrir 800.milljónir í matvöruverslun hljóti að teljast stór hugsun. Hvað þá ef það er fléttað inn í atburðarásina hinum og þessum kennitölum sem hafa leyfi til að verða gjaldþrota. Svo er bara sitja og éta allt gúmmelaðið sjálfur á eftir.
Magnús Sigurðsson, 29.6.2011 kl. 14:38
Dómararnir eru jafn siðlausir og útrásarhyskið. Sér einhver fyrir sér íslenzkan dómara dæma samflokksmann sinn? Það þarf Evrópudómstól til að koma lögum yfir þessa menn. Embætti sérstaks saksóknara virðist bara vera fyrirsláttur. Þess vegna er svo brýnt að Íslendingar gangi í Efnahagsbandalagið, þannig að þeim séu settar reglur. Reglur frumskógarins ganga ekki lengur. Bezt væri að Íslendingar afsöluðu sér sjálfstæðinu og yrðu hluti af efnahagslegu sterku ríki, eins og Þýskalandi eða Noregi. Þá yrðu mannsæmandi kjör hér. Það er ekki nóg að monta sig með íslenzka fánann en eiga svo ekki til hnífs og skeiðar.
Stebbi (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 22:26
Stebbi ert tu zionisti tu minir otaegilega mikid a George H Walker Bush
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 03:11
Sammála þér Stebbi með að "Sérstakur" sé einn stór "fyrirsláttur". En það að nota hann til að ganga í ESB er eins og að stinga sér vísvitandi til sunds í tóma sundlaug. Finnst þér að réttlætið sé að ná fram að ganga gagnvart banksterunum í Grikklandi, Írlandi, Portúgal eða á Spáni?
Magnús Sigurðsson, 30.6.2011 kl. 03:58
Spilltu dómararnir eru að setja tóninn svo þeir hafi fordæmi til þess að sýkna alla hina glæpamennina í þeim málum sem eftir á að dæma í.
Guðmundur Pétursson, 30.6.2011 kl. 13:07
Guðmundur, tónninn hefur þegar verið gefinn af "hyskinu" sem situr við völd með tvo hrunaráðherra og fullt þinghús af kúlulánaþegum. Sérstakur og dómskerfið er bara hluti af leikritinu.
Magnús Sigurðsson, 30.6.2011 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.