22.7.2011 | 11:58
Þau geta fengið hyskið.
Mín vegna mættu þjóðir í skuldbasli fá Steingrím, Jóhönnu og allt helferðarhyskið sér til aðstoðar. Almenningur í þessum löndum myndi þá gera eitthvað róttækt til að losa sig við það hyski í eitt skipti fyrir öll þegar það kæmist að því að það ætti að borga heimili sín aftur og það ekki einu sinni heldur oft.
Íslenska leiðin felst í því að það var farið inn á heimilin og þau rænd svo hægt væri að halda bönkunum og hyskinu uppi.
Íslenska leiðin til fyrirmyndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers konar bull er þessi frétt? Ef þessi mannræfill er notaður í vinnu hjá marktæku fyrirtæki þá spái ég ekki gæfulega fyrir afdrifum þess.
Hér voru fáeinir milljarðamæringar teknir í skjól og síðan voru stofnaðir nýir bankar með eignum gömlu bankanna eftir að þær höfðu verið afskrifaðar um allt að 70%
Þá var tekið til við að afskrifa smám saman skuldir þeirra sem taldir eru hafa rænt bankana innan frá og komið hagnaðinum í skjól. Þá var tekið til við að afskrifa hjá stórtækustu vinum bankaeigendanna og stjórnendanna, svo sem nafnkenndum útrásarvíkingum og stórútgerðarmönnum úr innsta hring LÍÚ og öðrum álíka.
Af hverju er þessi frétt af hagspekingnum ekki birt sem brandari og með fjölda upphrópunarmerkja?
Árni Gunnarsson, 22.7.2011 kl. 13:28
Helsta skýringin á því hvað fer fram í höfðinu á svona hagspeking er sú að frá Íslandi hafi hann ekki fengið neinar fréttir af ránum bankanna í skjóli helferðarstjórnarinnar, hins vegar hafi hann frétt af því að þjóðin hafi haft vit fyrir hyskinu með því að hafna icesave.
Magnús Sigurðsson, 22.7.2011 kl. 13:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.