14.9.2011 | 18:08
Þeir sem þora.
Til eru menn sem þora meiru en aðrir. Þetta eru yfirleitt þeir sem láta hjartað ráða. Ég þekki tvo svona menn, annar er bróðir minn hinn er frændi minn og einn besti vinur. Ég veit ekki hvar ég væri staddur í dag hefði ég þorað, til þess að vita það þarf maður að þora. Kjarkmenn veita þó þeim sem ekki þora innblástur.
Vinur minn og frændi lagði einn upp í ferð frá Íslandi fyrir tæpum 28 árum síðan, þá 22 ára, leiðin lá til Ástralíu. Þangað fór hann til að vera viðstaddur eigið brúðkaup. Þetta ferðalag ryfjaðist upp fyrir stuttu í samtali við mág minn, sem bjó í London þá og var tvítugur, hann sagði að þessi frændi væri með hugaðari mönnum sem hann hefði kynnst. Hann hefði farið alla leið til Ásralíu einn síns liðs án þess að kunna stakt orð í öðru en íslensku, hafandi með sér skilti sem á stóð ég ætla til Ástralíu. Þessi vinur minn komst alla leið og er enn hinu megin á hnettinum gerandi það sem hjartað býður.
Annar kjarkmaður sem oft kemur upp í hugann er litli bróðir. Hann er mentaður verkfræðingur sem snéru baki við sjálfri Hörpunni, en henni hafði hann kynnst þegar hann vann með Dönskum arkitektum tónlistarhússins allt frá byrjun. En í miðju gróðærinnu 2007 sagði hann skilið við kóng, prest og meira en milljón á mánuði til að tileinka sig budda fræðum. Mannvit varð að fá aðra verkfræðinga til að þyggja launin hans, þó svo þeir komist aldrei í sporin hans því í dag er hann budda munkurinn Kelsang Lobon.
Það vill svo til að þessir menn eiga afmæli sitt hvoru megin við daginn í dag og eiga það til að líta inna á þessa síðu. Því dettur mér það helst í hug að óska þeim til hamingju með afmælið hérna á síðunni með videoi á youtube frá einum enn sem þorir. Eigðu góðan seinni hálfleik Helgi vinur minn og alltaf ert þú sá kjarkaðasti af systkinahópnum Sindri bróðir.
Athugasemdir
Mér hefur sýnst þú bera það með þér Magnús
að vera af góðum ættum og að kunna vel
að láta slag standa þegar því er að skipta.
Það er alltaf fallegt þegar menn geta unnt öðrum
alls góðs án þess að öfunda
og gott til þess að vita..
Sólrún (IP-tala skráð) 14.9.2011 kl. 23:14
Sæl Sólrún, já ég er það heppinn að eiga bara góða að, en munurinn á mér og þeim er svipaður og munurinn á því að þora og þurfa.
Magnús Sigurðsson, 15.9.2011 kl. 04:20
Sæll Magnús eg er búina að vera úti á landi á flakki frá því á fimmtudag og sá ekki þetta fyrr en núna og að sjlfsögðu brá eg hart við þegar í stað.
Þú ert allyof hógvær meira að segja af austfirðingi að vera.
Og svei mér ef þú slærð þá ekki út í Skaftafellsýslunum líka hvað það snertir.
Og þá er nú mikið sagt...
Sólrún (IP-tala skráð) 19.9.2011 kl. 22:15
Þakka þér fyrir Sólrún. Svo því sé nú til haga haldið þá er ég hálfur Þingeyingur og ekki er nú sagt að það vanti loftið í þá, þó ég þori ekki að hafa sömu trú á mér og þér þykir þurfa. Það má segja að ég bæti kjarkleysið að einhverju leiti upp með því að "þurfa" og svo heppni heilladísanna þegar allt virðist komið í strand að ógleymdu því mikilvægasta; því að eiga góða að sem þola þverskuna, sem ég held sé að austan.
Magnús Sigurðsson, 20.9.2011 kl. 14:36
Matti Osvald segir að við gerum alltaf breytingan þegar við erum orðin þess fullviss að það sé meiri ávinningur að gera þær en að halda áfram því sem fyrir var.
Hann sagði sem dæmi frá því þegar hann tók ákvörðun um að hætta að reykja
þá tók hann penna og blað.skipti blaðinu í tvennt með pennastriki skrifaði kosti öðru megin og galla hi numegin við strikið
fór vandlega yfir niðursöðurnar.....og hætti... hann hefur greinilega trúað því sem hann las þar..
Matti er líka alger snilld og alltaf gaman á námskeiðunum hans
hann býr til sjálfur..
Sólrún (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 15:54
Mér segir svo hugur Sólrún að þú vitir lengra en nefið nær og þekkir þar að auki mikið af lífsins fólki. Þessa áliktun dreg ég af því sem þú hefur haft til málanna að leggja. Þó ég þekki ekki til Matta Osvald þá efast ég ekki um ágæti hans eitt augnablik fyrir þín orð.
Það má segja að ég noti yfirleitt aðferð Matta við að hætta að reykja, þó ég geri það blaðalaust enda vog. En þegar fullvissan um ávinningin hefur yfirhöndina er þetta kannski meira orðið spurningin um þörf frekar en þor.
Það sem háir samt þessari aðferð er tíminn sem hún getur tekið, sérstaklega fyrir vogir sem vagga fram og til baka þar til því jafnvægi er náð sem þær þurfa. Lífið hlýtur að vera til þess að lifa því en ekki að velta vöngum lon og don þangað til þörfin rekur mann af stað. En kannski er lífið meira og minna best til þess fallið að velta vöngum.
Ég datt niður á David R Hawkins á hinu frábæra menningarsetri youtube fyrir tveimur árum. Texta hérna þýddi ég svo og setti á blað eftir að hafa velt vöngum yfir honum mánuðum saman, svona svipauðum tilgangi og Matti Osvald gerir þegar hann vegur hlutina, komst þá að því hvað óttinn setti mikið mark á mig og á stigið að þurfa þó ég segi nú ekki beint að þora.
Þær tilfinningar sem stjórna huganum eru í megin atriðum tvær, ást og ótti. Þegar kærleikurinn er ráðandi sem viðvarandi jákvæð tilfinning til áhrifa í samfélaginu, eikur hann sameiginlega vitund.
Kærleikurinn er óháður gæðastöðlum, án allra fyrirvara, mótsagna eða stóryrða, hann verður ekki mældur. Leið kærleikans er fyrirgefning, viljinn til að láta af skilyrðum fortíðarinnar og hætta að líta á skoðanir annarra sem óásættanlegar.
Ást eins og hún er túlkuð í fjölmiðlum auglýsingasamfélagsins....er ekki sá kærleikur sem hér er átt við.
Sú ást sem þar er vísað til lýsir oftast örvandi tilfinningaástandi, í bland við líkamlegt aðdráttarafl, yfirráða, fíknar, kynörvunar og nýjabrums.
Sá kærleikur er oftast viðkvæmur, flöktandi og fölnar fljótt í faðmi hinna ýmsu skilyrða.
Þegar á bjátar lætur sú ást oft ljós undirliggjandi reiði og ánauð sem falin hefur verið á bak við grímuna.
Ást sem auðveldlega getur snúist í hatur er meira byggð á fíkn eða vanabindandi tilfinningasemi fremur en sönnum kærleika.
Sennilega var aldrei raunveruleg ást í slíkum samskiptum, því hatur lyktar af særðu stolti en ekki kærleika.
Sú ást sem hér er vitnað til er viðvarandi tilverustig þar sem fyrirgefning, alúð og samhjálp er leiðin til að tengjast heiminum.
Kærleikurinn er ekki vitsmunalegur og verður því hvorki menntaðu né mældur. Kærleikurinn á bústað sinn í hjartanu. Hann hefur getuna til að örva sálir og laða fram það besta vegna síns hreina tilgangs.
Þegar óttinn er ráðandi er egóið við völd, oftast tengt framtíðar hugsýn eigin afkomu.
Undanfarin árhundruð hefur óttinn, undir rós, verið talinn fyrirhyggja, skynsemin sem hefur þróast með mannkyninu og hefur komið því á þann stað sem það er dag. Þeir hæfustu komast af.
Þegar athyglin er á óttanum, mun ótakmörkuð óttauppspretta veraldarinnar fóðra hann. Óttinn takmarkar framför persónuleikans og fjötrar.
Óttinn er eðlileg tilfinning, en sem langvarandi lífsmunstur, er hann lamandi. Raunsær ótti (s.s. varúð) sem þjónar þeim tilgangi að komast af á t.d. lítið skylt við það hugarvíl sem orsakar andleg vandamál.
Félagslega þóknanlegur ótti er samþykktur sem eðlilegt lífsmynstur. Undirstaða gangverks óttans á sinn dýrslega uppruna í eðlinu við að komast af, sem innbyggt er í manns heilann.
Að losna frá neikvæðum tilfinningum óttans er líkt og að vinna sig frá öðrum neikvæðum viðhorfum eða ástandi. Aðferðin er að leyfa óttanum að koma óheftum fram og vinna með hverja birtingarmynd fyrir sig.
Einföld tækni er t.d. "Og hvað þá?" Með þeirri aðferð eru ótta ástæðurnar einangraðar með afleiðingum þess sem óttast er að kunni að gerast.
Sem dæmi: "Ég er hræddur um að ég muni missa vinnuna." "Og hvað þá?" "Þá mun ég ekki hafa neina peninga." "Og hvað þá?" "Þá munum við missa húsið." "Og hvað þá?" "Þá munum við ekki eiga neitt heimili lengur," "Og hvað þá?" "Þá munum við sennilega ekki heldur eiga peninga fyrir mat, við gætum soltið." "Og hvað þá?" "Þá munum við verða veik og deyja."
Hver afleiðing óttans er þannig einangruð með annarri þangað til að framrás óttans líkur, eins og alltaf, með líkamlegum dauða. Athyglisvert er að "nálægð dauðans" er sú reynsla sem kemst næst því að útrýma óttanum við dauðann.
Næstum allar félagslegar, sálfræðilegar og líkamlegar óttaafleiðingar eru ómeðvitað einungis ítarlegar útskýringar á óttanum við dauðann, þar sem þær allar eiga uppruna sinn. Það gæti samt tekið mínútur, eða klukkustundir, daga, eða jafnvel lengri tíma að fara í gegnum allar skelfingarnar.
Að endingu, þegar dauðinn hefur verið samþykktur og afhentur Guði, mun broddur óttans missa bitið. Friður getur orðið afleiðing uppgjafar fyrir þeim óhjákvæmileika lífsins sem dauðinn er. Allur ótti er því afurð þess hluta sjálfsins sem tekur mið af því efnislega.
Hérna er svo linkur á textan hugljúfan og ómengaðann.
http://www.youtube.com/watch?v=30CHKn6wYoE
Magnús Sigurðsson, 20.9.2011 kl. 18:34
Þakka fyrir þetta Magnús.Ég alveg steinféll fyrir þessum David Hawkins og mun klárlega una mér vel við góðar stundir með honum :)
Það hefur mér sýnst ,allstaðar í heiminum séu heimspeki eða rtúarkerfi sem hafa sem grundvöll það að öflin í heiminum eru tvö.Og þannig er því einnig varið í því dularfulla orkufyrirbrigði sem bið köllum rafmagn.Ef annan pólinn vantar er allt dautt og ekkert gerist.
Það er dálítið skemmtileg pæling það sem þú segir um það hvað Matta aðferðin sé tímafrek.Málið er held eg að hún er tilraun til að flýta ferli sem þegar er komið í gang En eins og meistari Megas segir þá verður maður víst alltaf allavega að bíða eftir sjálfum sér .Og það getur tekið tíma skal eg segja þér.
Óttinn kemur frá Egoinu en aldrei frá hjartanu.Ást sem kemur frá Egoinu er ótti í dulargerfi og endist jafn lengi og eitthvað er "eftir í flöskunni"
Set hér smá góðgæti í restina frá honum David
http://www.youtube.com/watch?v=_DAtMAmrwMk&NR=1
Bæ the wei...eg sit hérna heima á skerinu og hlusta á að það er verið að útvarpa frá geistlegri ráðstefnu sem haldin er á vegum ráðamanna hér.
Hún heitir víst "Valdið til fólsins " eða eitthvað svoleiðis.Hvernig líst þér á ?
Finnst þér þú ekki vera að missa af einhverju ?
Sólrún (IP-tala skráð) 20.9.2011 kl. 21:35
Gaman til þess að vita að þér líkar David R Hawkins Sólrún, þegar fólk er komið á aldurinn hans Hawkins hefur það enga þörf fyrir að sýnast lengur þess vegna má alltaf nálgast það besta um sannleika lífsins hjá þeim sem aldnir eru og svo náttúrulega hjá blessuðum börnunum.
Þú ert alveg með þetta varðandi tímann og fjandans óþolinmæðina og eins og þú ert svo snjöll í þá teiknarðu þetta upp þannig að það steinliggur fyrir framan nefið á manni. Eins og Megas sagði; þá verður maður allaveganna að bíða eftir sjálfum sér og ekki er hún síðri samlíkingin varðandi egóið og ástina meðan eitthvað er eftir í flöskunni.
Ekki lýst mér á ráðstefnuna "valdið til fólksins" ef hún er á vegum ráðamanna, havða halda þau að þau séu? Þetta er meira og minna hyski sem væri komið af framfæri þjóðarinnar ef það ætlaði sér ekki að ríghalda í eftirlaunin.
Ef menn vilja einhverju ráða um eigið líf þá ætti fólk að sniðganga svona uppá komur og taka sér blessuð börnin til fyrirmyndar sem myndu aldrei halda athygli í eina mínútu undir svona bulli.
Það minnir mig á að það var einmitt þessi lexía Hawkins sem fékk mig til að íhuga hann gaumgæfilega, því það var eitthvað í henni sem minnti mig á hann afa minn og svo sjálfan mig í algleymi bernskunnar.
http://www.youtube.com/watch?v=5vxwwVk2AVs
Magnús Sigurðsson, 21.9.2011 kl. 17:42
Sæll Magnús og takk fyrir góð orð til mín eg er expert í óþplinmæði frá fæðingu.
Ráðstefnan sem eg minntist á var reyndar kynnt sem "Valdið til fÓlsins " og voru það trúlega einhver mistök að koma þannig srax að því sem að baki bjó raunverulega.
Eg er búin að vera að horfa á David og finnst hann vera algert undur.Og hann er ekki hræddur að tala um Guð og trúna sem margir gúrúar þora ekki að minnast áaf ótta við að vera ekki "kúl" og "in"....
Þú ert einstaklega fundvís á allskonar skemmtilegt myndefni á netinu og hefur mér oft verið skemmt við að njóta góðs af því..:)
Sólrún (IP-tala skráð) 21.9.2011 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.