24.9.2011 | 08:36
Starálfar.
Jæja, það er bara svona. Í nótt áttu íbúar N-Ítalíu að halda sig innan dyra til öryggs en í dag veit NASA sem gaf út aðvörunina ekki hvort dótið lenti í Kanada, Afríku, Kyrrahafinu, Indlandshafinu eða Atlantshafinu.
En vísindaálfarnir á þessari stofnun geta sagt okkur hvaða hitastig er á öðrum hnöttum, jafnvel öðrum sólkerfu þó þeir geti ekki með nokkru móti gert sér grein fyrir í hvar á jörðinni dótið þeirra lendir.
![]() |
Gervitunglið lent |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er óskiljanlegt hvers vegna þér er svona illa við vísindi/vísindamenn/menntun/þekkingu... Var einhver vondur við þig í skóla, féllstu á öllum prófum;
Það vekur furðu, líklegra allra sem lesa bloggið þitt, að þú nýtir þér tölvutækni og annað, já og farir til læknis; Hvers vegna heggur þú ekki bloggið í stein, hvers vegna býrðu ekki í helli.
Why
DoctorE (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 11:14
mikid skelvig ert tu nu vitlaus DoctorE sastu faersluna firir nedan
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 11:29
DoctorE, mér er ekki illa mið vísindi. Þau vísindi sem þú ert að höfða til flokkast undir heilaþvott og áróður. Það má segja að opinberar stofnanir á við NASA, raðgjaldþrota fjölmiðla og háskóla hafi tekið sig saman um að ganga lengra en hægt er í að hafa fólk að fíflum.
Helgi bendir réttilega á að í færslunni hérá undan er gerð grein fyrir tilganginum með því að fífla fólk. Það er ágætlega við hæfi að benda á það um leið og vísindaálfarnir hafa komist á snoður um að fiseindir fara hraðar en ljósið. En það sem fer hraðast er hugsunin sem býr í hverjum manni en það passa þeir sig vandlega á að viðurkenna ekki því þar með myndi vald sjónhverfingarinnar falla.
Magnús Sigurðsson, 24.9.2011 kl. 11:40
Það er eitt fylgjast með himintunglum en annað að fylgjast með litlum hlut (á stærð við rútu) sem ferðast um á 28000 km hraða á klukkustund og þá sérstaklega þar sem ekki er hægt að spá fyrir hvort og hversu marga hluti gervitunglið mun brotna í.
Einnig varð skyndileg aukning á hraða gervitunglsins vegna aukinna geislunnar frá sólinni. En aukin geislun varð til þess að andrúmsloft jarðar stækkaði og mótstaða jókst og gervitunglið tók að falla hraðar niður ávið.
Í svona dæmi eru svo rosalega margar breytur á meðan mælingar á t.d hitastigi annara hnatta eru ekki háðar jafn mörgum breytum
Stefán Orri (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 15:45
Stefán Orri; þú ert nokkhvern vegin að lýsa því sama og ég, starálfarni hjá NASA hafa litla glóru um hvað gerist ef forsendurnar passa ekki í reiknilíkanið þeirra. Þeir eru ekki einusinni búnir á finna gripinn ennþá samkvæmt nýustu fréttum.
Þess vegna er aðvörunin sem gefin var út á N-Ítalíu, samkvæmt þeirra útreikningum og sagt var frá í vísindaþætti mbl, eins og álfur út úr hól þar sem ..."Íbúar Norður-Ítalíu eru hvattir til að halda sig innandyra í nótt til öryggis ef brak úr bandaríska gervihnettinum fellur á svæðinu. Íbúar fjölbýlishúsa eru einnig hvattir til að halda sig á neðri hæðum, nærri burðarveggjum." Það er náttúrulega spurning hvort einhver var hafður að fífli þarna.
Hvort þeir hafa áreiðanlegri forrit til að vita hitastigið á hnöttum í öðrum sólkerfum treysti ég mér ekki til að dæma um, en mér kæmi ekki á óvart að það forrit byggði á 2+2=4 formúlunni sem er álíka heilög og flatneskja jarðar var í denn hjá blessuðum vísindasamfélaginu.
En ég má til með að benda DoctorE og öllum vísindaaðdáendum á trailer um mynd sem kemur út 11.11.11. sem ég var með í fyrri færslu. Þar sýnist mér vera sett fram vísindi án fordóma 2+2=4 reiknilíkananna sem virðast oft á tíðum ekki ganga upp nema í playstation.
http://www.youtube.com/watch?v=OibqdwHyZxk&feature=player_embedded
Magnús Sigurðsson, 24.9.2011 kl. 17:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.