1.10.2011 | 10:53
Hyskið út úr húsum þjóðarinnar!
Það eru til kynslóðir sem hafa lagt sig fram í öllu til að geta búið á Íslandi. Þrátt fyrir vilja og ómælda vinnu hefur fjórflokkurinn ásamt sinni verðtryggðu glæpastarfsemi, hirt því sem næst allt af þeim sem eru fæddir 1960-1975. Þessar kynslóðir, hafa horft uppá verðbólguna éta upp þeirra eignir hvað eftir annað. Við myntbreytinguna 1980-1981 fylgdi óðaverðbólga uppá 150%, sem gerði fólk að öreygum á örskots stund. Verðtryggingin sá til þess. Aftur 1991-1993, og aftur voru sömu fjölskyldur sviptir því sem þær voru búnar að leggja til í íbúðarkaupum. Verðtryggingin sá til þess. Enn og aftur var þessi kynslóð rænd í hruninu 2008 sem gengur endanlega frá viljanum hjá mörgum til að búa lengur á Íslandi. Verðtryggingin sér til þess.
Það getur enginn á Íslandi gert fjárhagsáætlun eða framtíðaráætlanir, vegna þess að þeim er rústað á einu augnabliki með vanhugsuðum og verðtryggðum ákvörðunum ráðamanna. Allt sem hér hefur skeð, hefur verið varað við margsinnis. En allt kemur fyrir ekki, ráðamenn þessa lands, hlusta ekki, jafnvel þó eggjaskurnið hafi verið hamrað úr eyrunum á þeim, er svo komið að í dag að þjóðin hefur hvorki efni á helferðarhyskinu, né náhirðinni sem breytti leikreglunum með neyðarlögum á einni nóttu til að koma afrakstri kúlulánanna sinna inn á verðtryggt öryggi, sem situr nú með drulluna upp á bak á launskrá þjóðarinnar afskrifandi af sjálfu sér og marg samþkkjandi að þjóðin ábyrgist icesave. Það eru einfaldlega að verða of fá merki um að ungt fólk hafi áhuga á því að byggja þetta land. Umhverfið er slíkt að það spyr; til hvers eigum við að eyða okkar bestu árum í því að tryggja eftirlaunarétt og hlunnindi fyrir þetta hyski sem ekkert hefur gert til að verðskulda það?
Ég er einn af þeirri kynslóð sem hefur látið spila með mig út í það óendanlega til að geta búið á ástkæra og ylhýra ættlandinu. Núna eftir að vera kominn á sextugsaldurinn hef ég í þrígang séð á eftir ævisparnaði mínum og rúmlega það. Eftir að hafa verið á vinnumarkaði frá 16 ára aldri, lengst af í eigin rekstri, er ég kominn á vergang í Noregi svo ég geti sent peninga heim til fjölskyldu og skulda.
Væri mér nær að líta í eigin barm yfir því hvernig er komið? Hvað með offjárfestinguna, flatskjái og annað bruðl?
Því er til að svara að íbúð fjölskyldunnar er 90 fermetra blokkaríbúð sem taldist í 50% eign við hrunið, þá miða ég við kaupverð 2004 en ekki þá 40-50% hækkun þegar verðið fór hæst. Þar fyrir utan er íbúð í raðhúsi á mínu nafni sem ég keypti 2007 til að gera upp og sem verkefnauppfyllinu fyrir reksturinn minn. Heimilisbíllinn er 13 ára, krakkarnir muna varla eftir öðrum. Það þarf ekki að hafa mörg orð um eignastöðuna í dag samkvæmt skattframtali þá er hún nánast núll. Þá eru ekki meðtaldar persónulegar ábyrgðir vegna atvinnurekstrar sem var í byggingariðnaði og varð að engu við hrunið vegna gjaldþrota þriggja stærstu viðskiptavina.
Í byrjun september fór ég heim til Íslands í tveggja vikna frí eftir rúmlega þiggja mánaða úthald í Noregi. Þar reyndi ég að ná samkomulagi við bankann minn vegna persónulegra ábyrgða í atvinnurekstri sem var með 12 manns í vinnu þegar mest var. Ég leitaði eftir að ábyrgðir sem heimili fjölskyldunnar er í veði fyrir væru látnar niður falla gegnt því að ég greiddi helming skuldarinnar. Þetta gæti verið ca sú upphæð sem ég næði að skrapa saman með því að eiða einu ári hér í Noregi í úthaldsvinnu og með því að éta ca eina til tvær dósir af bökuðum baunum á dag auk þess að lauma í mig nokkrum hafragrjónum á morgnanna. Þess má geta að þetta er banki sem lék eitt aðalhlutverkið í falli Íslands, banki sem helferðarhyskið hefur nú fært óþekktum vogunarsjóðum að fórnargjöf ásamt skuldugum viðskiptavinum.
Til þess að þetta verði tekið til skoðunar, af bankanum sem engin veit hver á lengur, þurfti ég að leggja fram skattaskýrslur þriggja ára, launaseðla þessa árs, ársreikninga fyrirtækisins s.l. þrjú ár, aðgang að bankareikningum auk þess þarf konan að leggja fram sína launaseðla og bankareikninga. Tek það fram, svo því sé haldið til haga að ég nota skó nr. 43, sem bíða endurnýjunar.
Þegar ég var að útvega gögn og annað í þessari Íslandsdvöl spjallaði ég við marga kunningja um þessar væntingar mínar. Þeir sögðu flestir þú getur gleymt þessu það verður ekkert afskrifað, það er bara 110% leiðin sem er í boði. Ég sagðist hafa gert þau reginmistök í gróðærinu sem maður í atvinnurekstri með hundraðmilljóna veltu að hafa hvorki byggt mér 250 m2 einbýlishús né keypt Range Rover til að leggja í hlaðið, hvað þá nýjan Benz handa konunni eða tekið kúlulán til að eignast hlutbréf í bönkunum til að erfa börnin af, þar af leiðandi passaði ég ekki inn í 110% leiðina.
Þrír kunningjar höfðu reynt að fara 110% leiðina. Tveir af þeim höfðu glansað í gegn þeir byggðu báðir 2-300 m2 einbýlishús í gróðærinu, þeir sögðu að þeir hefðu mátt til að sækja um 110% áður en jepparnir sem þeir keyptu í hlaðið lentu á þeirra nöfn því það hefði verið komið að lokagreiðslum til Lýsingar. Það eina sem þeir voru hugsi yfir var hvort rétt væri að skrá jeppana á krakkana svo að þeir ættu möguleika á umferð tvö í 110. Sá þriðji sem reyndar keypti litla blokkaríbúð ásamt sambýliskonu þegar íbúðarverð var uppsprengt fékk enga 110% leiðréttingu. Hann uppfyllti öll skilyrði, en var bent á að á hann væri skráð Toyota Yaris bifreið og hana skildu þau hjónaleysin selja áður en að væri farið að væla um afskriftir. Já aulinn sá hann ætti að fara í fjármálaráðgjöf áður en hann lætur sér detta svona vitleysa í hug aftur.
Nei hjá helferðarhyskinu koma almennar leiðréttingar ekki til greina. Vonandi verður í framtíðinni hægt að óska þeim til hamingju sem pössuðu 110%, með að hafa bjagað því sem bjargað varð, þó svo að hingað til hafi 110% verðtryggð skuld með íslenskum vöxtum verið ávísun á gjaldþrot á stjarnfræðilegum hraða. En það má þá bara reyna aftur að fá 110%, eða þá bara gengur einhvern veginn betur næst.
Eitt er að brjótast um kollinum á mér, hvort það gæti verið rétt fyrir íslenskan lúser að setjast að í Noregi, frekar en að bíða eftir að það komi að honum í 110% röðinni á þrælaeyju hyskisins.
Eggjum kastað í þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mikið djöfulli er þetta rétt hjá þér. Er búin að fara sama hringin og þú, misst allt 3svar og vinn núna í Frakklandi. Það sem bjargar þessu hyski niður á austurvelli er að 15.000 manns hafa flutt burt og fólkið sem eftir situr hefur ekki kjark né þor til að gera eitthvað.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 11:00
Sigurður, fólkið sem flutti á brott hafði augsýnilega heldur ekki kjark né þor til að gera neitt.
Að öðru leyti er ég sammála.
Vendetta, 1.10.2011 kl. 11:04
Það þarf bæði þor og þörf til vera og fara. Ég hef fulla trú á að Íslendingar eigi eftir að bera óværuna út, í dag get ég aðeins verið með fólkinu á Austurvelli í huganum.
Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 11:28
Magnús - Ég var fimmtugur þegar við hjónin fluttum. Þú ert kominn til Noregs. Seldu verðlausa draslið á þjófaeyjunni og festu rætur í nýja landinu. Það verður þín hamingja. Það er heilbryggt efnahagslíf þar, en það tekur dálítinn tíma að átta sig á því, þegar maður flytur frá fávitasamfélagi, þar sem engin botnar neitt í neinu og allir svíkja alla. Vandetta - Við hjónin tölum um það í hverjum mánuði, hvað við vorum gáfuð og höfðum ÞOR og KJARK að flytja undan glæpalýðnum sem var að stela undan okkur eignunum fyrir 22 árum síðan. Að vakna á hverjum morgni í 22 ár og vita að maður er ekki á Íslandi, er sæla.
Hver á að blessa Ísland? Stalín er dauður.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 11:49
Sæll Nafni
hverju Orði sannara
Ég hlustaði bæði á Ólaf Ragnar og Freðkven þingforseta og við orð hennar varð mér flökurt
Guð blessi Ísland
Magnús Ágústsson, 1.10.2011 kl. 12:02
V.Jóhannson ég trúi því að þú hafir ekki þurft að sjá eftir þessai 22 ára gömlu ákvörðun ykkar hjóna, en mikið sakna ég landsins míns þó að mánuðurnir í fjarvist séu ekki margir og dvölin hér í Noregi sé hjá góðu fólki. Það er bara þetta með hlevítis hyskið sem ætlar engan enda að taka á Íslandi.
Nafni, Ólafur kann að höfða til fóksins ekki síður en forsetafrúin. Guð blessi Ísland.
Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 12:23
Heill og sæll Magnús; sem og aðrir gestir, þínir !
Vendetta !
Rangt; hjá þér. Fólkið kýs; að fara, sem ekki vill taka þátt í, að leggja stjórnmála viðrinin að velli - nema; með réttmætri valdbeitingu, sem það hefir eðlilega ekki biðlund, til.
Þú mjálmar upp; Helvítis þvaðrið, í Jóni Val Jenssyni, einka vini þínum, dreng tetur, og annarra, honum áþekkum, augljóslega.
Með beztu kveðjum; sem jafnan /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 12:31
Fögur er hlíðin. Hún blasir reyndar við mér þar sem ég bý, og ég mun ekki setjast í hnakk til að koma mér af skerinu.
Ég á nefnilega eftir að glotta yfir því hversu margir stjórnmálamenn og bankarar eiga eftir að leka niður í skolprörin á meðan ég held bara áfram með mitt daglega líf.
Jón Logi (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 12:54
Jón Logi, megi gæfan verða þér hliðholl,
Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 13:05
Hyskið fór úr húsum þjóðarinnar að mestu þegar Davíð var sparkað úr Seðlabankanum. Það var þá sem Guð blessaði Ísland.
Einhver reytingur af hyski er þarna ennþá, en við spörkum þeim í næstu kosningum.
Ó nei! (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:38
Ó nei, ertu ekki að gleyma helferðarhyskinu?
Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 14:44
Tel það til reytingsins sem við spörkum í næstu kosningum. Þá kemur heilagur andi yfir þjóðina.
Ó nei! (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 14:47
Óskar Helgi, ég ætla að biðja þig um að sýna kurteisi þegar þú ávarpar mig. Og hætta að vera með dónaskap við mig.
Ég hef sjálfur flutt alfarið úr þremur löndum á minni ævi og þurft að byrja alveg upp á nýtt í hvert skipti, og ég veit hvað það er erfitt. Þú þekkir hvorki mig né fjölskyldu mína og átt þess vegna ekkert með að vera að hnýta í mig.
Vendetta, 1.10.2011 kl. 16:15
Það er sammerkt með öllum þeim leiðum sem nefndar hafa verið til að bjarga skuldsettum heimilum að engin þeirra er sanngjörn gagnvart öllum og hitt að þeir glannalegast fóru fá mest. Það er stóri gallinn.
Þetta sem þú segir Magnús um kunningja þína þrjá er svo lýsandi fyrir allar þær leiðir sem nefndar hafa verið.
Æskuvinur minn einn, harðduglegur náungi, bjó með konu og börnum í nánast skuldlausri 3ja herbergja íbúð fyrir meira en 20 árum. Íbúðin allt of lítil og hann ræðst í að byggja sér einbýlishús.
Hann var ekki búinn að safna neinu í sjóð enda hefur að verið lenska hér að eyða fyrst og safna svo. Leyfar frá þeirri tíð þegar öllu var stolið af sparifjáreigendum sem þeir lögðu til hliðar. Tíð sem sumir vilja taka aftur upp með afnámi verðtryggingar sparifjár.
Til að greiða lóðina þarf hann því að selja íbúðina sem hann gerir og hefur framkvæmdir við húsið. Með elju og dugnaði kemur hann húsinu upp og þau flytja inn þótt óklárað sé húsið og óíbúðarhæft miðað við kröfurnar 2007. Þótt hann hafi lagt ómældar vinnustundir í húsið þurfti ýmislegt að kaupa og íbúðin hrökk þar skammt svo lán þurfti að taka. Þegar þau voru búin að búa í húsinu í 2-3 ár lækkar hann í tekjum og hann ræður ekki við að borga af lánunum og reka heimilið svo hann selur. Hann greiðir upp lánin sem tekin voru vegna framkvæmdanna með söluandvirði hússins en það stóð á endum að þegar síðasta lánið var greitt var ekkert eftir.
Íbúðin sem hann átti nær skuldlausa var horfinn en engum datt í hug að lyfta litla putta til að hjálpa þessari fjölskyldu. Hann reysti sér hurðarás um öxl viða að vilja búa í einbýli og honum var bara nær. Það er dýrt að búa í einbýli eða dýru húsnæði og ekki á allra færi.
Eins og kerfið er núna er helst verið að hjálpa því fólki sem fór heldur geyst og keypti á 90 -100 % lánum. Þeir sem vildu fara "skynsamlega" og keyptu sér ekki stærri íbúð en svo að þeir gátu fjármagnað 30 - 40% sjálfir eiga bara að sitja uppi með það allt þeirra framlag er hirt af þeim bótalaust meðan hinir fá milljónir niðurfelldar.
Engin þeirra leiða sem nefndar hafa verið koma í veg fyrir þetta óréttlæti.
Landfari, 1.10.2011 kl. 16:52
Komið þið sælir; að nýju !
Vendetta !
Hér með; vil ég biðja þig, opinberlega; afsökunar á, að hafa vanvirt þig, að ósekju, ágæti drengur.
Við nánari athugun; er ekki réttmætt af mér, að hengja afstöðu mína, til Jóns Vals Jenssonar, á þinn klakk, að óverðugu - og þér; óviðkomandi.
Með; hinum sömu kveðjum - sem öðrum, fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 17:45
Landfari þakka þér fyrir deila þessari reynslusögu æskuvinar þíns. Þessi 110% aðferð sem notuð er sem skjól við að ræna þau heimili um eðlilega leiðréttingu sem varlega hafa farið í húsnæðiskaupum er vitfirring.
Sú aðferð sem kom fram hjá Hagsmunasamtökum heimilanna strax við hrun er það sem kemst næst sanngirni þ.e. almennar leiðréttingar þar sem höfuðstóll verðtryggðra lána væri færður til 01.01.08 og bundinn vísitölu sem gerði ráð fyrir efri mörkum vrðbólgumarkmiða SÍ, eða 4% verðbólgu á ári.
Síðan hefði verið hægt að bjóða þeim sem vildu 110% vitfirringuna eða það sem ennþá sanngjarnara hefði verið aðskila lyklunum af húsnæði sínu og losna þar með við skuldir þess vegna algjörs forsendubrests sem verður að skrifast alfarið á glæpi banka og stjórnmálamanna.
Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 18:34
Takk fyrir góðan og þarfan pistil þinn Magnús.
Til hvers er allt okkar puð eftir puð eftir puð?
Af hverju fá menn ekki eins og þeir sá, með öllu sínu puði og fá svo bara að vera í friði?
Nei, allt skal háð einhverjum duttlungum og pennastrikum "velferðar"hyskis og helferðarhyskis.
Engan geri ég greinarmun á atvinnu-góðmennum og alvöru and-skotum. Hræsnin er verst.
Niður með þessa forsjárhyggju and-skotans, sem þrífst undir pilsfaldi sjálfumgóðrar
ríkis-aumingja-gæskunnar. Betur treysti ég frjálsum manni að díla við,
en 4-flokks-hirð-fíflum sem krota sín pennastrik, lögleg? ... en siðlaus í stíl vald-hrokans.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 20:28
Hverju orði sannara Maggi! Í blöðin með þennan góða pistil. Hann á fullt erindi þangað.
Margrét Kristín Sigbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 21:16
Magnús, hvers á gamal fólkið að gjalda ef lífeyririnn þeirra er skertur á einu bretti um 33%. Það er það sem gerist ef verðlag hækkar um 50% eins og gerðist 2008 og lífeyrirnn er óverðbættur. Ekki getur það bætt við sig vinnu til að vega upp skerðinguna og ekki er það ofalið af þeim krónum sem það fær frá Tryggingastofnun. Auðvitað eru ellilífeyrisþegar misjafnlega staddir fjárhagslega og annað fólk. Sumir vaða í seðlum meðan aðrir skrimta en upp til hópa held ég að þeir séu nú ekkert of vel haldnir.
Lífeyrissjóirnir geta ekki bæði gefið eftir verðtryggingu á íbúðalánum og haldið henni á líferisjóðsgreiðslum, það segir sig náttúrulega sjálft.
Einsog ég sagði áðan þá er engin einföld lausn á þessu vandamáli í sjónmáli.
Landfari, 1.10.2011 kl. 21:29
Landfari, til þess að tefla lífeyris málum sem rökum gegn leiðréttingu á glæpastarfsemi sem hefur rænt eignarhlut heimila landsins jafnt sem sparnaði fólksins, þarf maður að vera pikkfastur í vitfirringunni.
Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú ert að tala? Það eina sem ég get ráðlagt þér, sem hugsandi manni, er að hefja óháða athugun á því hvernig fjármálastarfsemi dagsins í dag fer fram ef þú virkilega trúir í hjarta þínu að þetta snúist um gamla fólkið vs heimilin.
Þú gætir t.d. byrjað á að kynna þér efnið hér www.vald.org
Magnús Sigurðsson, 1.10.2011 kl. 21:49
Sæll Magnús
eins og þú veist þá þekki eg ekki neitt til þinna mála og hef hvorki séð þig né heyrt nema hér á blogginu
.Þegar eg las hugleiðingar þínar áðan um þann möguleika að flytja út
þá flaug srax upp í hugann hvort að það væri ekki beinlínis tækifæri
fyrir börnin hjá ykkur að fá að kynnast einhverju öðru
en þessu pestarlofti hér ,á sínum mótunarárum .
..það eru svo margar hliðar á svona málum..
Það er nú ekki löng leiðin heim til að koma inn í sumarið hér og ykkur yrði alveg örugglega tekið fagnandi.
Vinkona mín býr úti í Kaupmannahöfn og þau skipta á íbúðum við vinafólk hér yfir sumsrið...
Það er skiljanlegt að sakna landsins og norðaustan brælan tekur á sig hugljúfan blæí endurminningunni...:) Bra datt allt í einu inn í þessa pælingu..Sólrún (IP-tala skráð) 1.10.2011 kl. 23:07
Sólrún: Þegar ég á endanum flyt til útlanda, þá mun ég hvorki sakna norðanstinningsins, kuldans né rigningarinnar.
Vendetta, 1.10.2011 kl. 23:12
Ég var nú rændir mínum sparnaði áður en verðtryggingin kom til sögunnar. Eftir að vertryggingin kom til var fyrst hægt að leggja fyrir kaupa hluti án þess að skuldsetja sig. Verðtryggingin hefur gert miklu meira gagn en ógan síðan hún kom til. Það er ekki vertryggingunni að kenna að húsnæði rauk upp í verði langt umfram byggingakostnað.
Það er sama hvort þú kaupir gull olíu eða steinsteypu, ef þú kaupir þegar verðið er hátt og selur þegar verðið er lágt þá tapar þú. Það mátti öllum hugsandi mönnum vera ljóst að hækkun húsnæðis um 100% meðan byggingavísitala hækkaði um 30% var eitthvað sem hlaut að taka enda.
Það er ekkert samasem merki á milli verðtryggðra viðskipta og glæpastarfsemi. Hinsvegar hafa vextir ofan á verðtryggða lánasamninga verið glæapsamlega háir og ættu ekki að þurfa að vera meira en 1 - 1,5% á vel tryggðum lánum. Allt fyrir ofan 5% er hreint okur.
Það eru allt of margir hér sem hafa fundið nýjan óvin (núna þegar Davíð er frá) í verðtryggingunni. Það er ekkert sem getur sameinað eins marga með mismunandi vandamál og sameiginlegur óvinur.
Orsakir þessa skelfilega ástands sem nú er allt of almennt hér er af mörgum mismunandi ástæðum. Ef allir væru ríkir væri ástandið ekki svona og því full ástæða til að berjast gegn fátækt. Ef ekki væri verðtrygging væri vandamálið ekki leyst. Það væri bara annars staðar en það er núna.
Íslendingar hafa verið allt of uppteknir við að eyða og sýnt því lítinnáhuga að spara. Að hluta til er þetta arfleið frá þeim tíma þegar öllum sparnaði fólks var rænt af þeim sem ekki greiddu til baka þau verðmæti sem þeim voru fengin til varðveislu. Það er samt ekki einleikinn andskoti, fyrirgefið orðbragðið, að á sama tíma og kaupmáttur launa er hvað hæstur í sögunni eru skuldir heimilanna að stóraukast. Það eru engin geimvísindi að sjá að það gengur ekki upp og hlýtur hafa afleiðingar.
Núna þegar enginn vill taka lán (öfugt við það sem áður var) sjáum við áhrifin. Bankarnir eru farnir að bjóða lán á viðunandi kjörum og óverðtryggt á föstum vöxtum, tiltölulega lágum, til 5 ára. Þetta var óhugsandi fyrir fáum árum þegar fólk stökk á lán á allt að 10% + verðtr. Af hverju hefðu þeir líka átt að gera það þegar nóg eftirspurn var á okurlánunum.
Það hefur örugglega einhverjum fundist það hálfgerð glæpastarfsemi hjá þér Magnús að selja hús eða íbúð sem þú kaupir á einhverjar x krónur og verð síðan annari eins upphæði í endurbætur en selur á þreföldu kaupverði eða því sem næst. Aðrir kalla það bara góðan "bissniss". Nú er ég ekki að segja að þú hafir náð góðri sölu á þeim húsum sem þú kannt að hafa lagfært fyrir sölu. En eins og þú segir söguna hljómar það reyndar svolítið eins og skattaundanskot að raðhúsið sé á þínu nafni en fyrirtækið þitt sjái um endurbæturnar. En það kemur nú þessu máli reyndar ekki við.
Landfari, 1.10.2011 kl. 23:56
Hæ Vendetta eg hef oft kíkt á það sem þú hefur skrifað og séð þar margt athyglisvert og fróðlegt og að þú hefur magt séð og víða verið.Eg er aftur á móti alger heimalingur en hef gaman af að fræðast um hvernig hlutirnir virka á mismunandi stöðum.Eg geri mér ekki grein fyrir hvernig væri að flytja til annars lands og það er vafalaust undir hvejum og einum komið.Að eiga ekki leið til baka hekd eg samt að væri erfitt,Jafnvel þó hún yrði aldrei notuð.
Málið er held eg þó að það er aldrei nein leið til baka hvort sem við búum hér eða þar
landið sem var hér í gær er ekki til í dag....
Sólrún (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 00:22
Sólrún, eins og ég skrifaði hér á undan, þá hef ég flutt úr landi þrisvar (úr mismunandi löndum) og mun gera það í fjórða skiptið. Það er auðvelt ef það bíður atvinna eftir manni (eins og skurðlæknum og sumum öðrum sem flytjast til Noregs), það er auðvelt þegar fjárhagurinn er í lagi. En ég þurfti að byrja frá reit A (þ.e. atvinnu- og húsnæðisleit) í hvert skipti. Það er gífurlega erfitt (sérstaklega hin erfiða fjárhagslega staða), en mér tókst að vinna mig upp. Síðan er tungumálið kapítuli út af fyrir sig, því að skólaenskan/-danskan/-norskan/-þýzkan dugar ekki til. Það tekur tíma að ná því að tala og skilja.
Svo er annað, sem margir upplifa og það er menningaráfall (cultural shock). Nýir framandi siðir gera það stundum að verkum, að maður fer að sakna margra hluta eða siða í því landi sem maður flutti frá og þá verður maður neikvæður gagnvart þessum ákveðnu hlutum í nýja landinu. En eftir að hafa búið á Íslandi í annað sinn á ævinni og upplifað hvernig íslenzka þjóðfélagið hefur þróazt á versta veg, þá mun ég ekki upplifa menningaráfall næst þegar ég flyt, aðeins gleði og fögnuð.
Vendetta, 2.10.2011 kl. 01:51
Ég vil taka það fram, að ég hef engin tilfinningaleg bönd sem tengja mig við Ísland. Ég fer auðvitað þegar öll mín fjölskylda (kona og börn) eru tilbúin að fara.
Hins vegar hef ég stundum saknað íslenzka matarins, þegar ég hef búið í útlöndum, en ef það fæst jarðarberjaskyr í Noregi, þá er ég sáttur.
Vendetta, 2.10.2011 kl. 01:57
Landfari, ég verð eiginlega að byðja þig um að lesa þessa færslu aftur því eins og mig grunaði þá hefurðu litla hugmynd hvað þú ert að tala um þegar þú teflir henni gegn verðtryggðu réttlæti, þaðan af síður að finna það út að ég hafi makað krókinn á fasteignabraski sem gaf 100% ávöxtun eftir lestur hennar.
Ef það hefur ekki komist inn fyrir skelina á þér þá er verið að bjarga þeim núna 110% sem ætluðu sér þann hagnað án þess að hafa til þess burði, en hegna þeim sem fóru varlega.
Hvað bullið um verðtryggðan lífeyrir eldra fólks varðar. Þá ætla ég að benda þér á að þeir sem eiga svoleiðis sparnað bjóðast nú óverðtryggðar vaxtalausar sparisjóðsbækur sem hugsandi eldra fólk er farið að geyma annarstaðar en í bönkum verðtryggðu mafíunnar, vegna þess að einn angi hyskisins, sá sem Steingrímur stýrir er farinn að leggja á auðlegðarskatt sem hann hælir sér af geta kennt Obama að brúka í USA. Auk þess hefur fjárplógsmaðurinn sá hækkað erfðaskatt um 100%, hann hefur hækkað skatt á arðgreiðslur af atvinnurekstri og húsaleigu um 100%. Þetta er sú vertrygging sem snýr að venjulegu fólki auk hækkunnar húsnæðislán sem verður kominn í 100% áður en langt um líður, því sér verðtryggingin þín fyrir.
Ef þú vilt kynna þér verðtryggða lífeyrissjóði þá er ég ekki viss um að þú getir það með því að spyrja stjórnendur þeirra því að þeir eru ófánlegir til að gefa upp raunverulega stöðu þeirra. Þó halda þeir að þeir geti snúið það út úr heimilum landsins sem úr þeim hvarf í hruninu. Ó já, það var einhverra hluta vegna ekki verðtryggt.
Ég eins og aðrir er skyldaður með lögum á Íslandi að láta 12% tekna minna renna til þessara "verðtryggðu" fjárplógsstarfsemi. Ég greiddi í lífeyissjóð sem heitir Íslenski lífeyrissjóðurinn samkvæmt leið IV sem átti að vera fyrir 65 ára og eldri, tryggð með ríkiskuldabréfum fyrir þá sem ekki voru staddir þar í lífinu að rét væri að taka áhættu. Í desember 2008 fékk ég bréf um að þessi sjóður minn hefði rýrnað um rúm 30% vegna þeirra óhjákvæmilegu fjárfestinga sem sóðurinn hafði staðið fyrir, því miður fyrir mig hafði hann ekki keypt verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs, heldu skuldaréf frá Samson og Baugi.
Þú hefur kannski orðið var við tilkynninguna frá "Sérstökum" í síðustu viku, um að hann væri hættur rannsókn á þessum gjörðum stjórnenda sjóðsins enda hann kominn í hendur ríkissins í gegnum eignarhaldið á Landsbankanum, þar að auki hefði FME gefið gæðastimpil á bixið. Ég hef samt ekki ennþá fengið bréfið um að vegna verðtryggingar, sem íslenska ríkið hefur ákveðið sem lög til að vernda sparifjáreigendur, hafi mér verið bætt tapaðar lífeyrigreiðslur sem ég var skildaður til að láta af hendi rakna með lögum frá sama ríki.
Elsku kallinn minn, það að verðtryggingin verndi almenna sparifjáreygendur er history, hún er glæpastarfsemi í sinni tærustu mynd.
Magnús Sigurðsson, 2.10.2011 kl. 05:47
Sólrún, þakka þér ráðin þau eru heil að vanda. Þú ert ein sú manneskja hér á blogginu sem hefur sýnt hvað mesta víðsýni með opnum huga. Ég hef hreinlega fengið óteljandi púsl í lífgátuna miklu út frá athugasemdum þínum.
Þetta sem þú ráðleggur er einmitt það fyrsta sem konan mín sá þegar hún kom hingað til að skoða aðstæður. Það sem vefst fyrir er hversu fjölskyldan er stór, þó svo að börnin séu aðeins tvö ásamt tilvonandi tengdabörnum þá tilheyra fleiri einstaklingar sálarlífi fjölskyldunnar, þar má helst telja kettina Tiger og Ttrítlu, hundana Eros og Dimmu.
Þetta eru allt saman sálir sem tilheyra sem púsl í lífsgátunni miklu hjá minni fjölskyldu. Það er ekki bara það að N-austan þræsingsins og Austfjarðaþokunnar yrði saknað. Heldur gera íslensk lög og reglur um ferðalög þessara fjölskyldumeðlima það að verkum að tæplega yrði aftur snúið.
Vandetta, þú lýsir því vel hvað helst er við að glíma í nýj landi, enda hefurðu reynsluna og þú hittir naglann nákvæmlega á höfuðið þegar þú talar um það verður hver og einn að vera tilbúinn.
Norski maturinn er glettilega líkur þeim íslenska, má mæla með Norsku lambakjöti og jarðarberjaskyri eins er hreyndýrakjötið ágætt. Ég verð að viðurkenna að ég leit tvisvar í mjólkurkælirinn í Rema þegar ég sá að þar fæst Norskt skyr.
Hérna eru N-Norge er meir að segja gamall fjárstofn, sá sami og víkingarnir tóku með til Íslands í denn. Þannig lambs var ég aðnótandi að í veislu í Samatjaldi sem norskir vinir mínir buðu til í sumar.
Ég var settur í mikinn vanda og beðin um dóm sem yrði að hljóða upp á að originalinn hérna í Noregi væri betri en íslenska landnáms rollan. Ég sagði að þetta væri eitt best kjöt sem ég hefði nokkhverntíma smakkað enda eldamennskan áður óþekkt snilld, þetta væri bara ekki sambærilegt við íslenska lambið.
Magnús Sigurðsson, 2.10.2011 kl. 06:28
Ég skildi fyrir nokkrum árum,og asnaðist til að stækka við mig 2007 og keypti þá stóra íbúð í tvíbýli ásamt aldraðri móður minni,sem er heyrnalaus og komin á lífeyri.Ég vildi með því að komast í hús með bílskúr svölum og verönd garði og geymslum ásamt 4 svefnherbergjum,svo börn mín gætu verið með eigin herbergi hjá mér líka.
Ég fór í bankann minn vegna 110 draumsins og komst að því að þó minn eignar hluti sé ekki nema 11.000.000 virði og á hvílir 14 millur rúmlega get ég ekki fengið úrræðið,sú gamla skuldar ekki nógu mikið í sínum helming.Það er nefninlega farið eftir áhvílandi á eigninni samtals en ekki vegna skulda kennitölu minnar.
Ég hef unnið eins og síðueigandi og fleirri hér í umræðunni að meðaltali 55-60 stunda vinnuviku alla mína tíð,og fæddur 1966 á ekkert þó á mínu nafni sé hlutur minn í húsi bíll og mótorhjól(sem mér gengur ekkert að selja til að laga fjárhagsstöðuna)það eru svo fáir kaupendur á Íslandi í dag.Svo eiga þeir sem geta keypt örugglega flest flottari hjól en ég,en það er önnur saga.
Ég hef starf og ágætlega borgað líka,er að klára mikið af neysluskuldunum mínum frá því fyrir hrun,enda mokað stanslaust 70-80%teknanna í reikninga á mánuði í 3 ár.Og ég verð að viðurkenna að ég er orðinn rosa þreyttur á líkama og sál,ég er fráskilinn með stúlku 11 í sept og dreng 9 síðastliðinn sept líka.
Það er ekkert vit fyrir mig að vera hér á landi lengur,en ég get ekki hugsað mér að sjá börnin mín kannski ekki nema 2 á ári kannski 2 vikur og svo mánuð af sumri,umræðan og aðstæður eru svo misjafnar hjá okkur að það er óþarfi að kalla hvert annað gungur fyrir að rembast áfram og að við gerum ekkert.
Ég fór í gær á fundinn og ykkur að segja var þetta 1 fundurinn sem ég hef komist á,árin á undan var ég alltaf að vinna þegar okkar fólk bar fyrri ríkistjórn úr húsum okkar.
Samt góður pistill og gangi ykkur öllum vel í þeim aðstæðum og því landi sem þið vinnið og búið í,við erum jú íslendingar og sem slíkir alls ekki sama hvað verður um land og þjóð,og vonandi tekst okkur að koma þessu liði frá,áður en það verður um seinan þannig að börn okkar munu ekki eiga sjens á lífskilyrðum hérlendis og neyðast burt af landi sínu.
Guð forði okkur frá þeim hörmungum.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 2.10.2011 kl. 10:46
Magnús ég þakka fyrir mig hlý og falleg orð.Og ekki síður það sem þú ert að gefa okkur hér sem lesa bloggið þitt. að þú skulir koma fram svona hreint og skýrt með þína sögu sem á erindi til svo margra annara.Bankarnir hafa verið alltof lengi með fjölda fólks í gíslingu eineltis.Og einelti þrífst aðeins með þöggun.Það eru svo fáir sem þora að stíga fram og segja frá þeirri ógeðfelldu meðferð sem þeir hafa sætt að hendi þessara hrægamma.Auðvitað ættu blöðin qð vera full af svona sögum sem eru sannleikurinn sem allir ættu að vita.Mig grunar að einstaklingar með fyrirtæki sem hafa skaffað fólki vinnu til dæmis 10-30 manns fái alveg sérstaklega vel fyrir ferðina hjá þessu liði.það eru víst einhverjir aðrir en sauðsvartur almúginn sem eiga að ráða og reka fólk og ráða launum þess og kjörum.Ísland er nú ofaní kaupið trúlega al verða fyrir því óláni að hér finnist olía eða sé jafnvel þegar fundin.Þá þyrftum við að fá Gaddafi hingað til að halda fyrirlestur um þær trakteringar sem "vinaþjóðirnar" bjóða uppá við þær aðstæður.
Eg skil vel að voffa og kisu sálirnar setji strik í reikninginn þegar að skoðaðar eru breytingar sem þessar.Þær elska og fyrirgrfa á þann hátt sem okkur mannskepnunum reynist oft erfitt að gera.En þær gleyma ekki við vitum það
Eg er alveg sannfærð um það Magnús að þegar ákvrðun í þessu máli hefur litið dagsins ljós þá gengur ykkur allt í haginn .Þið eruð nú engir viðvaningar sýnist mér.
Sólrún (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 11:44
Vendetta eg var búin að gleyma því að einhver valinn íslendingur seldi dönum skyrið' það mun hafa feri snemma á góðæristímanum. Nú eiga danir semsé skyrið og eru máski búnir að forwarda þní á Noreg.Nema íslendingar hafi selt norðmönnum það líka...
Sólrún (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 12:07
Úlfar, þakka þér fyrir að deila þessari reynslu. Frásögnin lýsir því vel hversu vitfirrt 110% leiðin er, ekki bara það að bjóða fólki upp á að skulda 110% í því sem það einu sinni átti, heldur hve hún gengu langt í að mismuna fólki og þá sérstaklega þeim sem skulduðu minna. Þeir virðast mega tapa öllu sínu meðan þeir sem smella inn í 110% geta komist í þá stöðu að skulda minna en upphaflegur höfuðstóll var, veltur á fasteignamati eða mati sölumanns. Þannig sagðist annar kunningi minn hreinlega hafa stórgrætt á 110% leiðinni.
,,,,, "og vonandi tekst okkur að koma þessu liði frá,áður en það verður um seinan þannig að börn okkar munu ekki eiga sjens á lífskilyrðum hérlendis og neyðast burt af landi sínu."
Sólrún, eins og Úlfar gerir svo listilega skil þá ber okkur að leggja spilin á borðið, jafnvel þó að þar séu engin tromp.
Þetta hef ég gert í bankaútibúinu mínu og vil taka það fram að þar vinnur ágætisfólk sem ég er ekki í vafa um að talar mínu máli þegar það leggur lágspilin mín fyri spilakónginn sjálfan í spilavítinu sem engin veit lengur hver á, þó svo að starfsfólkið sjálft telji sig ekki hafa umboð til að afskrifa eitt né neitt.
Ekki líst mér á ef á Íslandi finnst olía, frekar en þér, með þetta hyski útúrdópað af kúlunotkun við stýrið. Það kæmi mér ekki á óvart að fyrrverandi umhverfisráðherra yrði dreginn upp úr gólfinu og slengt við stýri olíumálaráðaneytisins, skrautfuglinn Gaddafi bliknar hjá þeim ósköpum.
Og ekki litist mér á örlög fiskimiðanna í kringum Ísland í framhaldinu, það sem LÍÚ hefur ekki tekist að drepa það myndi olíuvinnsla undir leyfisveitingum olíumálaráðherrans drepa með grugginu einu.
Þessi turtildúfa situr keik á löggjafasamkomu þjóðarinnar eftir að hafa verið uppvís að því að taka skýrslu úr umferð sem sagaði að Lagarfljótið yrði lífvana drullupyttur við Kárahnjúka og keypti textasmið til að setja gegnsærri texta á blað til að veifa framan í þjóðina. Núna er það komið í ljós að aðeins 13 fiskar veiddust í Eyvindaránni þetta sumarið við minn heimabæ og ég kominn á vergang.
En þegar ég var að stelast í ánna 11-12 ára gamall var ekki vandræði að ná 13 fiska fyrir hádegi. Það hefur enginn frétt af því að fiskur hafi veiðst í Lagarfljótinu sjálfu eftir ósköpin, enda gat það sagt sig sjálft því í Jöklu var aldrei líf, hún var alvara dauðans.
Svo þykist páfugli vera annt um heilsu reykingarfólks og haft vit fyrir því með lagasetningu svo að það verði sér ekki að aldurtila.
En af því að ég veit að þú hefur gaman að útvrpsþáttum þá er linkur hérna fyrir neðan á einn Ástralskan sem ég hlusta á um flestar helgar. Það var hann Helgi vinur minn sem benti mér á hann fyrir nokkrum árum. Hann er að vísu farin að minka hlustunina, finnst hann oft vera of mikið á dökku nótunum. En þessi er hvorki um svartan sannleikann né hvíta lygia, hann er um lífið sjálft. Og mér er kæmi ekki á óvart að þú gætir haft gagn og gaman að.
http://www.youtube.com/user/aodscarecrow?gl=AU&hl=en-GB#p/c/06A78F4B82EC82E5
Magnús Sigurðsson, 2.10.2011 kl. 14:39
Takk fyrir þetta.:)
Sólrún (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 15:42
Anonymous - The Bankers Are The Problem
http://www.youtube.com/watch?v=j5xRaQnHGA0&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 22:49
Takk fyrir upplýsandi pistil Magnús. Gangi þér vel.
Guðmundur St Ragnarsson, 3.10.2011 kl. 16:10
Ef einhver er í vafa að verðtryggingin sé glæpastarfsemi í sinni tærustu mynd heldur vegna lífeyris- og almenns sparnaðar tala staðreyndirnar sínu máli:
Á sama ári og Almenni lífeyrissjóðurinn náði 1,2% nafnávöxtun á séreignarsparnað konu sem er sjóðfélagi, fékk sjóðurinn 12% nafnávöxtun á verðtryggt húsnæðislán sem sama kona var með hjá sama lífeyrissjóði.
Í janúar 2008 stóð lán hennar hjá sjóðnum í 17,5 milljónum króna en séreignarsparnaðurinn í 16,5 milljónum, þannig að skuldin var þá einni milljón hærri en inneignin.
Í október 2011, eftir að afborganir upp á 4,4 milljónir króna hafa verið greiddar af láninu frá 2008 og að auki hafa verið greiddar 447.000 krónur í séreignarsparnað, er höfuðstóll lánsins kominn í 22,5 milljónir en séreignin í 17,8 milljónir króna þannig að í dag er skuldin 4,7 milljónum króna hærri en inneignin. meira,,,
Magnús Sigurðsson, 3.10.2011 kl. 18:05
Þetta þarf viðkomandi lífeyrissjóður að skýra. Væntanlega eru þarna að koma fram tapið sem lífeyrissjóðirnir urðu fyrir vegna kupa á verðbréfum frá bönkunum, N1, FL grúp og fleirum. Þetta hefur nú mest lítið með verðtrygginguna sem slíka að gera. Þessi munur hefði líka orðið þó verðtryggingunni hefði ekki verið til að dreifa. Þessi áföll sem lífeyrirssjóðirnir hafa orðið fyrir koma niður á sjópðsfélögunum og engum öðrum. Svimandi há laun sem stjórnendur þeirra hafa skamtað sér með hliðsjón af launum hæst settu bankamannana fyrir hrun hafa mér vitanlega ekki lækkað sem neinu nemur, frekar en bankanna. Þessi laun voru réttlætt með þeirri gríðarlegu ábyrgð sem þessir menn báru en reyndin sýnir að þeir bera enga ábyrgð. Ábyrgðin hvílir öll á sjóðsfélögunum og í þessu dæmi þínu Magnús sést það vel.
En að kenna verðtryggingunni sem slíkri um þetta sýnir bara að viðkomandi skilur ekki hvað verðtryggingin gengur út á. Verðtrygging kemur aldrei í veg fyrir að lánveitandi geti tapað á fjárfestingu. Hún girðir ekki lánveitendur með belti og axlaböndum fyrir tapi á útlánum eins og margir hafa talið auðtrúa fólki um. Því fer bara svo víðs fjarri og þetta dæmi sem þú kemur með hér Magnús er áþreifanleg sönnun þess.
Landfari, 3.10.2011 kl. 21:04
Þú átt náttúrulega verulega bágt Landfari, ef þú áttar þig ekki á því að þetta er sami lífeyrissjóðr sem krefur konuna um 9,3 milljónir ofan á höfuðstól húsnæðislánsis á 2,5 árum en er tilbúin til að greiða henni 753 í ávöxtun á lífeyrissparnaðinn hennar á sama tíma.
Þetta myndi kallast þjófnaður hvar sem er í heiminum. Það sem er að gerast hér á landi er að þjófnaðurinn þrýrfst í skjóli löggjafans. Það að verðtryggingin verji sparnað fólks er hreinn skáldskapur.
Aðdróttanir þínar í minn garð eru ekki svaraverðar frekar en fyrri daginn.
Magnús Sigurðsson, 3.10.2011 kl. 21:23
Það var nú ekkert sérstaklega meint til þín tal mitt um auðtrúa fólk. Þú mátt hinsvegar alveg taka það til þín mín vegna. En ekki misskilja það. Það var alls ekki illa meint, hefði ef til vill verið heppilegra að segja saklausu fólki.
Þjófnaður er þjófnaður. Glannalegar fjárfestingar eru stórhættulegar. Verðtrygging er verðtrygging. Ef einhver stelur verðtryggðu skuldabréfi er ekki verðtryggingunni um að kenna. Ef einhver lánar áhættufíkli verðtryggt lán og tapar því er það ekki verðtryggingunni að kenna.
Eins og ég sagði þá þarf viðkomandi lífeyrissjóður að skýra hvernig stendur á þessu en ef skýringin er sú sem ég benti á og finnst líklegast að óathuguðu máli þá kemur þetta verðtryggingu ekkert við. Ekki frekar en ef einhver stelur myndavélinni þinni þá eru myndavélar ekki einhverjir vondir hlutir. Það er við þjófinn að sakast en ekki myndavélina. Það er við stjórnendur sjóðsins að sakast með þessa lélegu fjárfestingu en ekki verðtrygginguna.
Þetta getur ekki verið flókið að skilja.
Ekki veit ég af hverju þú heldur að ég eigi bágt. Ég gat nú ekki skilið pisitl hér upphaflega en svo að þér findist þú eiga bágt. Ekki hef ég verið að kvarta hér á blogginu þó vissulega hafi ég tapað miklu í hrunin.
Landfari, 3.10.2011 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.