8.10.2011 | 21:27
Stiklað á stóru.
Eins og sólin hnitaði himininn hátt næturnar um Jónsmessuna þá lækkar hún flugið hratt núna eftir haustjafndægrin hér í Nord Norge á 69°N. Það örlaði fyrir því að það rynnu á mig tvær grímur við að sjá að meðfram vegum var búið að reka hátt í tveggja metra rauðar snjóstikur með fárra metra millibili og heyvagnarnir, sem fluttu töðu í hlöðu á hlýjum sumar dögum, brunuðu hlaðnir eldivið aftan í dráttarvélunum í bæinn og reykurinn er farinn að liðast upp um strompana á húsunum.
Að venju á þessum tíma sakna ég sumarsins sem leið allt of fljótt. Núna eftir hauslitasinfóníuna er myrkrið skollið á um sex leitið og rétt að byrja að birta þegar ég fer í vinnuna sjö að morgni annað en þegar sólin skein nóttina langa. "Helviti mörketid" segja vinnufélagarnir frá Afganistan, en Norsararnir dásama norðurljós og væntanlega snjóskafla "hver årstid har sin sjarm".
Hvernig verður þetta í vetur þegar myrkrið ræður ríkjum fá því í lok nóvember þar til seint í janúar? Hvernig verður það fyrir sjónvarpslausan einstæðinginn að hafa ofan af fyrir sér þegar fjöruferðir í laufþyt og fuglasöng eru ekki í boði? Sagt er að maðurinn sé það vel búinn til höfuðsins að hann noti aðeins ca 3% heilabúsins, það er ekki gott að sjá hvernig á að hafa ofan af fyrir þessum 3% sjónvarpslaus hvað þá hinum 97% ef ske kynni að vera að það tírði á þeim ásamt norðurljósunum í skammdegis myrkrinu í vetur.
Ég hef heyrt að indíánar N-Ameríku hafi fundið leið til að stytta sér stundir með því að horfa á það sem ekki sást löngu fyrir tíma sjónvarpsins. Þetta gerðu þeir t.d. með því að horfa ekki á stjörnurnar að næturlagi heldur á það sem er á milli þeirra og þannig hafi þeir uppgötvað mörg undur alheimsins t.d. það að þeir væru gestir á þessari jörð og hefðu ekki óumdeilt tilkall til auðlegðar hennar. Þessari kúnst hefur vestræn menning fyrir löngu útrýmt. Það sem ekki sést er ekki til nema þá sem draugasögur og samsæriskenningar, sjálfan andardráttinn þykir orðið sjálfsagt að skattleggja. Allt sem ekki sést er hugarburður, nema náttúrulega það sem kemur ósýnilega og þráðlaust inn í helvítis sjónvarpið. Það er heilagur sannleikur.
Ég hef reyndar aldrei skilið hvers vegna fólk borgar fyrir að hofa á sjónvarp, hef lengi haft það á tilfinningunni að fólk láti hafa sig að fífli með því að horfa á það kauplaust. Það má auðveldlega sjá það hvernig að því er farið að fá fólk til að nota aðeins 3% heilabúsins eða þaðan af minna með því að ánetja það sjónvarpinu. David R Hawkins gerir því góð skil í videói hérna að neðan og ekki þarf annað en að minnast 11. september 2001. Þann dag gerðist nákvæmlega ekkert í heiminum nema það sem var í sjónvarpinu. Eftir þann dag hefur fólk samþykkt með glöðu geði að ganga með buxurnar á hælunum í gegnum flugstöðvar verandi grunað um glæpi gegn mannkyni, allt í nafni eigin öryggis. Svona getur nú sjónvarpið virkjað lítinn hluta heilabúsins á stórkostlegan hátt.
Kannski ég taki upp siði indíána frekar en að fá mér sjónavarp í vetur og sitji skammdegisdægrin löng og fylgist með myrkrinu á milli stjarnan hérna á norðurhjaranum. Enda er ég ekki óvanur eftir að hafa fylgst með skýjunum fara yfir himininn atvinnuleysis veturinn mikla, þó svo mér hafa reyndar ekki hugkvæmst að fylgjast með því sem var á milli skýjanna sem hefði óneitanlega gefið skýjaskoðuninni meira vægi. En það sýnir best hvað ég nota heilann takmarkað, gott ef það nær heilum þremur prósentum.
Undanarna mánuði hefur minn helsti vinnufélagi verið Juma, svartur Súdani sem hugsar ekki línulega að vestrænum hætti. Ég hef oft verið hugsi yfir því hvernig hann kemst í gegnum hlutina og hef komist að þeirri niðurstöðu að hann notist við meira en 3% heilans, hann hafi fleiri tengingar. Ég hef heyrt að munurinn á vesturlandabúum og Afríkufólki felist fyrst og fremst í því að vesturlandbúar hugsa línulega, eða frá upphafi til endis. Afríkubúar hugsi meira í hring eða réttara sagt spíral, því allt heldur áfram í hinni eilífu hringrás. Því skiptir það minna máli hvar er byrjað og hvar er endað því þú kemur alltaf að því aftur, þó svo að það verði ekki á nákvæmlega sama stað og tíma.
Mér var fyrirmunað að skilja hvernig Juma ætlaði að fá sumt til að ganga upp sem við unnum að, mér virtist sem hann hefði hvorki skin á stærðir eða tíma, upphaf eða endi. Samt er það svo að hann skilar fínu verki á undraverðum tíma, þó svo að ekkert af því sé beinlínis eftir bókinni. Hann hefur eins og sagt er tilfinninguna fyrir því hvenær komið er nóg. Juma sagði einu sinni við mig að hann héldi að Afríkubúar væru ekki hátt skrifaðir á vesturlöndum. Eftir að hafa unnið með honum í fjóra mánuði, setið í norðurhjara sólinni undir laufþyt og fuglasöng með kaffibrúsann og nestisboxið einn mánuðinn át hann ekkert því það var Ramadan hjá múslimum, hef ég komist að þeirri niðurstöðu að Juma eigi því láni að fagna að hafa aldrei farið í skóla. Þess vegna hafi heilabúið á honum víðtækari tengingar en t.d. mitt.
Sennilega er það vegna þess hvað maður notar heilann lítið að það er alltaf eitthvað að koma fyrir mann. Maður lendir í hinu og þessu og verður við það að undrandi álfi sem allt i einu er kominn langt norður fyrir heimskautsbaug og farin að spá í það hvort hann á að horfa á stjörnurnar í vetur eða á milli þeirra.
Athugasemdir
tetta gaeti ordid einkver atiglisverdasti vetur sem tu hefur lifad sestaklega ef ter taekist ad nota meira en 3% af heilanum svo er lika sagt ad 99.9%af tvi sem vid hugsum hefur verid hugsad adur hugsunin virdist ad tvi leitinu vera half stjornlaus . tetta ad hafa ekki sjonvarp er tvi alveg sestagt taekifaeri i ad tjalva hugan kanski reina ad sja og hugsa tad sem tu vilt frekar en ad vera bara matadur af endalausri hauga lygi .svo er naturulega hugsunin einkver ervidasta otemja sem tu hefur at vid ,hugsadu ter ef ter mindi takast ad temja hana .eg vona ad (er reindar alveg viss)eitkvad alveg spes komi ut ur tessum vetri hja ter en eg reikna ekki med ad tetta verdi beint audvelt.
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 22:44
Þakka þér fyrir trúna sem þú hefur á mér Helgi. Já það er athyglivert að upplifa hvað heimurinn breytist við það að vera algerlega laus við sjónvarp. Þetta ættu allir að prófa, þó ekki væri nema í nokkra daga.
Þegar ég flutti í Egilsstaði 2004 og við keyptum íbúðina í Útgarði þá bjó ég í henni einn um tíma. Dundaði mér við að mála hana, flísaleggja svalirnar og standsetja eftir vinnu á kvöldin og fyrir vinnu á morgnanna áður en fjölskyldan flutti.
Ég hafði hvorki sjónvarp, útvarp né gardínur. Það var stórkostlegt að vakna við morgunsólina og heyra fuglasöng vorsins utan við gluggann. Tíminn sem var til staðar var allur annar og meiri. Ég hafði nægan tíma til að endurbæta íbúðina eftir 10-12 tíma vinnudag. Ekkert stress bara ánægja.
Það þarf ekki mikið til að upplifa undur heimsins, bara slökkva, og fuglasöngur að morgni, þytur í vindi, niður hafsins og umferðarinnar, verða þær fréttir sem berast og þær eru sannar. Hitt getum við valið um á internetinu þegar okkur hentar.
Magnús Sigurðsson, 9.10.2011 kl. 06:55
Það er rétt að bæta því við Helgi, að þetta veist þú náttúrulega allt saman. Það er ekki svo sjaldan sem þú hefur bent mér á þetta.
Magnús Sigurðsson, 9.10.2011 kl. 07:44
Ef þý tekur þennan pólinní hæðina Magnús þá verður nog að gera hjá þér í vetur að vera "sjónvarpsstjóri" og hætt við að vinnan komi bara til með að slíta í sundur gyrir þér daginn..:) skemmtilegt námskeið finnst mér allavega margir þættir og fullt af allskonar...
http://www.youtube.com/watch?v=crLGYdphfbI
Sólrún (IP-tala skráð) 9.10.2011 kl. 22:54
tetta er atiglisvert Sólrún hefur tu keift eitkvad af hans products
http://www.quantumjumping.com/products/index-a
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 05:04
Helgi eg hef ekki keypt neitt af honum en hef verið að prófa að gamni að nota það sem hann hefus sett á netið.
Get sat þér dálítið skondið sem kannski er tilviljun og kannski ekki.
Þannig er að eg er ekki mikil tölvumanneskja en þarf að leysa verkefni í tölvunni sem þatfnast ýiskonar kunnáttu og jafnvel sérþekkingar og vissi ekkert hvert eg átti að snúa mér.Profaði Jumping.
Það liðu svona 2 mánuðir en þá kemur upp í hendurnar á mér alveg yndisleg stúlka með alla þá kunnáttu og reynslu sem þarf og reyndar miklu meira til.
Hún kom meira að segja hingað frá vinnu sem hún sagði upp í Brussel og London af því hana langaði svo mikið að koma heim og sjá snjíonn í Esjunni. :)
Geta tvífararnir kannski komið til manns ljóslifandi eða hvað :)
Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 14:02
Sæl Sólrún og þakka þér fyrir þessa sendingu, hún hitti aldeilis í mark eins og flest það sem kemur frá ykkur Helga, sem er fyrir mér sönnun þess að heimurinn hefur eina sál. Eða eins og Helgi hefur oft sagt, það er eins og þegar uppljómunin verður þá komi hún úr mörgum áttum.
Það er reyndar þannig að þegar þið bendið á efni þá veit ég að það mun gagnast mér í minni stjörnuksoðun. Um nokkurskonar "qantum jumping" átti þessi færsla upphaflega að fjalla, reyndar undir heitinu "karamellulögmálið". En þar sem efnið reyndist mér ofviða að umfangi þá endaði þetta í "stiklað á stóru". En eins og alltaf púslin birtast eitt af öðru þegar þeirra tími kemur, hafið þið Helgi mikla þökk fyrir það.
Ég hafði nefnilega verið að ræða það við hana Matthildi mína að maður lendi aldrei í neinu, þetta sé allt saman þræl ákveðið af manni sjálfum og það sem mest varið er í sé ókeypis þar að auki. Óskirnar hafi í raun ræsts um leið og þú sjáir þær fyrir þér. Þetta er karamellulögmálið. Því fyrst þegar þetta komst alvarlega til tals á milli okkar Matthildar lá ég uppnuminn upp í sófa yfir DVD disk um Secret - Law of attraction. Hún sagði; þetta er nú meira bullið í þér núna, var Helgi frændi þinn að senda þér eitthvað. Ég sagði að þetta væri nú bara óbrigðult lögmál alheimsins. Hún sló mig út af laginu og sagði ok ég vil fá karamellu núna, ekki seinna eða úti í búð, heldur hér og núna. Mig setti hljóðan enda var ég ekki með neinn karamellupoka við höndina, ét þær ekki einu sinni. Hún notaði ferðina víst hún var kominn fram í stofu og tók til á sófaborðinu hjá mér og á bak við fjarstýringuna var karamella af einhverjum undarlegum ástæðum.
Matthildur er einhver mesti quantum jumper sem ég hef kynnst. En það sem okkur hefur greint á um er hvort uppsprettan er frí eða hvort það er einhver annar sem borgar brúsann.
Færslan átti svo að kynna fólk sem ég tel vera jumpers af Guðs náð sem við Matthildur hittum þegar ég var heima á Íslandi núna í byrjun september og ég ætlaði að láta koma fyrir hana vitinu. En það, eins og hún, vildi ekki gangast við því að vera super jumpers. Til að rökstyðja mál mitt, sem ég ælaði að gera í einni færslu, var skyndilega allt lífið undir og ekki bara mitt heldur fjölda persóna þessa heims sem hefur bara eina sál. Þetta endaði með því að ég gafst upp og stiklaði á stóru.
Ég á eftir að horfa á þetta video aftur enda get ég ekki séð annað en að þetta sé um það sem mér hefur verið efst í huga. Það sem mér finnst skemmtilegt að sjá er að hann talar um að þegar hann var tveggja ára barn hafi hann komist upp á lag með að nýta sér jumping tæknina. En eins og við Helgi höfum verið að ræða okkar á milli upp á síðkastið, þá eru það blessuð börnin sem vita leyndarmál listarinnar að lifa áður en þeim er innrætt annað svo er það kannski ekki fyrr en á gamals aldri þegar fólk er orðið það sem kallað er "út úr heiminum", að það kemst í samband við sjálft sig aftur og þekkingu sem lá ljós fyrir barninu.
Sólrún hefrðu eitthvað kynnt þér smákammta vísindamanninn Karl heitin Jung?
Magnús Sigurðsson, 10.10.2011 kl. 16:09
Eg hef ekki komist almennilega í tak við Carl Jung því mður.Nema það sem hún litla frænka mín hefur verið að segja már af honum.Og einnig þegar að húnn hefur verið að leggja fyrir mig Tarot spilin eftir útleggingum hans sem eru finnst mér alveg fræabærar. Eg held að hann hefði getað talist vera djúpvitur .
Og hann kom einnig að uppgötvun 12 spora kerfisins sem ér finnst vera aleg ólýsanleg snilld án enda....
Magnús ertu ekki kvæntur álfkonu úr hulduheimim Djúpavogs sem ekki gefur upp álla sína kunnáttu og töfrabrögð og lætur sem ekkert sé ?
Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 19:11
http://www.quantumjumping.com/blog/healing-doppelganger/
Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 20:01
Þakka þér fyrir linkinn ég á eftir skoða hann vel og vandlega.
Mér datt þetta í hug með Carl Jung vegna þess að það þarf oft ekki nema eina setningu til að opna sýn á áður ókunnan staði, í því ert þú snillingur.
Ég lét mig hafa að horfa á langa documentary mynd um hann fyrir svolitlu síðan og þar kom einn viðmælandi inn á útskýringu sem hann hafði gefið henni um veru hennar á tunglinu í draumi sem henni fannst raunverulegri en allt annað. Veistu ekki af hverju það er sagði hann, nei það vissi hún ekki, það er vegna þess að þú varst á tunglinu. Það sem er innra með þér er sannleikurinn, tunglið sem þú sérð í fjarska er tálmynd. Eins minnir mig að í þeirri mynd sé gerð grein fyrir því hvernig skammtafræðin fór að því að reikna það út Guð væri til, en það er svo skrítið að sumir þurfa útreikning fyrir því, þar nægir ekki tilfinning hjartans, henni er ekki treystandi samkvæmt vinstra heilahvelinu.
Gaman að heyra að okkur finnst 12 spora kerfið vera ólýsanleg snilld, það tók mig samt nokkur ár að viðurkenna Guð í þeim en síðan hefur þetta verið sælan ein. Mér heyrist þú eiga athygliverða litla frænku sem gæti allt eins verið álfkona.
Jú ég er kvæntur álfkonu frá Djúpavogi sem veit lengra en nefið nær, en hennar stærsti kostur er að hún er ekkert að velta sér upp úr því. Annars sagðist hún fyrir meira en 20 árum síðan hafa fengið upplýsingar um það að þetta væri fjórða jarðlífið okkar saman. Ég trúði ekki orði þá en eftir því sem á líður er ég ekki frá því.
Kannski áttu þennan link í safninu hjá þér, mér áskotnaðist hann eins og svo margt eigulegt með athugasemd á blogginu. Það má líkja þessu við heilt bókasafn.
http://www.sprword.com/mustwatch.html
Magnús Sigurðsson, 10.10.2011 kl. 20:39
Vá þetta er meirháttar linkur þakka fyrir hann:)
Sólrún (IP-tala skráð) 10.10.2011 kl. 21:17
Eg fann þessa grein og fannst hún svo góð að eg ákvað að deila hen...
http://www.dv.is/consumer/2011/10/14/12-leidir-til-ad-snua-bankann/Sólrún (IP-tala skráð) 15.10.2011 kl. 15:19
Þakka þér fyrir ábendinguna Sólrún, ekki veitir af ráðleggingum. Félagarnir höfðu meira en 110% rétt fyrir sér, þetta skal greiðast í topp með hæðsu yfirdráttarvöxtum.
Magnús Sigurðsson, 16.10.2011 kl. 06:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.