23.10.2011 | 10:21
Svo komu þau á eftir þér.
Það var viðbúið að alþjóðasamfélagið ásamt NATO hreinsaði hendur sínar af viðbjóðnum í Líbýu. Fyrir þá sem vilja annað sjónarhorn en það sem birtist dag eftir dag í fjölmiðlum mæli ég með þessu videoi.
Í upphafi árásanna á Líbýu birti ég þessa grein um alþjóðasamfélagið eftir Henry Makow. Þetta er ekki síður athyglisverð lesning nú en þá.
Blettur á nýjum valdhöfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Mannréttindi | Breytt 17.2.2012 kl. 21:32 | Facebook
Athugasemdir
Þetta video sýnir Ghaddafi með einhverri lítilli stelpu. Á það að sýna að hann hafi verið einhver dýríngur? Það er líka til urmull af ljósmyndum af Adolf Hitler, þar sem hann heilsar og faðmar lítil börn.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 12:46
Það átti víst að standa dýrlingur.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 12:46
Vandetta, ég veit það ekki ég hvorki þekkti hann né gerði videoið.
En eitt langar mig til að spyrja þig um; horfðirðu á videoið til enda eða léstu staðar numið þegar þér datt Hitler í hug?
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 12:55
Ég horfði á það til enda og skildi boðskapinn. Þeir sem gerðu videoið hafa stutt Ghaddafi, enda átti þessi harðstjóri marga stuðningsmenn og á enn, m.a. liðsmen VG á Íslandi og fjöldann allan í Rússlandi. Auðvitað sýndu Vesturveldin eindæma hræsni með því að blessa Ghaddafi og úthúða honum til skiptis, fjórum sinnum skiptu þau um skoðun á honum. Ghaddafi var ýmist dýrlingur eða Satan í þeirra augum. Áður en nýafstaðin átök brutust út höfðu skozk yfirvöld náðað Lockerbie-morðingjann eftir þrýsting frá BP. Og ég veit ósköp vel að ráðamenn í flestöllum ríkjum er blessunarlega sama um mannréttindabrot, en nota það óspart sem átyllu. En ég er á móti öllu einræði og styð uppreisnir gegn þannig stjórnskipan hvar sem er. Ég vildi óska, að tvískinnungur Vesturveldanna kæmi ekki í veg fyrir að þau gerðu hið sama.
Í videoinu er verið að misnota ljóð eftir Berthold Brecht sem á víst ekki við hér. Þessi stelpa sem er með Ghaddafi er einnig PR-stunt af hans hálfu. Eftir að Lockerbie-morðin áttu sér stað, gerði NATO loftárásir á Tripoli. Ghaddafi sagði að átta ára fósturdóttir hans hefði látizt þegar sjúkrahús var sprengt. Síðan kom í ljós að þetta var uppspuni hjá honum. En loftárásirnar höfðu augsýnilega (ásamt öðrum þáttum af viðskiptalegum toga) þau áhrif að Ghaddafi lýsti því yfir að hann væri hættur að styðja hryðjuverk. Enda þurfti hann að einbeita sér að því að kúga heimamenn sem hann síðan gerði næstu áratugina.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 13:32
Þú ert nokkuð "mainstream" Vanetta. Mig grunar jafnvel að þú hafir ekki horft til enda, allavega ekki haldið athyglinni.
Annars er hef ég ekki sterkar skoðanir á Gaddafi og þessi áróðursminbönd hans hafa farið fram hjá mér til þessa en "mainstream" áróðurinn vekur upp spurningar, jafnvel þó Gaddafi eigi ekki í hlut.
Það er orðið tímabært að spyrja þeirrar spurningar hvort þessir úthrópuðu harðstjórar hafa valdið meiri hörmungum en ást alþjóðasamfélagsins á útbreiðslu lýðræðisins.
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 14:17
Jú, Magnús, ég horfði á myndskeiðið á enda og vegna athugasemdar þinnar horfði ég aftur á allar 18 mínúturnar. Það er ekkert á myndskeiðinu, sem er í mótsögn við mína athugasemd.
Ég hef oft bent á að ég er alls ekki fylgjandi hernaðarstefnu NATO né Bandaríkjanna. Ef það gerir mig mainstream, þá það. En ég er heldur ekki fylgjandi því einræði sem er við lýði í flestum löndum í Afríku og Asíu. Stuðningur minn er og hefur alltaf verið með óbreyttum borgurum, lítilmagnanum í 3. heims löndum. Ég læt ekki úrelta hugmyndafræði blinda mér sýn. Þú þekkir mig ekki ef þú ætlar að halda því fram að mér sé sama um börn sem verða fyrir árásum í stríði. Ég vil halda því fram að ég hef víst meiri samkennd með þeim en flestir aðrir sem loka augunum, því að ég þjáist andlega þegar ég sé svona myndir. En sökin liggur alltaf hjá báðum aðilum í stríði. Það er þekkt aðferð í m.a. Arabalöndum að láta óbreytta borgara búa á efstu hæð í herbækistöðvum og hernaðarannvirkjum, sem er heigulsháttur. Því að augnamiðið er að þá mun hópur saklauss fólks, einnig konur og börn, láta lífið ef gerðar verða loftárásir. Ekki er það gert á Vesturlöndum.
Það er ótækt að láta stuðningsmenn/morðingja Ghaddafis líta út eins og einhverja píslarvætti, því að það voru þeir ekki. Varðandi réttarhöld, þá er það auðvitað bezt að rétta yfir morðingjum, en einungis ef þeir verða dæmdir til dauða (þ.e. ekki við dómstólinn í Haag). Svo getum við rætt það endalaust hverja á að dæma til dauða. Á að lífláta mann sem tekur morðingja af lífi án réttarhalda, eða bara stundum? Þetta er ekkert einfaldt mál, því að í fullkominni veröld ætti skv. því að taka alla uppreisnarmenn og hermenn af lífi, auk þeirra sem gefa skipanir: hershöfðingja, stríðsherra, varnarmálaráðherra. Og endilega líka stjórnmálamenn sem semja lög um stríðsrekstur. Hvar á að stoppa? Það er ekkert áhlaupamál að draga seka stjórnmálamenn fyrir rétt. Það hefur verið reynt að stefna bæði Bush og Cheney fyrir rétt fyrir innrásina í Iraq, en ekkert gekk.
Mitt uppáhald er að draga alla vopnasala og vopnaframleiðendur fyrir rétt og dæma þá til dauða, því að þeir selja báðum aðilum til að græða á því og bera þannig meginábyrgð á stríðum og mannföllum í stríðsátökum. En vopnasalar/-framleiðendur eru ekki bara vondir einstaklingar eins og hinn illræmdi Khasoggi, heldur líka vond(?) ríki: USA, Kína, Rússland, Tékkland, Bretland, Svíþjóð, you name it. War is a (dirty) business. War is profit. Humans are expendible.
Þeir eru til, sem vilja að litið sé framhjá mannréttindabrotum af hálfu harðstjóra til að forðast allsherjarstríð. Kúgun frekar en dauða. Ekki rugga bátnum. Ég er ekki einn af þeim. Hvert er þitt álit á því, Magnús? Eru aðrar leiðir til að afnema einræði en byltingar/uppreisnir? Ég held ekki. Allavega hefur það ekki gerzt fyrr en eftir að þúsundir eða milljónir saklausra hafa verið pyntaðir og/eða drepnir af yfirvöldum.
Þegar ég var unglingur, þá voru morð og ofsóknir gegn blökkumönnum af hálfu Apartheid-stjórnarinnar í Pretoria daglegur viðburður. Ég sagði þá við ömmu mína að það ætti að koma stjórn Vorsters frá með hervaldi og koma á jafnrétti. Þá spurði hún: Já, og hvaða herir eiga að ráðast inn í landið? Þá varð ég kjaftstopp, því að ég vissi sem var að ríkisstjórnum í iðnlöndunum og Öryggisráði SÞ var svo innilega skítsama um bág kjör þeldökkra í S-Afríku.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 15:48
Þakka þér fyrir greinargott svar, Vandetta. Ég get tekið undir flest sem þar fram kemur, þó verð ég að undanskilja dauðarefsingar. Eins set ég tórt spurningamerki hvort að útbreiðsla lýðræðisins af hinu svokallaða alþjóðasamfélagi gegn vestrænni skilgreiningu á einræðisherrum araba eigi eitthvað skylt við frelsi eða réttlæti. Eftir á að hyggja er ekki erfitt að efast um það hvernig menningarheimi indiána Ameríku var útrýmt í nafni réttlætis var helber lygi.
Það sem ég var að fiska eftir með því hvort þú hefðir horft til enda, er vegna þess að þar kemur fyrirsögn myndbandsins og bloggsins í ljós. En til þess þarf að hlusta á ræðu Gaddafi. Þar kemur hann inná "hver verður næstur". Það að heilum menningarheimum sé eytt er ólýðandi, jafnvel þó að það sé í nafni "lýðræðis".
Í mínum huga er það er alveg ljóst að það voru sömu öfl sem sáu Gaddafi fyrir vopnum og þeim sem leiddu vopnaða uppreisn í Líbýu. Eins voru það þessi sömu öfl sem létu vestræna skattgreiðendur borga brúsann með það sem uppá vantaði þegar NATO hóf árásir. Allt er þetta gert í okkar nafni með því að kenna þetta við "alþjóða samfélagið" sem þú kemst vel frá að lýsa þegar þú gerir "góðverkum" SÞ í Afríku skil.
En af því að þú minnist á S-Afríku þá vil ég gera Mandela og hans líka að mínum mönnum.
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 17:03
Því miður hefur S-Afríka ekki þróazt á þann veg sem ég hafði vonazt til:
Sorglegt.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 18:11
Þú gætir allt eins verið að lýsa völdum "alþjóðasamfélagsin", enda því þóknanlegt, sem hefur hefur aftur lítið að segja um gott fólk.
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 18:24
Satt segirðu, enda hefur IMF haslað sér völl í S-Afríku og m.a. heimtað að opinber þjónusta komist í hendur vestrænna einkaaðila, þ.á.m. vatnsveita. Nú verða allir íbúar þorpa og bæja að borga einkaaðilum fyrir hvern lítra af hreinu vatni, sem áður var ókeypis. Sama hversu fátækir þeir eru.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 18:55
Já og það eina sem breyttist var að það var setur gjaldmælir á kranann þar sem látið er renna í plastbrúsann. En þetta er það sem koma skal hjá alþjóðasamfélaginu. Andardrátturinn verður á endanum til sölu, fyrst í gegnum skattkerfið síðan verður gróðinn einkavæddur.
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 19:30
Í dag kom fram, að nýja byltingarstjórnin í Tripoli hyggst umsvifalaust stofna islamskt ríki og koma á sharia-lögum. Úr öskunni í eldinn, eða hvað?
Vendetta, 23.10.2011 kl. 19:54
So much for democracy in Libya, eh?
Vendetta, 23.10.2011 kl. 20:07
Ég þekki það ekki, þetta er annar menningarheimur. En mér kæmi ekki á óvart að "alþjóðasamfélaginu" stæði á sama svo lengi sem þeir virða "lýðræðishefð" fjármagnsins.
Ég dvaldi við vinnu í Israel fyrir nokkrum árum, þar eru eins og þú veist gyðingar, arabar Múhameðstrúar, kristnir arabar, drúsar osfv. Ég vann fyrir gyðinga og kynntist þeim því best, lífsstandardinn svipaður hjá þeim og á Ísandi en samt var eitthvað ókunnuglegt. Að versla við kristnu arabana var svipað og koma í kaupfélagið heima eitthvað í viðmótinu sem maður þekkti. Að fara inn í þorp Múhameðs arabana var framandi og stundum óþægilegt.
Maður ætti ekki að dæma menningu annarra nema hafa kynnst henni um tíma sem ég hef ekki í þessu tilfelli.
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 20:10
Nei, en sharia-lög og réttlæti fara ekki saman. Þau eru eins og olía og vatn.
Islömsk ríki með sharia-lög, þar sem réttlæti þekkist ekki: Saudi-Arabía, Iran, Pakistan, Indonesia, Afghanistan, Somalia.
Sharia-lög og réttlæti fara ekki saman. Kóraninn og hugvit fara ekki saman. Þau eru ekki samræmanleg frekar en blásýra og lífverur.
Þá er túnisíska leiðin betri. Ég vona bara að islamistarnir nái ekki yfirhöndinni þar eftir stjórnlagakosningarnar í dag.
Vendetta, 23.10.2011 kl. 20:27
Lýðræðið getur verið óútreiknanlegt, það sýndi sig í Alsír um árið. Verða þeir ekki bara að koma sér upp nýjum Gaddafi til að möndla keisið?
Magnús Sigurðsson, 23.10.2011 kl. 20:38
Tók virkilega enginn eftir "Við hefðum viljað að Gaddafi þyrfti að svara til saka fyrir rétti, helst Alþjóðaglæpadómstólnum, fyrir misgjörðir hans, ekki aðeins í Líbíu heldur einnig þau hryðjuverk sem hann studdi og framin voru utan Líbíu og margir Bretar eiga um sárt að binda af þeirra völdum," sagði Hammond.
Ekki var mikið sagt þegar Bin Laden var tekinn af lífi án dóms og laga.
En er ekki alltaf gaman að sjá hræsni í stjórnmálamönnum þegar þeir reyna skora prik hjá kjósendum.
Tómas Waagfjörð, 23.10.2011 kl. 20:55
Maður uppsker eins og maður sáir.
Opinbera hengingar á námsmönnum á körfuboltavelli, sýndar í Líbyska sjónvarpinu 1984.
http://www.youtube.com/watch?v=MtIiKsIgmIY&feature=related
http://www.youtube.com/watch?NR=1&v=THPA_p7rIco
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 23.10.2011 kl. 23:50
Eins og menn vita þá var það sem tafði sem mest fyrir Nato herjunum í Líbíu þannig að þeir ætluðu aldrei að ná að meja það í gegn þar sú staðreynd að Bandaríkjamenn voru búnir að þjálfa herinn fyrir Gaddafi árum saman og moka þangað öllum helstu og bestu vítisvélum sínum og tóku víst varla steininn í staðinn eins og gamla fólkið sagði.
Þannig að þetta var nánast eins og að Nato væru að berjast við sína eigin spegilmynd í vopnum og hertækni.
Og mikill munur hlýtur það nú að hafa verið að lifa fyrir blessað fólki þarna þegar að góðu kallarnir voru komnir og búnir að gera loftárásir í meira en 100 daga til að bjarga því....
Af hverju bjargar okkur enginn frá Jóhönnu og Steingrími :(
Sólrún (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 01:08
Tómas; já hrein hræsni það er ekki of mikið sagt og svo má ekki gleyma gæðginni.
Þórður; "Maður uppsker eins og maður sáir." Það skulum við rétt svo vona, en er það "alþjóðasamfélagsins að uppskera og hverju sáir það?
Sólrún; "Af hverju bjargar okkur enginn frá Jóhönnu og Steingrími" áttu við með loftárásum?:(Magnús Sigurðsson, 24.10.2011 kl. 04:23
Sé í haus á video: David Icke; Það þarf ekki að horfa á þetta videó, maðurinn er geggjaður
DoctorE (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 09:02
rett hja ter Magnus svoleydis hjalpa teir folkinu sprengja tad i loft upp og svo vilja teir lata ta sem lifa af borga firrir hjalpina
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 10:35
Ég sé að DoctorE hefur litið hér inn með heilbrigðisvottorðið sitt.
Magnús Sigurðsson, 24.10.2011 kl. 14:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.