Fagnaðarlætin óma um allt Ísland

Nú sprettur hver stjórnmála skörungurinn eftir annan fram á sjónarsviðið og hælir sér fyrir forsjálnina við setningu neyðarlaganna haustið 2008.  Þar sem leikreglunum var breytt á einni kvöldstund svo góssið væri trygg með íslenskum lögum. 

Þetta er mikill léttir fyrir margann þingmanninn eftir að hafa setið með leðjuna upp á bak í rúm þrjú ár eftir ótæpileg kúlulánin.  Sem grunur hefur leikið á að icesave innstæðurnar hefðu farið í að fjármagna, enda kepptist hyskið við að fá þjóðina til að ábyrgast góssið. 

Það má því segja að það hafi verið mikill léttir fyrir landsliðið í kúlu að strengjabrúðurnar í hæsta rétti hafi komist að þessari niðurstöðu.  Nú verður því af þýfinu, sem almenningur hefur ekki nú þegar verin látinn ábyrgjast, velt yfir á þrotabú landsbankans og landsliðið í kúlu getur stefnd að nýjum afrekum. 

Það sorglega við þetta er að skattgreiðendur sitja núna þremur árum seinna uppi með allt heila hyskið á sinni launaskrá meira og minna óþrifið.  Svo vil ég biðja lesendur afsökunar á meðan ég æli. 


mbl.is Neyðarlögin gilda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband