Andskotinn og amma hans.

Myndin ásamt boðskap hennar tengist bloggfærslunni beint.

Þarna hitti andskotinn ömmu sína og snéri henni á haus.  Að gefa það í skin að Franskur stjórnskipunardómstóll hafi verið að verja rétt bænda til að nota erfðabreitt útsæði frá Monsanto er að snú málinu á hvolf.  Þarna standa massívir hagsmunir peninga og kúlulána að baki auk hvítskrúbbaðra sérfræðinga.

Ég skora á fólk að kynna sér starfsaðferðir Monsanto og út á hvað erfðabreitt útsæði gengur.  Það má finna mikið af efni um starfsemi Monsanto fyrr og nú á internetinu.  Það er ekki verra að hafa innsýn í það hvernig maturinn verður til á diskinn og hverjir ætla að stýra honum þangað í framtíðinni.

 

 

Reynslusaga bónda af samskiptum við Monsanto.


mbl.is Fella bann á Monsanto úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

íslenskur ráðherra í núverandi ríkisstjórn Íslands sagði við opinbert tækifæri þar sem hann var staddur á erlendri grund og að sjálfsögðu á kostnað skattgreiðenda hér að hann vissi ekki til þess að það væru neinar sérstakar auðlindir á

Íslandi.Eg er ekki viss hvort þetta var við sama tækifæri og hann sagði að íslenski gjaldmiðillinn væri ónýtt drasl.

Það er ekki skemmtilegt að borga undir svona lið vítt og brett Lítið skárra en skyldubólusetning.

eina alvöru auðlindin sem við íslendingar erigum eftir er hreint land til matvælaframleiðslu.Aðrar er búið að afhenda erlendum auðhringum leynt og ljóst

Bill Gates segist álíta að besti fjárfestingar kostur

framtíðar sé án efa í LÍFRÆNNI RÆKTUN hreinna matvæla.

Engin furða þó menn grenji í kór að það verði að láta útlendinga hafa allt land sem þeir vilja tafarlaust.

Ekki er það skemmtileg tilhugsun hvernig hérlendir leppar hafa smogið bakdyramegin inn á ráðamenn hér og eru nú komnir vel á stað að dreifa erfðabreyttu fræi og eru sífellt að stækka við sig.Þetta er eitt af þeim málum sem þöggun er um í ríkisfjölmiðlinum RUV.

LYFJAFYRIRTÆKIN HAFA NÚ KEYPT UPP HEILSUBÚÐIRNAR sem voru í einkaeign og eru þær nú í krafti síns geistlega orðspors farnar að ympra á því að það séu engar flugur á erfðabreytta korninu og því þurfi ekki að eitra það.

En hversvegna skyldu nú ekki vera neinar flugur á erfðabreytta korninu ?Gæti ekki einfaldlega verið að flugur hefðu heilabú og gáfur sem segði þeim að koma ekki nálægt þessum óþverra ?

Það er ekki reyndar víst að þeir sem standa fyrir þessari erfðabreyttu framleiðslu séu endilega þeir sömu og láta hana ofaní sig og sitt slekti.

Það gæti verið að það vildi hafa lífrænt svona fyrir sig

Þar sem erfðabreytt framleiðsla hefur skotið rótum fyrir alvöru hafa þeir bændur átt erfitt uppdráttar sem hafa ekki viljað nota þá aðferð.Hafa ræktunarlönd þeirra veri eyðilögð tildæmis með þeim hætti að dreift lefur verið í þau á laun erfða breyttu fræi og bændurnir síðan sóttir til saka og dæmdir fyrir að stela frá erfðabreyttu snillingunum.

AÐ SJÁLFSÖGÐU HEFUR Í "FORVEJEN" LÖGGJÖF LANDANNA VERIÐ ÚTBÚIN ÞANNIG AÐ ÞETTA GETUR GERST.

Sólrún (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 19:33

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Satt er það Sólrún, í minni heimasveit eru þeir farnir að rækta erfðabreytt bygg fyrir snyrtivöru og lyfjaiðnaðinn að sögn.  Þeir pikkuðu út trjáplöntuframleiðenda sem stefndi hraðbyr í gjaldþrota vegna þess að ríkið sá sér ekki fært að kaupa plönturnar sem framleiddar voru fyrir það eftir hátíðalegar ræður um að skapa fleiri þúsund og fimmtíu störf á blaðamanafundi ráðherra ríkisins við hátíðlegt tækifæri við að sýna hvernig ætti að vinna á kreppunni.  Mér kæmi ekki á óvart að auðlindalausi ráðherrann hefði verið á meðal ræðumanna.  En þess má geta að engin fundust störfin frekar en auðlindirnar.

Nú er semsagt farið að rækta flugnalaust erfðabreitt bygg í nágrenni við móður jörð í Vallanesinu.  Þarna eru massífari hagsmunir snyrtivöruhilla apótekanna teknir framyfir óspillt land, enda gefa þeir betur í kúlur til stjórnmálamannanna og háskólasérfræðingar sem hafa verið hvítskrúbbaðir á milli eyrnanna fá vinnu um stund.  Eitthvað annað en skítmoksturinn hjá Eymundi í Vallanesi eða plöntubaxið hjá Barra.

Það kemur mér ekki á óvart að Bill Gates éti ekki erfðareytt.  Hann lætur örugglega ekki heldur bólusetja sig þó svo að hann vaði um heiminn í samstarfi við Norska ríkið með nálina á lofti.  Þessir fugla vita hvað þeir syngja þó svo söngurinn sé falskur þegar aurar eru annars vegar og láta öruglega aðra borga éins og ráðherrann með ónýtu krónurnar.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2011 kl. 20:22

3 identicon

Skulum nú ekki gleyma að erfðafræðilegar plöntur hafa nú bjargað lífi milljónum manna í kringum heiminn.

Ég styð alls ekki Monsanto enda finnst mér þetta einkaleyfi þeirra fáránlegt en ég styð algjörlega erfðabreytt matvæli því annars mun verða enn verri hungursneyð.

Talandi um góðmenni sem bjarga mannslífum skulum þá líta á Norman Borlaug sem er brautryðjandi í erfðabreyttum matvælum og er talinn vera sá maður sem hefur bjargað flestum mannslífum í sögunni.

http://en.wikipedia.org/wiki/Norman_Borlaug

Gunnar Már Árnason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 21:39

4 identicon

Efra myndbandið segir akkúrat ekki neitt, nema um gigntískt vöruval úr landbúnaðinu. Bóndinn gat alveg eins verið að tala um gamla Sambandið SÍS. Ég persónulega kaupi aldrei lífrænt ræktað, því ef einhversstaðar eru sveppir eða slmónella, þá er það í þeim mat. Oftast hefur komið upp salmónella í lífrænu grænmeti úr sveittum loftþéttum plastpokum fyrir utan sveppina og annann óþverra sem þar þrífst. Salmónella í fiðurfé og eggjum kemur úr fóðrinu, sem oft er lífrænt ræktað og mun dýrara í innkaupi, sem aftur hækkar verðið á matvörunni.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 21:54

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnar;  þekkir þú einhvern persónulega sem erfðabreitt matvæli hafa bjargað lífi?  Það er alltaf svolítið skrítið þegar talað er um að hitt eða þetta hafi bjargað milljónum mannslífa, þegar það eina er víst þegar við fæðumst inn í þennan heim er að við deyjum frá honum.  Í nafni björgunaraðgerðanna virðist mega ganga á svig viðnáttúruna og stórskerða frelsi fólks.

V.Jóhannson;  þú ert skæður með að misskilja það sem kemur fram í videoum sem ég skarta á þessar síðu.  Annað hvort horfirðu ekki á þau eða skilur þau alls ekki, en fyrra videonið er trailer af mynd sem þú getur kynnt þér á youtube.  Eins og ég sagði þá hvet ég fólk til að kynna sér málin sjálft.

En hvað seinna myndskeyðið varðar langar mig til að spyrja þig;  var fyrirkomulag gamla Sambandsins eitthvað sem þér finnst að eigi að vera um allan heim vegna þess að þú étur ekki lífrænt?

Magnús Sigurðsson, 28.11.2011 kl. 22:18

6 identicon

Ég þekki nú ekki marga í þriðja heims löndum en gætir sennilega spurt hvern sem er þar um kallinn hann Norman.

Það er nokkurnveginn steinhörð staðreynd að án erfðabreyttra matvæla hefði milljónir af mönnum dáið úr hungri. Einnig, vil ég benda á að áður en erfðabreytt matvæli(nútíma mynd) komu fram var ekki búist við að Jörðin okkar yndislega gæti brauðfætt fleiri en 4-5 billjónir manna.

Ég hef ekkert á móti lífrænni ræktun og finnst það gott mótsvar við erfabreyttum matvælum en við ættum að hafa frelsið til að velja á milli þeirra og nýta bæði rétt.

Monsanto hinsvegar eru eins og þú segir hvítflibba glæpamenn sem nýta sér fátækt bænda útum allan heim og sérstaklega í Bandaríkjunum. Food Inc er frábær heimildarmynd sem ég mæli með en ég sé enga skaðsemi af genabreyttum matvælum.

Gunnar Már Árnason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 22:26

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gunnar;  ein algengasta rangfærslan sem framleiðendur erfðabreyttra matvæla nota, er sú að það sé ekki ástæða til að hafa neinar áhyggjur. Vegna þess að næstum öll matvæli séu í raun erfðabreytt. Þá er verið að vísa til ræktunar þar sem fræ afbrigða með eftirsótta eiginleika eru valin og ræktuð, bestu afbrigðin valin svo koll af kolli til að ná fram ákveðnum eiginleikum. Þannig megi t.d. segja að strá punturinn af grasi sé forveri hveitikorns dagsins í dag.

Þróun ræktunar á ekkert skilt við þá erfðatækni sem notuð er í framleiðslu á erfðabreyttum matvælum (GMO). Þar er erfðaefnum af óskyldum tegundum blandað saman, t.d. erfðaefni frá dýrategundum sett í fræ plantna til að auka framleiðni plöntunnar. Þetta er algerlega hönnuð ræktun á rannsóknarstofu.  Þarna er erfðafræðilega ólíkum eiginleikum er blandað saman sem á svo að sleppa út í náttúruna.

Þeir sem halda fram að ekki sé lengur hægt að líða að reynt sé að koma í veg fyrir ræktun á erfðabreyttum matjurtum í þróunarríkjum af siðferðislegum ástæðum eiga það til að rugla fólk í ríminu með því að blanda þeim saman göfugra hugsjón um að finna leiðir við að brauðfæða mannkynið. En eru í raun að mælast til þess að heimurinn verði gerður að einni risastórri tilraunastofu.

Magnús Sigurðsson, 28.11.2011 kl. 22:38

8 identicon

Magnús - þú misskilur sjálfur. Sambandið hefði aldrei átt að finnast, því þeir höguð sér gagnvart bændum og reyndar öðrum viðskiptavinum ekkert ósvipað og Monsanto, sem sagt algjör kúgun. Ég sagði að ég borða ekki lífrænt, því það er ekki að neinu leiti betra. Og svo vil ég benda þér á það, að dýrin éta, en fólk borðar.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 22:51

9 identicon

Þess vegna sagði ég einmitt nútíma genabreytt matvæli. Einnig vill ég benda á að það hefur aldrei verið sett erfðaefni frá dýrategundum í plöntur.

Við getum auðvitað sleppt erfabreyttum matvælum og leyft hungurvandamálinu að leysa sig sjálft. En væri ekki betra að geta nú samt hjálpað þeim.

Annars myndi ég mæla með þessari klippu frá Penn & Teller's Bullshit þar sem þeir fjalla einmitt um "frankenfood" Það sýnir báðar hliðar á málinu: http://www.youtube.com/watch?v=tIvNopv9Pa8

Gunnar Már Árnason (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 22:52

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

V.Jóhannson;  takk fyrir svarið, já ég misskildi þetta, gat ekki komið þessu heim og saman með Samandið.  Bið þig afsökunar á orðalaginu, ég er bara búin að éta svo lengi það sem úti frýs í boði helferðarhyskisins á Íslandi að nér er orðið tungutakið tamt.

Gunnar;  ég held að við séum nokkurn veginn sammála.  Hjá mér er það ekki annaðhvort lífrænt eða það sem þú kallar "erfðabreytt" en er í raun þar sem besta afbrigðið er ræktað.  Það eru engar övgar hjá þegar ég kaupi í matinn.  En erfðabreyttan mat af tilraunastofu þar sem erfðaefnum úr óskyldum tegundum er blandað saman hef ég engan áhuga á, hvað þá að óskapnaðnum sé sleppt lausum í náttúruni.

Það er merkilegt hvað margir vitna í þætti Penn and Teller þessa dagana, sem mér er sagt að þyki móðgun við hinn hugsandi mann - með hvatningu til að leita upplýsinga um hvaða fyrirtæki auglýsa þegar þessir þættir eru sýndir í USA - Og þá er sagtað hægt sé að átta sig á því fyrir hverja þeir vinna.  Ég verð sennilega að fara að horfa á Penn and Teller til að átt mig á hvernig jörðin snýst.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2011 kl. 05:22

11 identicon

The World According to Monsanto-heimildarmyndin:

http://www.youtube.com/watch?v=xv94n9K3zhU

Skylduáhorf!

palli (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 08:45

12 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Ég borða lífrænt ræktað þegar ég get það vegna þess að sú framleiðsla er nær því að vera sjálfbær og þar með siðlegri, að borða úr ósjálfbærri ræktun er einmitt að borða af diskum framtíðar. Auðvitað borða ég frekar nýtt og ólífrænt ræktað úr héraði heldur en gamalt lífrænt og lúið af flutningum utan frá.

Ég hef nokkrar áhyggjur en þó ekki of miklar því að sjálfbær landbúnaður mun standa uppi þegar ósjálfbærnin gerir alvarlega vart við sig, það felst í eðli hlutanna. Þetta vita allir hugsandi einstaklingar og líka þeir sem reka Monsanto. Þeir ætla bara að græða vel á meðan endist um það snýst þeirra leikur.

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 29.11.2011 kl. 08:51

13 identicon

Palli þetta ersannarlega ógnvekjandi mynd.

Mér skilst að það sé búið at úthluta stórum hluta Gunnarsholts á Rangárvöllum undir erfðabreytta ræktun

Guð blessi Ísland...

Sólrún (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 15:23

14 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=0tPSmMR4ZUg

Sólrún (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 16:28

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hér hefur margt áhugavert verið lagt til málsins.  Það sem Palli bendir á þessi mynd ætti  að vera skylduáhorf.

Það er ekki að ástæðulausu að fyrirsögn bloggsins er andskotinn og amma hans.  Monsanto hefur lengi verið leiðandi fyrirtæki í óskapnaði gegn lífi jarðar.  Fyrirtækið á yfir 90% allra einkaleifa á erfðabreyttum matvælum og ætlar sér stóra hluti varðandi fæðuframboð i framtíðinni og það ekki ígóðgerðaskyni eða til að koma í veg fyrir hungursnið.

Myndin lýsir vel hvernig pólítíska kúlulánastéttin vinnur með stórfyrirtækjunum þegar þau hafa eitrað umhverfið og stórskaðað fólk, enda kúlulánin til þess, þau eru það sem einu sinni var kallað mútur.  Það getur vel verið að stæðsti hluti pólítíkusa og embættismenn geti skýlt sér á bak við fábjánahátt, og þær kúlur að þetta hafi verið réttlætanlegt vegna atvinnusköpunar, eins og nú er visælt að nota golfkúlur vegna Grímsstaða á fjöllum. 

En andskotinn amma hans snúa yfirleitt öllu á haus, því er á meðan er "Þeir ætla bara að græða vel á meðan endist um það snýst þeirra leikur" ætla svo umhverfinu að sitja uppi með óskapnaðinn það eru orð í tíma töluð Sveinn.

Eins ætti myndbrotið sem Sólrún bendir á að vera skylduáhorf, því þar má sjá hvers við förum mikils á mis með því að binda trúss okkar við andskotann og ömmu hans og það mun engin koma böndum á hyskið nema við sjálf.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2011 kl. 20:12

16 identicon

Já Magnus það eru ekki allir sem hafa kjark til að nefna hlutina sínum réttu nöfnum eins og þú gerir hér sem og oft áður.Eg veit ekki betur en að íslenska ríkið eigi Gunnarsholt og ætlar greinilega að ganga á undan með fánann.

Það er samt ekki hægt annað en sjá hvað þessu ráðafólki líður stöðugt verr eftir því sem það mokar meira undir sig af illa fengnu fé.Það lítur alltf út eins og það hafi stolið sjálfu sér.Og það er nú víst einmitt það sem það hefur gert.

Í sambandi við umræðuna um að bjarga mannslífum þá datt mér allt í einu í hug þessi SKETS Þröstur Leo klikkar ekki..

http://www.youtube.com/watch?v=tBy8UnyqTN8

Sólrún (IP-tala skráð) 29.11.2011 kl. 20:31

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já það má bjarga mannslífum á ímsan hátt Sólrún, Hitler reyndi það með því að skapa þeim sem hann hafði þóknun á rými.  SÞ og UNICEF með því að skapa afdönkuðu kúlulánalið störf við að snúast í kringum sjálft sig í nafni hungursneiða og góðgerða eftir að það hefur selt andskotanum ömmu sína heimafyrir.

Það verður því miður að segjast eins og er að það er það mikil raun af þessu hyski að það er varla hægt að fyrirgefa því fyrir að hafa stolið sjálfu sér þó það hafi verið fyrir hrein afglöp og fábjánahátt. 

Þetta er bara rétt að byrja með Gunnarsholti og Barra.  Þeir eiga eftir að koma erfðareytileikanum í hvern landsfjórðung á Íslandi enda tilbúnir til að genabæta norðurljósin með kínverjum og stjörnurnar með golfkúlum ef þeir telja að það gagnist hagvextinum, blessaðir kúlulánaþegarnir.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2011 kl. 22:07

18 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Sæll Magnús, góð grein hjá þér og vel grunduð.  Er sammála þér upp að því marki sem mér hefur sýnst og ég þekki.  Sá á neðangreindri vefslóð býsna áhugaverðan fyrirlestur Jörgs nokkurs Bergstedt sem þú getur kynnt þér ef þú getur nýtt þér þýskuna.  Hann fjallar einmitt um þessa baráttu sína gegn erfðabættu matvælum, er búinn að vera í þessum bransa lengi og mikið barist.  Hann fjallar m.a. mikið um tengsl fjárveitinga frá ríkinu (vinstri grænna) og ýmissa fyrirækja mistengdum Monsanto.
http://www.anti-zensur.info/index.php?page=azk7#

Ragnar Kristján Gestsson, 29.11.2011 kl. 22:09

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir þetta Ragnar.  Kíki á Jörg Bergstedt við tækifæri, verst að ég er talinn afleitur í þýsku, minnir að ég hafi fengi 1.0 fyrir viðleitni þegar ég var prófaður í henni síðast í skóla en einn þarf ekki að segja allt.

Magnús Sigurðsson, 29.11.2011 kl. 22:22

20 identicon

Heyr heyr Magnús - gott blogg hjá þér - Það eru miklu fleiri en þig grunar sem eru upplýstir um GMO - ekki láta þessar kindur hér að ofan villa um fyrir þér hættuna sem fylgir Monsanto og erfðabreyttu matvælum. Og að fólk skuli EKKI kaupa lífrænar matvörur hlýtur að vekja upp spurningar hvort GMO sé byrjað að gera genatískar breytingar á heilabúi þessa fólks - Treystum á náttúruna en ekki Frankenstein inn á tilraunastofu malla einhvern koktel sem hann myndi ekki sjálfur undir nokkrum kringumstæðum setja ofaní sig..

Þröstur (IP-tala skráð) 30.11.2011 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband