7.12.2011 | 21:31
Hugmyndir og hindurvitni.
Máltækið það er eins víst og að tveir plús tveir eru fjórir er oft notað sem staðgengill hinna óhrekjanlegu raka. En tveir plús tveir þurfa samt ekki að vera fjórir frekar en okkur sýnist. Það vill gleymast að við erum skóluð í að koma okkur saman um hugmyndina að tveir plús tveir séu fjórir, þó svo að sú útkoma eigi ekkert skylt við gróanda lífsins sem má finna hvar sem er í náttúrunni.
Þessu hafði Fibonacci komist að fyrir margt löngu. Enda finnast 2+2=4 ekki í náttúrunni hvað þá í gróanda lífsins. Sú útkoma má í besta falli líkja við fangelsi hugans og þá flatneskju jarðar sem fræðimannasamfélagið ætlaði fólki að trúa fyrr á öldum eða hljóta verra af s.s. gapastokka og galdrabrennur. Nútíminn ætlar okkur að trúa á það að tveir plús tveir séu fjórir sem hinn endanlegi sannleikur, annars eigum við það á hættu að verða lyfjaglösum eða jafnvel stefnuvottum gjaldþrotabeiðna að bráð.
Cantor reiknaði sig geðveikan þegar hann ætlaði að koma böndum á óendanleikann með tölum. Hann komst að sömu niðurstöðu og Fibonacci með það að 1+1= 2 og gaf út Encyclopedia hið mikla rit því til sönnunar, sem er á við þrjár símaskrár að þykkt og innihaldi. En þar skildu líka leiðir með Cantor og gróanda lífsins. Því þegar hann ætlaði að sniðganga lögmál náttúrunnar og komast fyrir óendanleikann með svipuðum rökum að hann væri eins vís og tveir plús tveir væru fjórir, endaði það á því að hann framdi sjálfsmorð á geðveikrahælinu.
Það er því miklu gæfulegra að trúa á gróanda lífsins, útkomu sem Fibonacci hófst við að koma á tölu, þó svo hún sé óendanleg. Gróandinn er nefnilega eins og vextirnir sem bera vaxta vexti verðtryggða. Málið er bara það að sumir eru ekki tilbúni til að viðurkenna að gróandi lífsins sé fyrir alla en ekki bara suma. En gerum aldrei sjálfum okkur að ætla að hann sé ekki fyrir alla með því að trúa að tveir plús tveir eigi að vera fjórir einungis vegna þess að okkur var innrætt það af þeim sem ætla að nærast á okkar vexti.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 8.12.2011 kl. 04:34 | Facebook
Athugasemdir
Á meðan að eg var að horfa á myndbandið þá datt mér allt í einu í hug : hvernig skyldu hænur fara að því að telja egg.eða skyldu þær telja egg ? Hvernig skyldu þær fara að því að útskýra fyrir samhænum sínum í kofanum að þær hafi verpt eggi í gærmorgun öðru seinnipartinn eggi í morgun og aftur eftir hádegið..skyldu þær gera hagfræðilega samantekt á málinu?
Fyrir báða dagana. 2+2=4
Sólrún (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 00:29
Þetta er snúnar spurningar Sólrún. Ég verða að viðurkenna alveg eins og er að mér finnst ég vera strákurinn, sem er að tala í símann lengst til vinstri á myndinni, þegar ég reyni að ná utan um þá fyrri. En svo eins og drengurinn á miðri mynd, þessi með ritalin staukinn, þegar ég hugleiði þá seinni.
En einhvern veginn eiga hænurnar og Fibonacci það sameiginlegt að fá mann til að hafa það á tilfinningunni að 2+2 þurfi ekki að vera 4 frekar en manni sýnist, sú niðurstaða sé meira svona eins og öll bekkjarmyndin, undir áhrifum 666.
Magnús Sigurðsson, 8.12.2011 kl. 04:32
Já það væri óneitanlega fróðlegt að vita svörin við þessum spurningum.En er hrædd um að hænsnin muni aldrei gefa neitt upp um þetta mál.
Gæti ekki verið ef að yfirhænan fengi einhversstaðar veður af því að 2+2=4 færi að reikna úr hagvöxt.
Að reikna út að hænu skammirnar ættu nú sem best að geta komið með svosem 1 egg aukalega á viku fyrir utan þau 2 sem þær verða að skila af sér til að verða ekki hálshöggnar.
Það væru 52 egg á ársgrundvelli. Sem væru lögð til hliðar í geymslu
Amma mín hafði oftast 19 hænur og 1 hana svona sem dæmi.
Þarna væri fljótt komið álitlegt safn eftir 19 hænur.
Fé án hirðis.
Haninn væri vís að koma auga á þetta og skipa sjálfan sig sem ábyrgðarmann án ábyrgða yfir þessum fjársjóði.
Hann mundi væntanlega skipa yfirhænuna sem meðstjórnanda til að dreifa valdi og ábyrgð og skapa ró vegna kynjamismunar
Haninn mundi vers ví með að slaka til í því að yfirhænan þyrfti ekki að verpa nema eins og henni sjálfri sýndist.
gegn því að vera almennileg og vera ekki að rífa kjaft.
Og sjá um að fylgjast með almugahænunum og láta þær dtanda í skilum.Ámeðan væri haninn að nota tímann til að mennta sjálfan sig í enn flóknari hagvaxtar kúnstum sem ekki einu sinni yfirhænan léti sig dreyma.
Er það ekki nákvæmlega þetta sem tveir plús tveir gengur út á ?
Sólrún (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 17:12
Sólrún það er spurning hvort yfirhænan þyrfti nokkuð að verpa eftir að hún gekk að því að hafa skikk á hinum hænunum fyrir hanann, það gæti meir að segja verið að hún fengi nokkrar kúlur í kaupbæti sem yrðu afskrifaðar í stóra eggjasafninu ef vel gengi.
En það er svo einkennilegt með þessi hænsn sem skreyta efsta prikið í hænsnakofanu að þau eru ekkert í þessu 2+2 stagli sjálf. Þau eru miklu meira í Fbonacci talnafræðinni og gott betur, hafa komið hinum hænsnunum í trú um að 2+2 geti verið 110% verðtryggð skuld með vaxta vöxtum og verðbótum.
Það sem ég er að velta fyrir mér núna eftir hænsna hagfræðina þína er sennilega það sama og drengurinn til hægri á bekkjamyndinni. Hvernig er hægt að skulda 110% í því sem maður á ekkert í? Gæti það ekki jafngilt því að skulda 110% í engu og er maður þá ekki kominn í plús?
Magnús Sigurðsson, 8.12.2011 kl. 19:41
Að sjálfsögðu eru ekki tveir plús tveir fyrir yfirhænsn.
Yfirhænsn eru háfleyg og fljúga til "MONEY HEAVEN"
ENGIN ALMENNILEG HÆNSN MUNDU NOKKURNTÍMA TAKA Í MÁL SVONA VITLEYSISGANG
En gáfaðasta skepna jarðarinnar gengst upp í þessu af líf og sál.
Sólrún :) (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 20:01
Það er málið Sólrún eins og Fibonaci kallinn bendir á þá er þetta allt í endalausum plús og ef annað er tekið í mál þá fer fyrir gáfuðstu skepnu jarðar eins og hugsuðnum talnaglögga honum Cantor,,,,, sjálfsmorð á hælinu. En hvers vegna í ósköpunum er blessuðum börnunum ekki kennt eitthvað uppbyggilegt frekar en að troða í þau prozaci og rítalíni ásamt 2+2 nægir það ekki að ræna þau vitinu þarf líka að græða á geðlyfjum?
Ég verð að segja það alveg eins og er að ég hef aldrei keypt það fullkomlega að 2+2 væru 4 eftir að ég heyrði að 2X2 væru líka 4. En það er nú kannski ekki svo undarlegt að ekki hafi verið lögð ofuráhersla á þetta dæmi við mig, þeir voru ekki búnir að finna upp prosac og rítalín í denn og ekki var þeim heldur búið að hugkvæmast að loka hænsnakofanum hjá ömmu með ESB tilskipun.
Magnús Sigurðsson, 8.12.2011 kl. 20:35
Hænsn eru ekki í neinum vandræðum og allt hefur sinn gang hjá þeim ÁN 2+2=4.
Engin vandræði vegna formúluskorts.Þau hafa allt sem þarf vegna þess að þau láta ekki trufla sig.Em þegar að haninn verður búinn að læra að reikna út vexti gogverðbærur þá fer allt í minnkana.
Ef hæna fær sólsting og verður lasin og getur ekki verpt nema einu eggi á dag í stað tveggja.Haninn kemur óðar í bili þjótandi með 1 egg handa henni og vill lána henni en hún þarf að borga tvö til baka á réttum tíma annars þrjú...
Allar heilvita hænur vita að þetta er bull.
Sólrún :) (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 21:29
Það er nefnilega það, það er sem sagt kominn minkur í hænsnakofann, ef svo má segja, hjá gáfuðstu skepnu jarðar og í staðinn fyrir að hlusta ekki á bullið þá er reiknað og reiknað.
Magnús Sigurðsson, 8.12.2011 kl. 21:38
Magnus & Solrun tid erud algjor snild hvar er spekingurin Doctor E nuna
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 22:57
Takk Helgi.
Það hlýtur að vera góðs viti að Doctor E
hefur ekki talið sig þurfa að koma neitt inn
til að leiðrétta kompásinn :)
hann er kannski bara nokkuð
ánægður með þetta kallinn
Sólrún (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 00:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.