4.2.2012 | 09:51
Baulaðu nú búkolla.
Með lýðræðinu er leyfilegt að beita öllum meðulum, fjármálalegum fasisma á vesturlöndum, þar sem skattgreiðendur eru rændir reglulega og öflugustu hernaðartækni á íbúa mið-austurlanda svo þeir upplifi dásemdir lýðræðislega fasismans, kostuðum með skattfé íbúa vesturlanda. Þær nýtast víða fasista beljurnar.
![]() |
Clinton: Sameinumst gegn einræði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já þetta er ljót mynd af samfélaginu í heiminum á sama tíma og Ráðamenn heimsins segjast koma með friði þá drita þeir fólkinu niður algjörlega burt séð frá sakleysi eða sekt....
Þessir stríðsleikir minna mig oft á litla stráka í byssuleik og ekki laust við að það hvarfli að manni að það hafi vantað eitthvað í uppeldisþáttinn þessara manna vegna þess að leikur er allt annað en raunveruleikinn...
Ef að það er öfund sem er að stjórnar þessu öllu saman þá finnst manni einhvernvegin eins og það verði að fara að taka á þessum átökum allstaðar í heiminum öðruvísi en gert hefur verið vegna þess að tíminn er svo sannarlega búinn að sína okkur heiminum að þessi leið sem búinn er að vera er ekki að ganga upp...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.2.2012 kl. 11:11
Tek heilshugar undir með þér Ingibjörg, þetta er hroðalegt video og varla hægt að komast í gegnum það að horfa á það, þarna er djöfullinn sjálfur á ferð.
Ég vil benda á slóð á viðtal sem kemur fram í athugasemd í færslunni sem er á undan þessari, sem er stór merkilegt, en það þarf að hafa tíma og athygli. Þar er lýst hvernig Tomahawk stýriflaugum er stýrt af manni sem vann við það í fleiri ár og í endann ótrúlegri vitneskju sem hann býr yfir sem gefur vissu fyrir breytingum sem eru í nánd.
Magnús Sigurðsson, 4.2.2012 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.