8.2.2012 | 19:04
Palli ekki einn í heiminum.
Rétt af þeim hjá á mbl að gera ástandinu í Aserbadaían góð skil fyrir eurovision, þeim verður aldrei gert of vel skil mannréttindabrotunum í fjarlægum löndum.
Íbúar borgarinnar Bakú þurftu að yfirgefa heimili sín til að rýma svæði fyrir Kristalshöllina þar sem eurovision glamörin fer fram. Fólkinu voru ekki einu sinni boðnar bætur fyrir hús sín sem duga til að koma öðru þaki yfir höfuðið, svei attann kannast einhver við því líkt og annað eins.
Þar að auki er Aserbaídjan land með ein spilltustu stjórnvöld í heimi, slær út helferðarhyskið og náhirðina á alþjóðlegum mælikvörðum.
Það skal engan undra þó Palli ætli ekki að taka glamör snúning fyrir svona hyski.
Evróvisjón í skugga kúgunar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jammm- en var ekki reyst Tónleikahöll á Íslandi meðan Róm brann- eða þannig ? Sjúkir fá ekki lengur lyf sem kosta of mikið- bara melið frá Actavís ????
Erla Magna Alexandersdóttir, 8.2.2012 kl. 21:35
Það var líka samið vel við sinfóníuna á meðan sjómenn hjá hafró voru reknir um borð,og vekfalli
frestað, okkur ferst að tala um mannréttindi, allt bullið og nú lífeyrissjóðirnir.
Bernharð Hjaltalín, 9.2.2012 kl. 09:04
Eg hef aldrei getað hrifist af sýndarveruleika og glamri Júróvíson
En þetta hér það er sko ekta og ósvikið frá A-Ö.
Sviðsmyndin búnungarnir flutningur os sviðsframkoma aðdáun áhorfenda og krakkaskottin sem við sjáum á hliðarlínunni hvað þau hafa gert sig fín og falleg í tilefni dagsins
Einlægt ósvikið og ynsislegt :)
http://www.youtube.com/watch?v=DY1pcEtHI_w
Sólrún (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 13:47
Magnús heldurðu að það geti verið að JúróvíSjón
sé verkfæri Djöfulsins ?...:(
Sólrún (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 13:56
Ja hvar var Pall Oskar tegar kepnirnar voru haldnar i td Ukrainu Serbiu Ruslandi Tyrklandi og fleiri løndum tar sem manrettindi eru brotin a hverjum deigi
Þorsteinn J Þorsteinsson, 9.2.2012 kl. 14:00
Sammála þetta er hræsni sem má segja um "maður líttu þér nær".
Ég er ekki viss um að þessi ósvikni söngur væri falur, jafnvel þó bankarnir byðu. Já, er ekki frá því að Júróvísjón hafi endanlega orðið að verkfæri djöfulsins eftir að allir fóru að syngja hana á ensku.
Magnús Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.