9.2.2012 | 15:08
Náms-iðnaðurinn fer illa með marga.
Það er alltaf ánægjulegt þegar ungt fólk sér að sér og lætur ekki spila með sig lengur. Það er aftur verra hversu margir hefja nám upp á gömlu mýtuna að þannig bjóðist betur launuð vinna.
Það er engin trygging fyrir því lengur að nám skili nokkru þegar kemur að vinnu. Það eina sem er víst þegar farið er í nám að það kostar mikið meira en fyrir örfáum árum síða, fólk situr jafnvel uppi með skuldirnar ævilangt og þá einskírsverðu þekkingu að vita mikið um lítið. Hefðbundið nám hefur því smá saman verið að breytast í ávísun á fátækt.
Hérna er heimildarmynd um eina srtærstu loftbólu sem blásin hefur verið frá því fasteignabólan sprakk, það er námsiðnaðurinn. Myndin er það vel úr garði gerð að henni hefur verið oftar en einu sinni úthýst af youtube af öflum sem ekki vilja missa spón úr sínum aski.
Hátt brottfall úr skólum á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 17.2.2012 kl. 21:24 | Facebook
Athugasemdir
Þvílík fáfræði og hálfvitaskapur sem fyrirfinnst í þessari stuttu grein hjá þér er alveg yfirgengilegur.
Ég ætla að segja þér bara frá sjálfum mér: Ég var ómenntaður fram að 26 ára aldri. Einu störfin sem mér buðust voru illa launuð, þung og erfið störf (Ég starfaði við húsgagnaflutninga fyrir Flytjanda, sem sandblásari í S.Helgason o.fl). Ég veit það fyrir víst að flestir sem eru ómentaðir búa við ill kjör í dag og versnar það bara dag frá degi eins og málin eru í þjóðfélaginu núna. Ég dreif mig í skóla, og þá í fag sem ég veit að mun tryggja mér betra líferni eftir nám heldur en ég hafði möguleika á áður, og þar er hægt að margfalda flestar tölur með 2,5 í það minnsta. Þetta býður mér einnig uppá þann möguleika að vera vel metinn af kollegum fyrir annað en "Já hann Kiddi, hann náði sófa einu sinni upp þröngann stigagang í 101! Ýmindið ykkur það!".
Ég veit ekki hver beit í rassgatið á þér þegar það kemur að menntun, en forheimskan sem það er að segja að mentun sé algerlega ónothæf og skili engu nær engri átt.
"Það er engin trygging".. var það einhverntíman? Auðvitað er engin trygging. En það er tryggt að þú munnt ekki einu sinni eiga möguleika ef þú reynir ekki. Þetta er eins og lottó eða happdrætti. Þú vinnur auðvitað ekki ef þú tekur ekki þátt.
Og varðandi þetta stórkostlega video. Ég veit um rasista video sem er sparkað af youtube reglulega, einnig um video sem sanna að uppruni mannsins fólst í að geimverur skitu yfir heiminn. Það gerir þau video alls ekkert merkilegri að youtube eyðir þeim út endrum og sinnum. Það að bera saman menntun svo í bandaríkjunum (ég býst við að það sé fjallað um það þarna, hef betri hluti (eins og menntun) að gera heldur en að horfa á svona rusl) og hér er undarlegt í það besta því námskerfin eru ekki einu sinni lík. Ef þú vissir ef þú mundir kynna þér hlutina svona aðeins, eða ertu hræddur við að læra eitthvað nýtt?
"Draumóra- og áhugmaður um frelsi hugans." Bein þýðing : Letingi.
Kristinn Esmar Kristmundsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 16:56
Fór þetta eitthvað öfugt ofan í þig Kristinn minn, ég vona allavega að námslánin séu ekki farin að plaga þig, enda gefur ekki orðskrúðið það beinlínis til kynna.
Hérna er örstutt myndbrot sem þú getur ornað þér við úr því að þér líkaði ekki heimildamyndina frá rasistunum í Bandaríkjunum, ef þú skyldir fá betra jobb en sófaburð eftir dvölina á vellinum.
http://www.youtube.com/watch?v=ERbvKrH-GC4
Magnús Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 17:47
@Kristinn
Eins og að fara í menntaskóla eða háskóla eins og allir hinir sé eina leiðin til að mennta sig. Prófaðu að hugsa út fyrir boxið og þú munnt fljótlega komast að það eru til fleiri leiðir til að mennta sig.Þær eru sennilega mun áhugaverðari en að hokrast yfir fræðiritum sem þér er skylt að lesa.
Held að þú sért að nefninlega að misskilja hann Magnús. Hann er að setja út á skólakerfið eins og það er sett upp í dag ef ég skil hann rétt, ekki MENNTUN í heild sinni.
Grímur (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 17:50
Hann er að setja út á menntun í heild sinni.
"Það er aftur verra hversu margir hefja nám upp á gömlu mýtuna að þannig bjóðist betur launuð vinna."
Svo bendir hann á video um skólakerfi í öðru landi sem er byggt upp á allt annann hátt en við eigum að kynnast í evrópu. Ég fór kanski soldið hart í það sem ég sagði. En svona alhæfingar eru alveg æðislega vitlausar. Fyrst hann er að koma með heimildir frá bandaríkjunum þá ætla ég að koma með nokkrar:
http://www.infoplease.com/ipa/A0883617.html
http://www.bls.gov/emp/ep_chart_001.htm
http://usgovinfo.about.com/od/moneymatters/a/edandearnings.htm
Einnig má vel nefna að námslánin valda mér engu erfiði. Ég er frekar til í að borga 60 þúsund á mánuði í lánin með laun upp á 600 þúsund frekar en að borga engin námslán og fá borgað 300 þúsund.
Kristinn Esmar Kristmundsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 18:06
Vonandi gengur þetta allt eftir hjá þér Kristinn, en gleymdu ekki ríkiskassanum hann hefur tilhneigingu til að taka meira af þeim sem hærri launin hafa þessi misserin og jafnvel svo rækilega að þeir eiga ekki fyrir námslánunum eða þá að éta. Þetta getur bæði átt við Ísland og Bandaríkin.
Nei ég er ekki að gagnrýna þekkingu ég er að gagnrýna náms-iðnaðinn. Keilir er talandi dæmi um svoleiðis fabrikku, þar sem hver bólublásarinn um annan þveran hefur matað krókin undanfarin ár, kynntu þér málið.
Magnús Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 18:15
Persónulega er mér sama um nám hins vegar er það nú verra að til að finna vinnu í útlöndum er tíu sinnum auðveldara að hafa stúdents.
Anepo, 9.2.2012 kl. 18:29
Þetta er rétt hjá þér Magnús Sigurðsson.
halkatla, 9.2.2012 kl. 18:32
Anepo, ég hef reyndar engu stútendsprófi hvað þá háskólagráðu að skarta, en er við störf erlendis sem gekk vandræðalaust að fá. Þar eru mánaðarlaunin um 660 þús fyrir ca. 162 tíma pr mánuð, vinnuvikan 37,5 tímar, ef unnin er yfirvinna er hún 50-100% hærri eftir atvikum. Þó svo ég þurfi ekki að greiða 60 þús af námslánum mánaðarlega er af nógu samt að taka heima á Íslandi.
Magnús Sigurðsson, 9.2.2012 kl. 19:54
eg get ekki betur sed en hann Kristinn Esmar hafi verid heldur betur skrubadur a milli eyrana .tad hefur senilega altaf verid aetlunin
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 20:47
1968 lögðu Svíar af öll próf. Til að ná stúdent (menntaskóla) þarf bara að mæta og fljóta með. Efir 4 ár færðu stútentinn, það er að segja húfuna. Það er ekkert merkilegt að brottfall sé lagt í því landi, enda taka t.d. Spánverjar ekkert mark á viðurkenningum frá skólum í Svíþjóð þegar sótt er um vinnu á Spáni,( veit persónulega um dæmi). Veit líka um dæmi, þar sem Íslendingar hafa komið heim með menntun frá Svíþjóð og vita akkúrat ekkert í sinn haus.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 21:10
Near the end of this good video, George Carlin talks a little bit about education.
http://www.youtube.com/watch?v=nLRQvK2-iqQ&feature=player_embedded
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.2.2012 kl. 23:24
Helgi þetta er hárbeitt hjá Georg Carlin. Vonandi tekst Kristni og öllu því unga fólki að taka snúning á háskólaiðnaðinum til að ná markmiðum sínum í með menntun þar, en það er rétt að hafa í huga að þetta er gert í gróðaskini en ekki góðgerðarskini eins og stundum er látið í veðri vaka. Ég tala nú ekki um þegar stjórnvöld smala ungu fólki í skóla á námslánum svo það þurfi ekki að greiða atvinnuleysisbætur, líkt og vinnumarkaðsátök helferðarhyskisins ganga út á.
V.Jóhannsson þú kemur inn á svipaða hluti og Gerald Celente í myndinni hérna að ofan, gráðurnar segja ekki svo mikið til um hæfni enda ná þeim flestir sem hafa hjartslátt.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 05:28
Það skiptir að sjálfsögðu máli hvað þú lærir.
BA í heimspeki eða BS í tölvunarfræði gefur mismunandi laun og atvinnutækifæri.
En menntun er máttur. Það er óumdeilanlegt.
Menntun er ekki ávísu á fátækt. Enda kemur skýrt fram í fréttinni að þeir sem sækjast ekki eftir aukinni menntunar eru þeir sem lifa við fátæktarmörk.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 10:35
Sleggju Hvellur, þú trúir nú öllu sem í þig er logið ekki sýst ef það gert með fréttum eða sjónavrpinu, hvað þá ef OECD, ESB, IMF eða aðrir skulda þrælahaldarar eru borin fyrir fréttinni. Enda andagiftin sem endurómandi eiðimörk.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 12:36
Magnús.
Ert þú að neita fyrir þessar staðreyndir?
Heldur þú að ómenntaðir séu þeir ríkari og menntamenn fátækir?
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 12:41
Hvor fær betri laun
Kassa daman í Bónus eða forritarinn í CCP?
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 12:41
Þykistu vera með staðreyndir, ertu svona viss um að kassadaman hafi ekki gráðu úr háskóla og að forritarinn hafi hana?
Nei Sleggju Hvellur fólk sem hélt að það hagnaðist á að láta þjóðina greiða skuldir gjaldþrota einkabanka á verulega bágt.
Unga fólkið sem horfði upp á vel menntuðu sérfræðingana á góðum launum við að setja Ísland á hausinn er farið að átta sig á því að það eru til hámenntaðir fábjánar sem er ekki launanna virði.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 13:29
Ég get tekið mig sem dæmi.
Ég vann í ruslinu og KFC ómenntaður. Svo útskrifaðist ég úr Háskóla og er núna á mun mun betri launum.
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 13:44
Launin segja minnst og það er þekking sem er máttur apaköttur.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 14:01
Það hefur trúlega verið dálítið pínlegt fyrir Háskólann hér þegar þeir Háskólamenn fengu það verkefni að gera könnun um það hverjir væru líklegastir til að vera frumkvöðlar og stofna fyrirtæki.
Niðurstaðan var sú að Háskólamenn væru þeir sem síður væru líklegir til þeirra hluta en þeir sem minni menntun höfðu.
Og munaði þar talsverðu.Þeim niðursöðum hefur svosem ekki verið flaggað hástöfum én þó komu þær nú í Ríkisfjölmiðlinum að minsta kosti einu sinni.
Það er svo spurning hvort menntakerfið er svona klúður eða hvað.
Þróunin í dag er að vísu öll í þá áttina að einstaklingar séu ekki með fyrirtæki eða að skapa störf sem mundu keppa við einokunarklíkurnar og þrælahaldið.
Þar sem allir eiga að standa í röð með matardiskinn sinn.
hvort sem talan 300 eða 600 stendur skrifuð á hann.
Mig grunar það Magnús að þú munir hafa fengið smjörþefinn af þessu sýstemi með þitt fyrirtæki.Eins og eg hef skilið það af því sem þú hefur verið að segja okkur hér á blogginu.
Sólrún (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 14:01
Jú það er satt Sólrún ég fékk smjörþefin af því enda var mitt fyrirtæki í byggingageiranum og því varla við öðru að búast.
Ég hef mestan hluta þegið laun frá eigin fyrirtækjum frá því 1984, en er núna búin að vinna hjá Norsku múrara fyrirtæki sem stýrt er af konu í rúma 8 mánuði og er það lengsti tími sem ég hef unnið hjá öðrum en sjálfum mér frá því að ég var rétt rúmlega tvítugur.
Það er því miður ekki vegna góðra ráðlegginga, gáfna eða gjörvugleika sem ég slapp við skólakerfið það var brennivínið sem bjargaði mér frá mennta-iðnaðinum og íþróttabölinu. Semsagt hrein og tær hundaheppni.
Núna hef ég laun sem geta verið eitthvað áþekk þeim sem fólk sækist eftir með menntun, svo eru auðvitað sumir sem sækast eftir þægilegri innivinnu ofan í kaupið.
En ég verð að segja að þó svo að ég vinni við álíka erfiða vinnu og t.d. sófaburð, álíka rykuga og sandblástur, þá er því öfugt farið við Kristinn hérna í fyrstu athugasemd, þegar hann sagðist eiga möguleika að vera vel metinn með námi af kollegum fyrir annað en "Já hann Kiddi, hann náði sófa einu sinni upp þröngann stigagang í 101!", þá gleddi það mig að vita að kollegarnir segðu "Já hann Maggi múrað þetta og de er bra.
Ég hef nefnilega yfirleitt gaman að því sem ég er að gera og dettur ekki í hug að ég sé á rangri hillu á meðan. Mér finnst gaman að því að sjá eitthvað hafa gerst og þess vegna er það mjög svo hvetjandi að hræra sementi saman við sand og vatn því þá er betra að láta hendur standa fram úr ermum við að búa eitthvað til áður en allt verður hart.
En það er ekki það að ég ætli að finna menntun allt til foráttu en ég er með það á hreinu þegar ég ráðlegg mínum börnum, þá sé betra að vita, og hafa áhuga fyrir því, hvað á að gera við menntunina áður en námslánin eru tekin.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 14:39
Menntun kostar sitt, ekki spurning.
Ég tel samt sem áður að betra sé að mennta sig en ekki.
Þ.e.a.s ef menn hafa bæði efni og tök á því að mennta sig.
Þróunin á vesturlöndum er sú að verkamannastörfunum hefur verið úthýst til ódýrari atvinnusvæða.
Þetta er stórhættuleg þróun og hef ég á skólaárum mínum notað hvert tækifæri til að koma þessari skoðun minni á framfæri, meira að segja í munnlegum prófum í háskólanum.
Það merkilega er að bæði prófessorar og hámenntaðir aðstoðardómarar voru undanteknigarlaust sammála ákafa mínum í þessu málefni, ég fór seint til náms og þekki því báðar hliðar á peningnum.
Við erum að grafa undan okkur lífsviðurværið með því að "flytja út" vekamannastörfin !!
Sama hvað fræðimennirnir leggja út í verkinu, verkið verður aldrei "áþreyfanlegt" fyrr en verkamaðurinn hefur lagt sínar hendur á það.
Það er staðreynd !
runar (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 15:33
P.S
Mennta-minnimáttakennd mín hvarf á námsárum mínum, verkamaðurinn leggur alls ekki minna til verksins en "lærðu" fræðingarnir er koma að því koma.
Í raun er það svo að þessi lærdómur hefur upplýst mig meira um tilganginn með þessu öllu saman en öll "æðri stærðfræðin" sem ég lagði að baki í námi mínu gat afrekað.
Samt sem áður hafði/hef ég ótakmarkaða virðingu fyrir stærðfræði !
runar (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 15:43
Já Magnús fjandinn er bara hreint ekki eins slæmur og af er látið.
Það er orðin staðreynd að verklega kunnáttu vantar hér.
Sama virðist upp á teningnum á norðurlöndum.
Saga þín kemur nákvæmlega heim og saman við niðurstöður rannsóknarinnar sem eg minntist á.
Iðnaðarmenn eru það sem kallað er minna menntaðir.
En virðast í raun hafa þá menntun sem er skilvirk og skilar sér
einmitt í atvinnusköpun og frumkvöðla starfsemi.
Meira menntaðir eru nú í síauknum mæli að koma inn á atvinnuleysisbætur.
Kannski eru "minna menntaðir"einnig duglegri að ganga fyrir sér með atvinnu erlendis.
Eða þá eftirspurn eftir minni menntun meiri.
Sólrún (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 15:46
runar; tek undir með þér, það er betra að mennta sig. Það sem ég er að benda á gerir myndin hérna að ofan góð skil. Menntun er ekki bara skólaganga upp á gamla móðinn, verðmæt menntun er umfram allt þekking. Það er varhugavert að afla sér menntunar bara menntunarinnar vegna.
Ef fólk ætlar að afla sér þekkingar sem það veit ekki hvað það ætlar að gera við þá er betra að gera það frítt á internetinu frekar en að kosta það með námslánum til að fá gráðu, því hún er ekki trygging fyrir vel launaðri vinnu, en út á þann pappír gengur fjárplógsstarfsemi mennta-iðnaðarins.
Sammála þér með verkamanninn hann ætti ekki að flytja úr landi, en fólk hugsar ekki út í það þegar það kaupir t.d. merkjavörur. Þess má geta að fyrir tveimur árum eða svo voru íslenskar lopapeysur í tísku sem báru merkið Farmers House, mér var sagt að þær væru úr íslenskum lopa en prjónaðar í Indónesíu, það væri viðskiptafræðilega meiri framlegð í svoleiðis buisness en að selja handverk frá íslenskum prjónakonum og þetta væri eftir allt saman íslensk hönnun.
Ég seldi erlendum ferðamönnum lopapeysur í tvö sumur eftir að kreppan skall á og veit að þeir sem kaupa íslenska lopapeysu ætla ekki að kaupa Indónesískt handverk úr íslenskum lopa þegar þeir kaupa lopapeysu á Íslandi. Þetta er stundum kallað að kaupa köttinn í sekknum eða láta spila með sig og á því hefur engin áhuga.
Sólrún, ég held að fólk sé, auk þess að sækast eftir góðum launum, að sækast eftir virðingu þegar það menntar sig til gráðu. Hvers vegna virðing á að fylgja gráðu frekar en því að afreka það að koma sófa með sóma á milli hæða fyrir samborgara sína er mér hulin ráðgáta.
Ég hugsa að það verði eftirspurn eftir góðum búslóðafluttninga mönnum löngu eftir að fólk áttar sig á að t.d. hagfræðingarnir eru uppfullir af einskýrsverðum upplýsingum.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 16:24
Þarna kemur þú nefnilega alveg með grundvallarspurningu sem þyrfti að kryfja til mergjar.
Hversvegna ætti sá sem flytur sófa á milli hæða að vera minna metinn en sá sem er með gráðu sem gerir hann ef tilvill ófæran um að vinna það verk vegna kunnáttuleysis á því sviði.
Maður sem lengi er búinn að vera verkstjóri segir að bestu menn sem hann geti fengið í vinnu séu bændur því þeir hafi svo breiða verklega kunnáttu og reddi bara hlutunum ef eitthvað komi upp á.
Mér finnst það mjög gott sem Rúnar sagði frá hér að ofan þegar hann áttaði sig á því einmitt vegna menntunar sinnar að verkamaðurinn sem vinnur verkið er jafn mikilvægur og sá sem teiknar hannar eða er verkstjóri svona sem dæmi.
Þetta finnst mér sýna hvað hann hefur menntað sig vel með náminu.
Og hefur greinilega það sem er kallað farsælar gáfur.
Virðingarstiginn jú aldeilis auðvitað man maður eftir því að skattstjórafrúin og kaupfélagsstjóra frúin og læknisfrúin urðu sjálfkrafa fínar frúr út á það þó að þær væru bara með barnaskólapróf.
Þá var þetta svo magnað.
Sólrún (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 17:28
Ég stofnaði fyrirtæki þegar ég var hálfnaður með mína Háskólagráðu.
Svo er ég þáttakandi í Gullegginu 2012. Ég sendi inn hugmynd og er að vonast að vinna. Er að fara á námskeið á morgun t.d
Ég er útkrifaður úr háskóla sem á sitt eigið fyrirtækið og frumkvöðull í ofanálagi.
Þvert á það sem þú segir um menntamenn Sólrún.
Dálitið pínlegt?
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 18:37
Sólrún, ætli menntasnobbið liggi ekki fyrst og fremst í almenningsálitinu og því hvað sjálfsvirðing getur verið vandmeðfarin.
Margir sem ég þekki hafa komist mjög vel áfram án þess að hafa lokið nokkru nema barnaskóla og sumir jafnvel ekki einu sinni honum.
Ég þekki til þriggja manna sem öllum var vikið úr barnaskóla samtímis fyrir að gera tilraun til drepa kennarann með því að sprengja hann í loft upp, tilraun sem mistókst.
Úr þessu varð mál og þeim gert að biðjast afsökunar á ódæðinu ef þeir vildu vera áfram í skólanum. Einn harð neitaði, sagðist ekki ætla að fara að biðjast afsökunar á einhverju sem hefði mistekist, hefði þar af leiðandi ekki skeð og þar með lauk hans skólagöngu. Annar baðst afsökunar með semingi, enda kennarinn frændi hans, lauk síðan barnaskóla og ekki söguna meir. Sá þriðji baðst kurteislega afsökunar, enda sonur kaupfélagsstjórans í plássinu og var meira grunaður um að hafa hrifist með við undirbúning hinna pörupiltanna.
Þess má geta að ég þekki til þessara manna í dag, allir eru þeir farsælir. Tveir fyrri vinna við eigin rekstur, eiga stóran hóp gjörvulegra afkomenda, standa sterkir fjárhagslega svo sterkir að kreppan hefur engu breytt hjá þeim og þeirra afkomendum, hún einfaldlega skiptir ekki máli.
Sá þriðji gekk menntaveginn og er stjóri hjá einni stóru keðjunni, mér að vitandi á hann ekki afkomendur, er upp á aðra komin með vinnu og ég er nokkuð viss um að bankabókin hans er lítilfjörlega miðað við hina ódæðismennina.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 18:54
Kom þá ekki Sleggju skrattinn og verpti gulleggi fyrirfram. Gaman væri að vita hvað fyrirtækið starfar og veitir mörgum vinnu, eða á kannski að gera það út á styrki sem virðist vera háskólamenntuðum frumkvöðlum hugleikið.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 18:59
eg hef ekki fengið krónu í styrk
Sleggjan og Hvellurinn, 10.2.2012 kl. 19:12
Þetta með lopapeysurnar er laukrétt, þ.e.a.s ef heiðarlega er haldið á spilunum.
Í minni krossferð á námsárunum þá kom það ítrekað í ljós (mitt verkfræðinám tengdist stundum markaðslegri útfærslu á nýjum vörum) að fólk virðist vera tilbúið að borga meira fyrir innlenda framleiðslu (fólkið var ekki ætíð að hafna þrælkunarvinnu í 3ja heims löndum, heldur oftar en ekki að eltast við "alvöru" framleiðslu (gæði), framleiðslu á gamla mátan ásamt því að styðja við innlendar atvinnugreinar).
Þetta kom mér reyndar skemmtilega á óvart því "kaupmaðurinn á horninu" hefur ætíð átt bágt með að keppa í verði við massaframleiðslufyrirtæki (t.d Haga á Íslandi, hvað þá walmart ytra).
Eina aðferðafræðin sem virðist virka er að keyra á gæði og hugmyndafræðina um framtíðarhagsmuni neitenda , ekki skammtímahugsunina sem skaðað hefur okkur töluvert undanfarna tvo áratugi.
Ég vil einnig þakka Sólrúnu hlý orð og taka undir yfirlýsingu hennar í sambandi við bændur..ég hef siglt með þeim nokkrum og án undantekninga hafa þetta verið úrvals starfskraftar með ráð undir rifi hverju.
Bestu kveðjur og hafið það gott...
runar (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 19:17
Sleggju Hvellur, ég var nú svona meira að forvitnast um hverju þitt fyrirtæki hefði áorkað eða hvort það væri ennþá á hugmyndastiginu.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 19:19
Hæ Sleggja
Nei það er ekki vitund pínlegt þegar fólki gengur vel og skapar sjálfu sér og eftilvill öðrum tækifæri.
Við þurfum að fara að læra það að hagsmunir heildarinnar skipta meira máli en að einhver verði að hafa rétt fyrir sé bara til að hafa rétt fyrir sér.Þó það sé auðvitað alltaf mjö gaman:)
Til hamingju með fyrirtækið svo framarlega sem það er ekki skúffu fyrirtæki og hugmyndina þína.
Ekki veitir okkur nú af á þessu skeri.
Sú könnun sem eg vtna til og er frá Háskólanum sjálfum komin segir ekki að þetta sé undantekingalaust og á einn veg en líkurnar meiri.
Þú ert þá frávik og gætir hugsanlega bæði hafa fengið hugmyndina og stofnað fyrirtækið utan skóla.
Mig grunar að fídusinn í því liggi nefnilega hjá þér sjálfri sleggja góð.
Magnús þessi frásögn þín er alerlega ein af þeim perlum
sem bjarga deginum :)
Og bæði stórmerkileg og mikil heimspeki.
Sólrún (IP-tala skráð) 10.2.2012 kl. 19:27
runar, takk fyrir áhugaverð innlegg sem gáfu umræðunni gildi.
Tek undir með Sórúnu, til hamingju með framtakið Sleggju Hvellur.
Sólrún takk fyrir, þú kemur ævinlega umræðunni á hærra plan með þínu góðu innleggjum.
Magnús Sigurðsson, 10.2.2012 kl. 20:20
Sælir, áhugaverð umræða um menntakerfið. Myndinn um Bandaríska kerfið varpar fram heilmörgum áhuga verðum spurningum um kerfið og hver raunveruleg markmið þess eru. Grunnar þó í reynd að Bandarískakerfið sé mun rotnara en Íslenska kerfið, þó rotið sé, væri gaman ef einhver gæti útbúið mynd um hvernig hlutunum er raunverulega háttað hér á landi.
Að mínu áliti, þá byrjar skóla ganga krakka strax í leikskóla enda var ég í einum slíkum enda fín geimslu staður fyrir óþroskaða smákrakka. Grunnskólinn aftur á móti er staður til þess að geyma óþroskkaða krakka. Enda fínt fyrir foreldranna að fá frið meðan þeir vinna.
Þegar á framhaldskólastigð hefur einstaklingurinn val um það hvort að hann heldur áfram námi eftir grunnskólan eða hættir. Velji hann að halda áfram námi. þá á hann í reynd val um tvennt bóknám eða iðnnám. Bóknáminu er hampað umfram iðnámið sem hefur valdið því að mínu viti að verið sé að láta mörg hefðbundin störf og iðngreinar líta ílla út. Sem kann að skýra þá þurrkun sem hefur orðið á Íslenskum verkamönnum síðustu ár og eftir vill skort á iðnaðarmönnum þekki það þó ekki nógu vel til að geta sagt 100% af eða á. Nám á framhaldskóla stigi er fermur ódýrt og held ég að fáir séu að steypa sér í miklar námslána skuldir eftir iðnnám og/eða studentspróf. Þekki það þó ekki.
Þá er það háskólarnir og hið þrískipta gráðukerfi. Hverri gráður er ættlað að kenna ákveðinn vinnubrögð og hugsun óháð því fagi sem er verið að kenna, sem er varhuga vert að mínu viti það er ekki verið að kenna svo mikið í gagnrýni hugsun og hugsa út fyrir boxið. Í reynd er verið að kenna þér að hugsa inní boxinu.
Það sést best á þeirri kennslu sem við höfð er í aðferðarfærðum og þegar verkefni eru annarsvegar sem gera kröfu á það að þú segir til um þá aðferðarfræði sem þú valdir að nota og af hverju sem veldur því að ritgerðin ritgerðinn/fræðiritið verður að hálfgerðu sagnfræði riti að einhverjuleiti og lesandin verður engu nær um það sem á að fara að tala um. þar sem sagt verið er að lýsa verkfærinu áður en verkið er unnið, staðin fyrir að vinna verkið sem á að vinna strax frá byrjun.
Ég gæti myndað mér hversu pínlegt og kjánalegt það væri ef iðnaðarmaðurinn og/eða verkamaðurinn myndi/u alltaf þurfa að eyða tímanum í það að lýsa verkfærinu eða verkinu sem hann er að fara að vinna áður en byrjar að vina. Ég Gæti jafnframt ímyndað mér einnig hversu kjánaleg skáldsaga myndi líta út ef rithöfundur myndi fyrstu blaðunum í það að útskýra hvernig hann fór að því að skrifa skáldsögunna.
Þá er undarleg þessi krafa um próf án gagna þegar einstaklingurinn fer svo að vinna, þá þarf hann að nota gögn við vinnu sína,sér þau til hjálpar. Þar sem próf prófa einungis kunnáttu í það að muna en ekki nýta sér þekkinguna sem liggur í þeim námsbókum sem lyggja fyrir. Sá sem fær t.d tíu á prófi hann getur verið góður að muna en hann gæti verið afleitur úti á vinnu markaði að nýta sér það sem hann lærði. Því liggur einn af veikleikum skólakerfisins gagnvart atvinnulífinu. Því grunar mig að annsi margir nemendur læri til þess að ná prófunum, prófanna vegna án þess þó að nokkur raunveruleg þekking sitji eftir. Sem er mjög varhuga vert fyrir samfélagið, þegar einstaklingur kemst í stöðu sem krefst þeirrar færni sem hann á að hafa aflað sér í náminu. Þannig að vinnustaðurinn er eflaust í einhverjum tilfellum bettur setur með þann sem hefur reynsluna. EKki er altaf nauðsinlegt að ráða þenna með prófskýrteinið. Sumar atvinnugreinar eru lögverndaðar og sem getur gert íllt vera stundum ef þarf að láta ófaglærðan hæfan einsakling fara til þess að koma faglærðum en óhæfum einstakling að. Á þetta vandamál vel við í grunnskólakennara starfinu, og eflaust annarstaðar líka.
Hvað ytri þætti varðar þá snýst þetta um að ná fólki inn í kerfið og fá það til að fjármagna nám sitt með einhverjum hætti til þess að við halda kerfinu. Því er vis hvati í kerfinu sem kvetur fólk til þess að taka lán og steypa sér í skuldir engin furða að margir skulda haug eftir háskóla nám og meira að segja eftir nám í ríkiskólunum. Einhverjir láta eflaust glepjast af gilliboðum skólanna, einhverjir sem hafa ekkert í nám þannig séð að gera bæði vegna itri og innri þátta sem leiða til þess að einstaklingurinn ætti ekki að vera í námi. Því verður fólk að huga vel að mörgu áður en farið er í háskólanám, og hvort að það skili einhverju í reynd þá bæði hvað varðar þekkingu og í tekjum.
Kristján (IP-tala skráð) 12.2.2012 kl. 03:40
Sæll Kristján, og þakka þér fyrir mjög svo áhugaverð skrif sem koma víða við, ég held að þú sért að hitta naglann á höfuðið án þess að hamra hann of fast.
varðandi leik og grunnskóla þá held ég að þar sé gengið lengra en bara það að koma börnunum í geymslu til svo foreldrarnir geti unnið. Strax þá er unnið skipulega að því að eyðileggja frjálsa hugsun barnshugans. Markvisst er barninu kennt að treysta ekki leiðsögn hjartans.
Bóklega framhaldsnámið er komið á það stig að flest öll viðurkennd gildi er aðeins hægt að rökstyðja með fortíðar vísindum. Kennurum er gert að kenna eftir fyrirfram viðurkenndum viðmiðunum þar sem hyggjuvit hjartans hefur verið gert útlægt. Þar sem rökhugsunin ein er ráðandi og baksýnisspegilinn sýnir sannleikann, þar sem ekkert tilfinningalegt innsæi fyrir framtíðinni fyrirfinnst. Í reynd er markvisst kennt að vantreysta eigin tilfinningum.
Háskólastigið sem er uppfullt af rökhyggju og er fyrir löngu búin að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa, hefur gert skólana að stærðfræði og staðreynda stofnunum sem gerir flesta á endanum að annars heilhvels exel fólki, sem er fullt af upplýsingum án visku, vits og þekkingar. Stjórnmálamenn sem jafnvel leggja upp með hugmyndir breytingar, verða skíthræddir innan um þetta velmenntaða vinstra heilahvels fólk þegar þeim er ógnað með staðreyndum um að hitt og þetta sé ekki mögulegt fræðilega. Fólkið með exel þekkinguna sem hefur enga sýn nema aftur fyrir sig hefur verið alið upp til að verja kerfið. Fólk sem hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, það treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Það trúir því að til að vera fullkomlega faglegur þá þurfi að þurrka út tilfinningar.
Af því að þú kemur inn á það hversu afkáralegt það væri fyrir iðnaðarmanninn að þurfa að lýsa verkfærunum sem hann vinnur með, áður en hann ætlar að vinna verkið, þá get ég frætt þig á að það kerfi hefur verið tekið upp á sumum vinnustöðum, meir að segja á Íslandi. Alþjóðlega fyrirtækið Alcoa er með þetta kerfi hjá sér. Komir þú þar inn sem verktaki ferðu á viku námskeið m.a. um hvernig fylla á út þær skýrslur. Um 20% af vinnudeginum fer í skýrslugerð sem kemur hvorki verkinu né gæðum þess við, og allar líkur eru á að aldrei verði skýrslurnar skoðaðar. En eftirlitið með því að skriffinnskan sé framkvæmd er virk.
Sammála þér með þá undarlegu kröfu um próf án gagna. Maður hefði haldið að menntun gengi út á frjóa hugsun og hvar ætti að leita gagna. Þess aðferðafræði gengur út á það gagnstæða þ.e.a. fylla höfuðið af einskírsverðum upplýsingum og dæla broti af þeim á blað á fyrirfram ákveðnum tíma.
Það var ungum manni sem ég þekki til vikið úr skóla fyrir að notast við einhverskonar snjallsíma í prófi, þetta var áður en fólk almennt áttaði sig á að símarnir gætu haft þetta notagildi. Maður hefði haldið að svona hugmyndaríkum dreng hefði frekar átt að hampa fyrir útsjónarsemi við að afla upplýsinga.
Ég hef grun um að aðferðin við að kosta háskólanám á Íslandi og Bandaríkjunum sé ekki ósvipuð, og um það fjallar myndin hérna að ofan. Það sem flestir þurfa þó að átta sig á, hvort sem þeir fara í langt nám eða ekki, benti ég honum Kristni á með youtube link í annarri athugasemd. Takk aftur fyrir hugvekjandi skrif Kristján, það er það sem lagt er til með athugasemdirnar sem gefa blogginu gildi.
http://www.youtube.com/watch?v=ERbvKrH-GC4
Magnús Sigurðsson, 12.2.2012 kl. 07:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.