Hátt í hundraðþúsund hálfvitar.

 

 

Er það ekki undarlegt að strax í skóla er unnið skipulega að því að hefta frjálsa hugsun barnsins, þar sem markvisst kennt að treysta ekki leiðsögn hjartans. Rökhyggjan skal vera leiðarljós lífsins.

Umburðalindi fyrir sérstöðu einstaklings með leitandi hugsun er lítið. Viðurkenndum staðreyndum er haldið að huga nemandans sem á svo að skila árangrinum frá sér á klukkutíma lokaprófi. Þannig er hæfni metin og grunnur lagður að vinnu fyrir kerfið. Ef nemandinn hlýðir ekki þessari innrætingu, hlýtur hann sérmeðferð á lyfjum sem brýtur niður persónuleikann.  Með kerfisbundnu innrætingu er frjálsri hugsun eytt og til verður rökhugsun á kostnað sköpunargáfunnar.

Menntakerfið er komið á það stig að flest öll viðurkennd gildi er aðeins hægt að rökstyðja með fortíðar vísindum. Kennurum er gert að kenna eftir fyrirfram viðurkenndum viðmiðunum þar sem hyggjuvit hjartans hefur verið gert útlægt. Þar sem rökhugsunin ein er ráðandi og baksýnisspegilinn sýnir sannleikann, þar sem ekkert tilfinningalegt innsæi fyrir framtíðinni fyrirfinnst. Í reynd er markvisst kennt að vantreysta eigin tilfinningum.

Menntun sem er uppfullt af rökhyggju, er fyrir löngu búin að missa virðinguna fyrir sköpun hugar og handa, hefur gert skólana að stærðfræði og staðreynda stofnunum sem gerir flesta á endanum að annars heilhvels exel fólki, sem er fullt af upplýsingum án visku, vits og þekkingar.  Fólk sem hvorki treystir ímyndunarafli sínu né innsæi, það treystir jafnvel ekki tilfinningum sínum. Það trúir því að til að vera fullkomlega faglegur þá þurfi að þurrka út tilfinningar.

En hvað finnst háskólaprófessornum Sir Kent Robinson, hann er í það minnsta skemmtilegur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjördís Vilhjálmsdóttir

Áhugaverð grein hjá þér, takk. Og fær mann til að hugsa og það er margt til í þessu hjá þér því miður vil ég segja. Það á helst að steypa alla í sama mót.

Hjördís Vilhjálmsdóttir, 14.3.2012 kl. 18:58

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir það Hjördís.   Það er satt hjá þér, það er engu líkara en eigi að steypa alla í sama mótið.  Þess vegna er erindi Robinson athyglivert, þar talar hann um hvernig sköpunargáfan er eyðilögð í skólakerfinu t.d. hjá þeim sem greindir eru ofvirkir.  Eins veltir hann því fyrir sér hvað fólk ætli að gera við allar þessar gráður og hver þurfi á þeim að halda. 

Skólakerfið er komið á hættulegt stig og er þess skemmst að minnast að það voru hámenntaðir sérfræðingar sem unnu við það að setja Ísland á hausinn og eru ennþá á fullum launum við að féfletta almenning.

Magnús Sigurðsson, 14.3.2012 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband