Bláar myndir á sunnudagskvöldi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Í kvöld er boðið upp á bátsferð meðfram fjörunum hérna í kringum Harstad, þær sem ég hef lallað um síðan í maí í fyrra.   Hér er svifið á töfrateppi um heiðbláa mynd þar sem má sjá og finna hvernig Norðmenn njóta lífsins.

Til að njóta siglingarinnar er ráðlegt að fara beint á youtube slóðina hérna fyrir neðan, nota allan skjáin til útsýnis, halda sér fast og fíla flugið, ekki sakar að setja músíkina í botn til að komast vel í gírinn.
 
http://www.youtube.com/watch?v=XoN8GUcG4ok

Magnús Sigurðsson, 1.4.2012 kl. 20:16

2 identicon

Magnus takk fyrir þetta sýnishorn frá frændum vorum.

En ekki er nú sami heiðríkjubláminn hér og á

Djúpavogs myndunum það vantar eitthvað uppá.

En það virkar líka svo sólarlalaust.

Er hún ekki enn komin á loft blessuð sólin

eftir veturinn ?

Sólrún (IP-tala skráð) 1.4.2012 kl. 22:35

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæl Sólrún, það sem gæti verið skýring á sólarleysinu er að þarna er hún í hádegisstað og sjórinn flatur, þannig að það vantar alla skugga til samanburðar.  Eins er ekki útilokað að +27°C spili inn í með uppgufun frá haffletinum, þess vegna ráðlegg ég fullan skjá svo hægt sé að njóta útsýnisins. 

Ég varð hugfangin af þessu videoi eftir að hafa skoðað það í annað sinn og þá í fullri stærð.  Það gefur góða tilfinningu hvernig það er að svífa yfir haffletinu á spegilsléttum firði hvort sem það er Berufjörðurinn eða Vogsfjorden.

Sólin kom upp um 20. janúar hérna 69°N og hefur annarslagið látið sjá sig í gegnum snjóélin.

Magnús Sigurðsson, 2.4.2012 kl. 04:16

4 identicon

Já þegar að þú segir það þá átta eg mig á þessu með birtuna og stöðu sólar .Það er dálítið sértök tilfinning að sjá þetta .

Magnús eg herti mig upp og skrifaði inn á bloggið þó að eg hafi orðið fyrir heldur óskemmtilegri reynslu hér um daginn á einni blog síðunni þar sem eg varð fyrir árás fré einhverri persónu sem kallar sig Óttar.En eg þekki engan með því nafni.Þar gerði sá sér lítið fyrir og stmplaði mig sem áfengis og töflufíkil eins og sá sem valdið og vitið hefur.

Þeir sem að þekkja mig vita auðvitað að eg nota engin slík efni.

En þetta var óþægileg reynsl.Eg gerði Hjördísi Vilhjálms grein fyrir að eg mundi ekki hafa áhuga á að koma aftur ínn á síðu þar sem svona taktík væri látin viðgangast.

Ætla að sjálfsögðu ekki að spá meira í þetta

Það er víst ekkert nýtt að það sé ráðist á fólk í skjóli nafnleyndar á netinu en eg hef ekki orðið fyrir því áður.

Hef heldur ekki viljandi að minstakosti sýnt meðbloggurum mínum slíka framkomu

Sólrún (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 10:17

5 identicon

Aðeins meira um sólina og gang himintungla og allt það.

http://www.youtube.com/watch?v=_HZ_Dvkxi-8&feature=g-vrec&context=G25ecd4fRVAAAAAAAABQ

Sólrún (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 10:32

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sólrún ég ætla rétt að vona að þú látir óskemmtilegu reynslu ekki á þig fá, hún segir allt um þann sem lætur ófögnuðinn frá sér en ekkert um þig, þar á þó svo sannalega það sama við nafnleysi og þegar talað er undir nafni. 

Ég hef smá saman verið að komast að þeirri niðurstöðu með sjálfan mig, að þegar mér mislíkar eitthvað í fari annarra þá eru það oftast brestir sem mér hef ekki tekist að yfirstíga sjálfur, og kannski á þessi Óttar við það vandamál að etja, þessa þörf fyrir að vita allt betur og þegar það gengur ekki þá bara að steypa einhverja vitleysu í fljótfærni. 

Þú segir allt sem segja þarf um þig, þeir eru fáir sem ég hef kynnst sem eiga eins auðvelt með það og þú að láta málefnin standa ljóslifandi fyrir hugskotsjónum með góðri dæmisögu sagðri á kurteisan máta.  Þú ættir að vera til eftirbreytni öllum þeim sem vilja njóta nafnleyndar á bloggi.  Sumir loka bloggi sínu fyrir þeim sem ekki koma fram undir fullu nafni og helst kennitölu og missa þannig af dýrmætustu púslunum. 

Fyrir mér er blogg samskiptamáti þar sem allir koma inn á eigin forsemdum, ég hef ekki hent út athugasemd, en það hefur komið fyrir að ég hef hent út bloggfærslu sem ég hef fengið ókræsilegar athugasemdir við, en það hefur þá gefið mér tækifæri til að velta því fyrir mér hvað varð til þess að hún kallaði á þessi viðbrögð og stundum kemst ég að því að sökin liggur eingöngu hjá mér og þá er betra að biðjast afsökunar en ef það er ekki hægt þá að eyða bloggfærslunni.  

Enn og aftur kemurðu með púsl í mína mynd, þessi youtube linkur er meira en stórfrétt á heimsvísu.  Þarna talar fólkið sem veit nákvæmlega um hvað það er að tala og hvað er að gerast því það hefur tenginguna við móðir jörð. 

Það gleður mig ósegjanlega að fá þessa staðfestingu og ég gæti best trúað því að ég hringi fljótlega í gamlan vin á Djúpavogi sem sagði mér hikandi fyrir rúmu ári síðan að honum fyndist sólin hafa hækkað á lofti, en þyrði varla að minnast á það við nokkurn lifandi mann.  Þessi vinur minn er kominn hátt á áttræðisaldur og hefur haft sama viðmið fyrir utan stofugluggann hjá sér í áratugi til að miða út sólarhæðina.

Enn og aftur Sólrún láttu ljós þitt skína, þessi heimur er svo miklu áhugaverðari vegna þeirra púsla sem þú hefur að geyma og hann má ekki við því að þeim sé ekki útdeilt.

Magnús Sigurðsson, 2.4.2012 kl. 12:27

7 identicon

Takk Takk og aftur Takk Magnús

þú kannt sannarlega lagið á að útbúa

vítamínsprautu í andlega horgemlinga .)

Ég varð eldhress á augabragði.

Já eg varð svo glöð að sjá þá heiðursmennina

.Þeir trana sér ekki fram og þeim er óhætt að treysta

.Gaman að heyra af honum vini þínum á Djúpavogi.

Við hér á Fróni eigum nefnilega líka okkar

"elders" Eg fæ góða strauma þegar eg hugsa til hans.

Það er gaman að púsla ...:)

Eg hef stundum hugsað í smbandi við nafnleysið að eg veit að sumir segjast ekki svara eða kommenta eða vilja fá inn á síðurnar sjá sér einhverja sem þeir " vita ekki hverjir eru"

Mér hefur stundum dottið í hug að búa til síðu stja inn mynd af

kanínu sem eg átti einu sinni og er nú löngu farin til

Kanínu Heaven.

Og skrifa við myndina að eg hafi áhuga á gangi himintungla og jarðgangnagerð í Helvíti og öllu það á milli.

Hviss búmm bæng @hotmail.com . Og þá mundu á augabragði allir vita hver eg væri.

Eða þannig.Skilurðu hvað eg meina ?

Ef fólk þekkist ekki á því sem það sendir frá sér hvað þá ?

Stundum hef eg furðað mig á því þegar eg skoða bloggsíður hvað orka fólks og jafnvel líðan þess frá degi til dags kemur fram milli línanna og ekkert endilega tengt efninu sem verið er að ræða.

Og hvað kommentin virðast oft sgja til um að eg er ekki ein um að sjá það.

Magnus eg hef aldrei verið í vafa um að eg þyki oft vera mjög glannaleg og geggjuð í skrifum.

En eg vil meina að einhver þuri að koma fram með sumt af því ótal marga sem er í gangi í heiminum.Og kannski skemma yrir fólki flöru jörðina þess.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 14:11

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er gleðilegt að heyra Sólrún :).  Ég er sammála þér með nafnleysið, fólk getur haft sínar ástæður fyrir því og ánægjulegt þegar það lætur þær ekki aftra sér frá því að láta ljós sitt skína. Ef fólk er með ókurteisi undir nafnleynd þá dæmir það sig undir eins sjálft. 

Það getur litið út fyrir að vera geggjun að skrifa með hjartanu en það er samt þegar öllu er á botninn hvolft meiri viska í því heldur en að skrifa samkvæmt vitneskunni sem hefur verið hvítskrúbbuð stöðluð á milli eyrnanna á okkur með uppeldi og menntun.  Ef allir hefðu haft þann talsmátann þá væri jörðin meira en flöt, hún væri kylliflöt.  Gömlu inúítarnir og gömlu mennirnir á Djúpavogi vita að flatneskja er ekki til nema þá kannski flatneskja hugans.

Ég hef verið í hálfgerðum vandræðagangi undanfarið vegna þess að það kom óvænt frí upp í hendurnar á mér alla páskavikuna.  Svo ég hef verið að lalla margar ferðir á dag niður í fjöru óg til að skoða skýin.  Svo skeði það snemma í morgunn í fyrstu ferðinni að ísaldarleirinn rann til á milli eyrnanna á mér og það kvikknaði hugmynd.  Hún var sú að taka smá video á myndavélina mína sem er lítil og gömul en býður samt upp á þann möguleika.  Hugmyndina fékk ég frá gargandi kráku, en málið er að þegar þú tekur ljósmynd þá geturðu ekki fangað allt sem í boði er, t.d. hvorki gargið í krákunni né gjálfrið í öldunni.

Svo þegar ég kom heim og fór að reyna að setja þessa tilraun mína inn í tölvuna þá kom í ljós að þetta var gömul hugmynd ég var með svona myndbrot í tölvunni af kríum frá því í fyrra sumar.  En þá hafði ég eigrað í eirðarleysi nýlega kominn hingað í þá átt sem mér datt fyrst í hug þann morgunninn, sem var vitanlega í austur og hafði þá rambað á þetta fína kríuvarp sem fékk mig til að sitja dolfallinn og ýta á vitlausan takka á myndavélinni þannig að hún tók video sem ég vissi ekki fyrr en þá hvernig átti að taka og vitanlega hafði ég svo gleymt þessu öllu saman eftir að heim var komið en þetta samt komist í tölvuna.

Svo tók ég eftir fleiru, staðurinn með kríuvarpinu hefur lokkað mig og seitt núna í því sem næst heilt ár og á ég orðið tugi mynda sem ég hef margar hverjar birt á  facebook og sumar á þessari bloggsíðu.  Núna hefur enn ein hugmynd kviknað það er að útbúa myndband með videoinu og myndum frá þessum stað sem heitir Kanebogen og er rétt fyrir neðan útidyrnar hjá mér ca. 5 min.  En það er akkúrat við Kanebogen sem bátsferðin í bláa á sunnudagskvöldinu í gær hefst, en ég bý á Stangnesi sem skilur að Kanebogen og Harstadbotn mitt á milli 5 min í hvora fjöru báturinn byrjar á að sigla í austur Kilbotn en fer svo til baka umhverfis Stangnesið sem er gengt Trondenes, nesin með Harstadbotninn á milli sín, þaðan sem Snorri okkar Sturlusson segir að víkingar Íslands hafi komið. 

Kanebogen fjöruna ætla ég að birta næsta bláa sunnudagskvöld með lofsöng sem vitnar til ummæla frelsarans um fugla himinsins.  Mikið gleddi það mig ef fleiri furðufuglar veittu þessu tiltæki athygli og kæmu með hugvekjandi ábendingar um það sem brennur þeim í brjósti því eins og við vitum þá er lítið um óstaðlaða heimsviðburði í sjónvarpinu, þeir koma frá hjartanu.

Magnús Sigurðsson, 2.4.2012 kl. 15:58

9 identicon

Já þetta er alveg magnað.Getur verið að þú hafir falið fjársjóð í fyrra lífi þarna á staðnum.Og krákurnar séu "bankastjórar" þínir að segja þér frá innistæðunum?Þetta er allt njög dularfullt og spennandi.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 16:57

10 identicon

Afsakaðu eg ætlaði að skrifa kríurnar...

Sólrún (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 17:00

11 identicon

haltu afram ad blogga Solrun her ert tu mikils metin

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 21:29

12 identicon

firir nokrum manudum var einkver apakottur her a blogginu sem sagdi vid einkvern annan ad hann aeti ekki ad blogga fir en eftir ad hann taeki livin sin . eg gat ekki sed neina astaedu firir tessu kometi stuttu seina var apakoturin eitkvad ad kometa mig minir her hja Magnusi svo eg gat ekki anad en copy\paste hans eigin komet med nafninu hans firir framan eg sagdi ekki ord annad en copy/paste tu hefdir att ad sja kvernig hann triltist mikid hafdi eg gaman af tvi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 2.4.2012 kl. 21:41

13 identicon

Sæll Helgi góður þessi með að copy-paste :)

þAÐ ER MARGT Á SETÐI VÍTT OG BREITT Í VERÖLDINNI

og eg rakst á viðtal við Bill Woods sem er

svo svakalegt að eg hef ekki getað tekið mig saman

í að senda það inn á bloggið til ykkar Magnúsar.

Eg ætla að hlusta fyrst á það aftur og vita hvort

eg hafi heyrt rett.

Sólrún (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 01:05

14 identicon

Sólrún latu tad bara vada vid meigum engan tima missa ps vantar eitkvad til ad hlusta a i kvold

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 04:05

15 identicon

Jæja strákar láttu það vaða "

var skipun dagsins.Og hér kemur það

Tónlistin í þættinum er afar sérstök því þetta skilst mér vera frjálslegur náungi sem að stöðinni stendur og segir sjálfur að hann haldi henni úti mest til að skemmta sjálfum sér.

Það svipar þá saman innrætinu í Súdan og Grímsnesinu með það.

Eg bið ykkur vel að njóta :)

http://www.youtube.com/watch?v=qEIQcH3UcaA&feature=results_main&playnext=1&list=PL64F96FD580F954AE

Sólrún (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 19:56

16 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta var nú aldeilis viðtal í lagi Sólrún og skiljanlegt að þú hafir talið þig þurfa að hlusta á það aftur áður en þú lést það vaða.  Ég verð að treysta á ykkur Helga við að senda mér ábendingar á áhugavert efni núna yfir páskana, af tímanum hef ég meira en nóg.  Á meðan ég hlustaði tókst mér að klára við að klína einu norðurhjaraélinu á striga sem var búið að vera glórulaust í nokkra daga.  Þetta er það góða við blogg það berast upplýsingar um áhugaverðustu efni víða að jafnvel þannig að það styttir upp á milli og línurnar skýrast.

Þeir félagr upplýstu ýmislegt og reyndar það mikið að ég verð sennilega að hlusta á þetta viðtal tvisvar líkt og með Camelot viðtalið við Bill Woods sem þú sendir fyrir nokkru. 

Það skýrir mörg óþverraverkin hvernig Bill lýsti því prógrammi sem komið var fyrir í höfðinu á honum og mörgum fleirum sérstaklega útvöldum.  Skemmst er að minnast Toulouse drápana í Frakklandi enda er það nú að koma grímulaust fram hvernig þeim óþverra verkum var plantað í höfuð ungs manns.  Eins er það orðið grímulaust hverjir standa að óþverranum í Sýrlandi og borga meir að segja launin við að framkvæma hann auk þess sem litli fasistinn sem vill fangelsa alla frakka sem fara inn á óæskilegar síður á netinu, hefur sent sérþjálvaða frelsisbyltingarmenn til Sýrlands á kostnað franskra skattgreiðenda.  Svo signir Hillary og alþjóðasamfélagið allan óþverran með velþóknun og peningaseðlum.

Það var ótrúlega margt sem kom fram hjá viðmælendum þessa viðtals, eins og t.d. pólarnir og Antatika.  Sem kemur að mörgu leiti skemmtilega saman við fyrirlesturinn hjá Graham Hancock sem ég birti hérna fyrir tveimur vikum síðan.  Annars minnti þessi neðanjarðarhluti samræðanna mig á samtal sem ég átti við norskan vinnufélaga minn snemma í fyrra sumar. 

En þar sagði hann mér frá því að mikil neðanjarðarmannvirki væru á eyjunum hérna fyrir utan.  Hann hafði komið þar inn en taldi að þau hefðu verið gerð á tímum kalda stríðsins og þjónuðu því ekki neinum sérstökum tilgangi í dag.  Hann lýsti þessu sem heilu neðanjarðar höllunum eða jafnvel borgunum sem væri vel við haldið þó svo umsvif hersins hefðu stór minkað hér frá því sem áður var. 

En núna eru umsvifin að aukast aftur og hafa verið hérna NATO sveitir við ævingar frá því í haust svo fyrirferðamiklar að umferðatafir hafa verið heilu og hálfu dagana.  Ég spurði innfædda hvort þetta hernaðarbrölt færi ekkert í taugarnar á þeim; svarið var jú kannski, en þetta væri betra en að hafa herinn í Afganistan þetta skapaði allavega störf við uppvask og þvotta. 

Mér varð á að segja að ekki vantaði nú störfin hér um slóðir þar sem því sem næst hvaða atvinnulausi sótraftur, hvaðan sem er úr heiminum væri dreginn á flot og gæti fengið vinnu, jafnvel afdankaðir múrarar frá Íslandi.   Hvort það væri ekki gáfulegra að bjóða upp á ódýran túrisma í svona fallegu landi? Jú en norska krónann er bara svo sterk að það hafa fáir efni á því að koma var svarið.

Þarna sést vel hvað fólk er vel skrúbbað á milli eyrnanna, það að ástunda massívar ævingar við manndráp er atvinnuskapandi og vel til þess fallið að greiða það niður með olíugróðanum, en það að bjóða áhugasömum náttúruunnendum í heimsókn með mun minni meðgjöf og tilheyrandi atvinnsköpun þikjir ekki nógu economískt.

Ekki sperrtust eyrun minna þegar þeir félagar ræddu um svínin því þar staðfestist það sem mig hefur lengi grunað að það er ekki að ástæðulausu að heilu samfélögin éta ekki svínakjöt og kannski ekki að ástæðulausu að þau samfélög hafa mátt þola hvað harðastar árásir í gegnum tíðina, en okkur er talin trú um að það að éta ekki svínakjöt sé hrein sérviska byggð á trúarofstæki.  

En eins og hjá þér Sólrún þá var þetta viðtal það svakalega yfirgripsmikið að ég ætla að hlusta á það aftur þegar næsta él gengur yfir strigann.

Magnús Sigurðsson, 4.4.2012 kl. 11:09

17 identicon

Já það er margt með ólíkindum og ekki síst það

hvað menn eru ánægðir með hinn atvinnuskapandi

her sinn.Hvað skyldi nú hvert starf kosta þar ?

Það er sama og álvers hernaðurinn á Íslandi.

Fólk er svo gegnum heilaþvegið .Það styður vel við

hvað kemur fram í viðtalinu við Bill.

Það er kannski af því eg hef ekki lesið bókina en

eg átta mig ekki á hvað hann á við með

"central goverment"

Hverni hann lýsir því hafa verið valinn í hlutverkið og hvernig hann síðan sem barn fær hjálp gamla Shamanans sem hann sgist ekki mundu hafa lifað af án.

Og sem mer finnst einnig sýna að hann muni hafa verið valinn til starfa fyrir gagnstæðu öflin.

Erfitt að afgreiða þetta sem lygi þegar að er svo margt annað hvarvetna um heiminn sem segir það sama og með hverjum deginum blasir betur við hin nýja heimsmynd.

Mér hefur alltaf fundist vera dáldið sætt og krúttlegt þegar að menn voru í siglinga leiðangrinum til að sanna það að jörðin væri hnöttótt að þá var samt alltaf hafður einn á vakt svona til vonar og vara.

Ef þeir skyldu vera að sigla fram af.Eða svo segir sagan

Maður getur víst illa áttað sig á því hvað það var gríðarlegt afrek að koma jörðinni úr þessari flötu stöðu.

Og það án þess að geta sent SMS.

Það mætti koma með margt fleira um það.

Helgi væri vís að luma á einhverju það er eg viss um

og ef hann næði nú tali af frumbyggjum Ástralíu þá væri það nú ábyggilega ekki til að spilla fyrir.

Sólrún (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 19:09

18 identicon

Magnus mér líst vel á að þú skulir halda strga og litum á lofti.

Eg hef verið að skoða málverkin þín hérna á síðunni og finnst þau vera frábær.

Sérstaklega myndin Undir Búlandstindi. Þar hafa huldumenn haldið á penslinum með þér held eg hljóti að vera.Hún er mögnuð

Sólrún (IP-tala skráð) 4.4.2012 kl. 19:15

19 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir það Sólrún, það líður sjálfsgt ekki á löngu þar til norðurhjara élin næða hérna um, þau eru orðin nokkur. 

Búlandstindurinn hefur verið fyrirmynd á mörgum myndum hjá mér og huldumennirnir þar hjálpa mér.  Ef það er eitthvað sem ég get gleymt mér við þá er það litir og steypa. 

Myndin undir Búlandstindi er úr 8 mynda seríu sem var öll með tilvitnunum í Davíðsálmana á arabísku, fengnum upp úr dagbók kristinna araba í Ísrael.  Sumum fannst vafalaust ég hafa eiðilagt myndirnar með þessu yfirkroti.

Ég ætlaði að fá að sýna þessar myndir á Kaffi Sólon en listráðgjafin þar neitaði mér ítrekað þrátt fyrir vinfengi mitt við Ingvar eigenda Sólon og þó svo mágur minn ynni þar, endirinn varða sá að ég fékka að sýna þær fyrir hundaheppni vegna forfalla í Listkaffi í Listhúsinu við Engjateig. 

Myndirnar eru það stórar að þær þurftu gott pláss til að njóta sín og ég var mjög ánægður að sjá þær allar saman í stórum veitingasal. 

Magnús Sigurðsson, 4.4.2012 kl. 21:30

20 identicon

eg hafdi mest gaman af tvi sem hann sagdi um the power of crystals anars hef eg ekki tima til ad spjalla nuna er ad legja af stad i 4 daga jappa ferd hafid tid tad gott ifir paskana

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 01:09

21 identicon

Þegar eg sá Búlandstinds myndina þá fekk eg stax tilfinningu um það þarna væri orka sem væri njög fíngerð og tær en að sama skapi afar sterk.Það er skemmtileg sagan um það hvernig gekk til þegar átti að fara að sýna.Hún er í rauninni að segja frá hvernig myndirnar jarðtengja sig á réttum stað þegar þeirra tími er kominn.

Eg hef persónulega ekki verið hrifin af sýningar aðsöðunni á Sólon hvorki þarna upp á loftinu eða niðri.

Skil vel að þær hafi ekki viljað vera þar.

Magnús eg hugsa að ég verði að éta að minstakosti 365 sterkar töflur og drekka heilan landakút með ef eg á að þoa að setja fram mynd sem gæti passað vel á föstudaginn langa.En þá er nú reyndar ekki er ætlast til að fólk sé með neitt hopp og hí.

Svo kannski maður láti sig hafa það...

Helgi góða skemmtun í jeppaferðinni vona að þú náir tali af infæddum )

Sólrún (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 01:32

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi, góða ferð á jeppanum um auðnir Ástralíu og gleðilega páska.

Sólrún ég var nú ekki par hrifin af listráðgjafanum á Sólon á sínum tíma.  Hafði nefnilega mælt út salina uppi og niðri sá fyrir mér stóru myndirnar niðri og vatslitamyndaseríu uppi af þokuni á Djúpavogi, hún tók vel í þetta en sagði að allt væri upppantað út árið en ég gæti lagt inn umsókn fyrir næsta ár sem ég gerði.  Þegar leið að áramótum minnti ég á, en þá kom þvert nei.  Þannig voru myndirnar búnar að þvælast um íbúðina hjá okkur mér til leiðinda í rúmt ár. 

Svo fór ég með kunningja mínum að austan í hádeginu niður á Listkaffi á hlaðborð, en þá voru engar myndir á veggjunum, sá sem hafði átt pantað þann mánuðin lét ekki sjá sig.  Þannig að ég reddaði því í snatri.  Vatnslita myndirnar sýndi ég svo á Djúpavogi.

Úr því að ég er farin að þvæla um þetta þá er kannski ekki úr vegi að ég seti upp sýningu á norðurhjara éljunum hérna á síðunni á föstudaginn langa ekki þarf ég að bera það undir neinn listráðgjafa.  Ég sjái þannig um kyrrstöðu föstudagsins langa, en þú leggir til búsið sem kemur hreyfingu á hugann með hopp og hí.  Það verður að hafa það þó að það sé föstudagurinn langi hann ætti að vera nógu langur samt.

Magnús Sigurðsson, 5.4.2012 kl. 07:10

23 identicon

Pott þétt hugmynd með netsýninguna.

Föstudagsmyndin sem eg er að hugsa um er sannarlega í

anda dagsins.Oft hefur maður nú séð það mórautt EN ...Lögin sem voru í útvarpinu á þessum degi í gamla daga eru nú ekki neitt hjá því.

Sólrún (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 09:52

24 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=DIVd4HzwPzU&feature=g-vrec&context=G2246ec0RVAAAAAAAAAQ

Sólrún (IP-tala skráð) 5.4.2012 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband