Alveg magnað að vera ga, ga.

Heilinn

 

Undanfarna miðvikudagskvöld hef ég sett fyrirlestra sem mér hafa þót háugaverðir hérna á síðuna.  Þessir fyrirlestrar hafa átt það sameginlegt að gagnrýna almenna menntun.  Þá sérstaklega það sem kallast æðri menntun þar sem rökhyggunni er gert hátt undir höfði á kostnað tilfinningalegs innsæis.  En út á rökhyggjuna sem býr í vinstra heilahvelinu gengur því sem næst öll menntun kerfisins það er hjún sem gerir okkur að því sem kallað er nýtum þjóðfélagsþegnum.  

Tilfinningainnsæið og draumarnir búa í hægra heilahvelinu en því er lítill gaumur gefin af menntakerfinu, þeir sem stjórnast af því eru svona meira ga, ga, eða eins og litlu börnirn að leika sér sem einhverntíma verður nað taka enda.  Það breytir ekki því að sumir eru einfaldlega með hægra heilahvelið ríkandi allt sitt líf og þeir einstaklingar eiga það venjulega sammerkt að ganga afleitlega í skóla. 

Svo má aftur segja að sumir kynnist ekki ævintýrum hægra heilahvelsins nema í sumarfríum, eftir að þeir hættu að verða börn og svo kannski þegar þeir yfirgefa þennan heim.

Dr. Jill B Taylor er heilasérfræðingur sem gerir mismuninum á starfsemi heilahvelanna góð skil.  Hún varð fyrir heilablóðfall sem kippti rökhugsuninni hjá henni úr sambandi.  Það sem er merkilegt við hennar áfall er að hún er sérfræðingur í starfsemi heilsans og þar af leiðandi varð upplifunin einstök fyrir hana.  Þetta er alveg magnaður fyrirlestur um það hvað gerist þegar fólk verður allt í einu ga, ga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir þetta Magnus.

Þvílíkt púsl sem þessi kona gefur okkur.

Sólrún (IP-tala skráð) 18.4.2012 kl. 22:37

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já Sólrún þetta eru skemmtileg púsl.

Magnús Sigurðsson, 19.4.2012 kl. 15:29

3 identicon

Gleðilegt sumar Magnús og þakka fyrir viðburðaríkan og skemmtilegan vetur hér á blogginu

Myndbandið ykkar Matthildar er alveg dásamlega fallegt og er engin spurning að það er Myndband ársins 2012

Eg var alveg orðlaus eftir að hafa séð heilasérfræðinginn.

Eins og eg skil þetta þá er hún að svara með þessu sennilega an þess að hugsa það þannig spurningunni um það hvað verið er að tala um í sambandi við allt þetta 2012 dæmi

Heilinn hefur veri stórlega vanmetið og vannýtt verkfæri og kúgað niður á öllum sviðum.

Eg fann hér mynd sem mér finnst tengjast inn á þetta

http://www.youtube.com/watch?v=z_CB-6u9sqk&feature=g-hist&context=G2ce40afAHT5CIewABAA

Sólrún (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 22:13

4 identicon

Solrun takk firir annad storkostlegt pusl tad besta er ad vid visum tetta already tetta bara stirkir truna meira og meira

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 00:52

5 identicon

Já Helgi gamlar kellíngabækur eru sem óðast

að fá uppreisn æru og það er gaman að því.

Og líka það að læra upp á nýtt það sem maður vissi áður.

En nú með tilstyrk fremstu og virtustu vísindamanna

Sem að setur náttúrlega allt annan stimpil á dæmið:)

Sólrún (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 00:57

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Fjöldi þeirra fer sífellt vaxandi sem eru meðvitaðir um að uppspretta þess lífs sem við þráum býr innra með okkur." 

Mér datt þessi tilvitnun í hug þegar ég las kommentin ykkar hér að ofan en hún er úr þýðingu spádóms sem ég birti hérna á blogginu í janúar 2010.

http://www.magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/1010646/

Þakka þér fyrir púslið Sólrún og eins og Helgi segir þá vissum við þetta allan tíman það er bara þetta með trúna.  Eins vil ég þakka ykkur fyrir frábæran bloggvetur um leið og ég óska ykkur gleðilegs sumars þó seint sé, en þið hafið haldið þessari bloggsíðu gangandi. 

Það er kannski hálf asnalegt að vera að óska ykkur gleðilegs sumars daginn eftir sumardaginn fyrsta, svona eins og maður hafi verið of upptekinn og ekki haft sig í það fyrr.  En hugsið ykkur hvað margt gæti verið öðruvísi ef sjónvarpið væri með dagskrá sem skipti máli, svoleiðis efni má best sjá á síðasta púslinu hennar Sólrúnar.

Máttur sjónvarpsins er nefnilega ótrúlegur og nú ætla ég að segja sögu. 

Í gær var sumardagurinn fyrsti eins og allir Íslendingar vita.  Þegar ég mætti í vinnuna óskaði ég þeim tveim sem mættir voru gleðilegs sumars nú væri sumardagurinn fyrsti, eftir gamla tímatalinu og upp á hann væri haldið sem almennan frí dag á Íslandi.  Nei sagði annar þeirra þetta er ekki sumardagurinn fyrst samkvæmt gamla tímatalinu ég sá í sjónvarpinu að hann hefði átt að vera á mánudaginn var.  Jæja sagði ég þetta er allavega sumardagurinn fyrsti á Íslandi og upp á hann hefur verið haldið frá heiðnum sið og er eini hátíðisdagurinn sem er almennur frídagur frá þeim tíma en ekki ætlaði ég að fara gera mig að sérfræðing í því hvort dagurinn ætti að vera annar.

Annar Noskur vinnufélagi sem ég var svo að vinna með í gær var ekki kominn þegar þetta en kom svo inn í þessa umræðu hann hafði áhuga á að fræðast meira um sumardaginn fyrsta þar sem við höfðum áður tekið umræðu fyrr í vetur um mánuðina í gamla tímatalinu sem var honum óþekkt.  Eins hafði annar ungur vinnufélagi frá Afganistan sagt mér frá því í vetur að nú vildi hann vera heima því mikil fjölskyldu hátíð stæði fyrir dyrum þ.e. áramót í Afganistan sem væru jafnstór hátíð og jólin hjá norðurlandabúum.  Þetta var um svipað leiti og við höfðum rætt um gamla tímatalið.  Ekki var svo fyrirlesturinn hjá Graham Hancok hérna fyrir nokkrum miðvikudögum um 2012 og forn fræði til að minka áhuga minn á sameiginlegu fornum tímatölum víða um heiom en þar talar hann um gamla tímatalið sem markvisst hafi verið reynt að útríma af tímatalinu sem nú er í notkun sem sé í raun mjög ruglingslegt og stressandi.

Áramótin í Afganistan voru um mánaðamót Þorra og Góu þá hófst árið 1391 í Afganistan.  Eins hefur Juma vinnufélagi minn frá Sudan sagt mér frá tímatalinu þar sem ekki er lengur opinbert, því það opinbera er sama og nútíma tímatalið okkar, en það gamla er nokkhvern veginn það sama og í Afganistan að mér skilst.  Því datt mér í hug að spyrja Yasin að því síðasta vetrardag, því veturinn er hans versti tími, hvort nú væri ekki að koma nýr mánuður með sumardeginum fyrsta í Afganistan.  Nei við höldum upp á sumardag í júlí sagði hann en það er að byrja nýr mánuður á föstudaginn og hann er fyrsti sumarmánuðurinn.

Þetta ræddum við Nils vinnufélagi minn semsagt í gær í meðan sólin merlaði hafflötin við ferjuna Hamaröy en í henni vorum við að vinna.  Eins benti ég honum til himins þar sem þoturnar strikuðu blámann og spurði hvort hann vissi hvað þetta væri.  Hann vissi það þetta voru þotur en hann hafði aldrei heyrt um cemtrail.  Ég sagði honum að ef hann liti aftur til himins um kvöldið þá yrði hann ekki lengur blár heldur álgrár því eins og hann sægi þá breiddi þetta hratt úr sér að öðru leiti sagði ég honum ekki mikið en hann skildi fara á netið ef hann vildi vita muninn á venjulegum þotuslóðum og cemtrails.

Í gærkveldi fórum við svo í feikna flotta veislu sem sú sem reiknar út launin og sér um bókhaldið bauð til en hún er að láta af störfum núna 67 ára og vildi gera okkur vinnufélögunum virkilega gott.  Nils kom við hjá mér og tók mig með en þessi veisla var á flottasta veitingahúsinu hérna rétt fyrir utan Harstad á Norsku óðalssetri sem heitir Rökkenes gard.  Á leiðinni minnti Nils mig á hvað ég hefði sagt um þoturnar og benti upp í heiðan himin með ekki skýi á sjóndeildarhringnum og sagði sjáðu þetta er eins og þú sagðir.  Himininn er ekki lengur blár hann er grár og benti svo á hvernig væri eins og flogið hefði verið með jöfnu millibili til að strika hann út.

En það var ekki þetta sem ég ætlaði að segja sögu af heldur sjónvarpið og sumardeginum fyrst en eins og vanalega eru þetta að verða eintómir útúrdúrar. 

En áfram með smjörið, í veislunni vildi Nils benda á að sumardagurinn fyrsti væri að kveldi kominn til að hefja umræður um gamla tímatalið, sem við um helmingurinn af vinnufélögunum höfðu átt með okkur í vetur.  Hann komst hvorki lönd né strönd með þá umræðu frekar en ég um morguninn, þó hann reyndi tvisvar sem var helmingi oftar en ég reyndi að óska vinnufélögunum gleðilegs sumars um morgunninn, honum var bent á það í hvert skipti af fleirum en einum að þeir hefðu sagt annað í sjónvarpinu.

Magnús Sigurðsson, 20.4.2012 kl. 15:34

7 identicon

Það er greinilega vor í lofti hjá ykkur alþjóðasamfélaginu

þarna.Og Magnús ég sé að þú gerir stöðugar rannsóknir á því hvort að hjörtum mannanna svipi saman í Súdan og Grímsnesinu.Verður gaman að fá frekari niðurstöður um það mál.

lÍKLEGA HEFUR EKKI VERIÐ TEKIÐ Á DAGSKRÁ ÞARNA Í VEISLUNNI TÍMATALIÐ FYRIR OG EFTIR SJÓNVARP ?

Það verður líka spennandi að sjá hverju fram vindur þegar vorið fer að koma á stjá fyrir alvöru þarna norðurfrá.Sem gæti gerst mjög skyndilega því gróðurinn veit að hann verður að hafa hraðann á þegar sumarið er svona stutt.Verða ekki áfram framhaldsþættirnir á sunnudagskvöldum?

Það er merkilegt að skoða 2010 spána mer sýnist að þá þegar hafi verið komin á stað sú stefna eða timeline sem síðan hefur verið að koma betur fram dag frá degi.

Sólrún (IP-tala skráð) 20.4.2012 kl. 19:58

8 identicon

var ad skoda mbl 2stig i reykjavik 0 a Akureyri 0 a Egilsst  +4 i iskapnum hja mer held tad sje kanski betra ad halda up a sumardagin 1 in i iskap

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 00:15

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert nú orðinn öðru vanur Helgi, mig minnir hafa heyrt það að þú hafir skriðið inn í ískáp kófsveittur fullur heimþrár fyrir 28 árum síðan, þegar þú varst nýlega kominn til Ástralíu. 

Sólrún, eins og vanaleg þá dugði að það hafði verið í sjónvarpinu til þess að málið var útrætt.  Það erfitt að ímynda sér hvernig fólk fór að áður en þessi mikli viskubrunnur komst inn á hvet heimili.

Vonandi höldum við áfram að velta okkur upp úr bláum draumum á sunnudagskvöldum.  Það er aldrei að vita nema að einhvern tíma komi að því að fólk segji, "jú víst ég sá það á internetinu". 

Magnús Sigurðsson, 21.4.2012 kl. 05:37

10 identicon

ja tad var ifir 40stiga hiti  i vinnuni   tegar mer datt i hug ad setjast inn i iskap i kaffitimanum tad var bara ekert plass strakunum fanst tad findid , mer fanst lika findid tegar eg kom med svidakjama i vinnuna og strakarnir kugudust og hentu nestinu sinu i ruslid tegar eg at augad. ja tad er nu ekki oll vitleisan eins

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.4.2012 kl. 08:16

11 identicon

Mikið vildi eg vera fluga á vegg þar sem þið tveir

væeuð saman að spjalla um landsins gagn og nauðsynjar :)

Magnús takk fyrir þessa ljúfu kvöld dagskrá.

Sólrún (IP-tala skráð) 22.4.2012 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband