23.4.2012 | 15:27
Happa þrenna.
Til hamingju Íslendingar, í dag hefur það endanlega verið staðfest að gamla Ísland hrundi ekki haustið 2008. Það má jafnvel segja að staðan sé orðin 3:0 fyrir gamla Ísland.
Náhirðin sem setti Ísland á hausinn nýtur ævikvöldsins ábyrgðarlaust á fínum eftirlaunum greiddum úr ríkissjóði.
Landsliðið í kúlu vermir bekkina á alþingi og bönkum eftir að hafa afskrifað skuldirnar af sjálfu sér með afrakstur kúlulánanna í verðtryggðu skjóli ríkisins.
Helferðarhyskið sér um þjóðnýta ærlegt fólk til að borga brúsann.
Sannkölluð "happa þrenna".
![]() |
Sakfelldur fyrir eitt ákæruatriði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Carma Magnus its all good in the end and if its not good its not the end. eg held tad eigi eftir ad volna undir hyskinu tegar tad fer heim , til helvitis
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 23.4.2012 kl. 21:54
Það er spurning hvort fyrr frjósi í helvíti áður en að hyskið áttar sig á því hvar það ætlar eiga heima.
Magnús Sigurðsson, 24.4.2012 kl. 04:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.