Orð í tíma töluð.

Þarna er komin rödd í hóp frambjóðenda til forsetaembættis sem þarft er að heyrist hátt og skýrt.  Það er nokkuð ljóst að þarna er tæpt á þeim málum sem á þjóðinni brenna. 

Eins er það kristaltært að ef þeir sem með lögjafarvaldið fara settu sér það að þingmannslaun yrðu á pari við lágmarkslaun í landinu byggju allir við velferð.  Áfram Andrea.


mbl.is „Þar sem er vilji er vegur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður Andrea bara að nýta þetta áróðursfólk sem var með

slagorðin: "Börn á Bessastaði". Nei annars, hún þarf ekkert á svoleiðis lýð að halda. Ég myndi kjósa hana ef ég vildi breyta til. En við vitum hvað við höfum á Bessastöðum. Breytinga er ekki þörf fyrr en liðið er flutt úr "hænsnabúinu við Austurvöll."

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 18:48

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér með það Jóhanna að það þarf að losna við landsliðiðið í kúlu úr hænsnahúsinu við Austurvöll.  En samt sem áður það sem Andrea talar fyrir verður á öllum tímum að heyrast hátt og skýrt.

Magnús Sigurðsson, 1.5.2012 kl. 18:53

3 identicon

Mér finnst Andrea vera búin að sanna sig

virkilega vel hjá H.H og hefði helst ekki

viljað missa hana þaða

Og

Gylfa Arnbjörnsson á Lágmarkslaunum

frekar en forseta Íslands.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 09:56

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála þér Sólrún, þó svo slæmt sé að missa Andreu frá HH þá er gott að sú rödd heyrist hátt og skýrt sem talar fyrir heimilin í landinu. 

Það sem mér finnst ferskt við málfluttning Andreu er að hún er tilbúin að taka upp gömul gildi, vinna fyrir land og þjóð án þess að sækjast eftir háum launum.  Þetta er nýr taktur hingað til hafa mannvitsbrekkurnar á alþingi vælt yfir því að ekki sé hægt að fá atgrfisfólk fólk vegna lágra launa. 

Fyrir 25 árum síðan voru laun alþingismanns svipðu og hjá kennara.  Kennari hafði þá kannski 10% hærri laun en fiskvinnslukona.  Núna er alþingismaðurinn með meira en tvöföld kennara laun og þreföld fiskvinnslukonu laun, samt er ástandið á þeim bænum eins og það er, búnir að setja Ísland meira en á hausinn.  Þeir eru búnir að eiðileggja alla samstöðu hjá þjóðinni.

Magnús Sigurðsson, 2.5.2012 kl. 15:05

5 identicon

Magnús eg er sammála þér með Andreu og málið er það að hún lætur líka verkin tala honan sú það hefur sýnt sig.

En eg er bara svo svag fyrir honum Óla síðan hann einn manna á Íslandi steig fram og bað þjóðina afsökunar á þeim mistökum sem honum höfðu orðið á með því aðb láta blekkjast af lygavef banka fjármálastofnana eftirlitsstofnana hagfræðinga verðbréfamarkaða og erlendra matsfyrirtækja sem öll lugu í einum kór.Engin fordæmi eru nokkurntíma fyrir slíku það er að segja að það skyldi komast upp.Og sagði þá um leið að hann mundi leggja sig allan fram við að koma þjóðinni upp úr þeim vanda sem hrunið olli.OG STÓÐ VIÐ ÞAÐ.

Enginn annar íslendingur mér vitanlega hefur gert þetta.

Eg held að við séum orðin svo blind odg dofin á siðleysi þeirra sem þiggja gríðarlaun í nafni ÁBYRGÐAR sem svo er engin.

Gott ef þeir enda ekki með að fá skaðabætur ofan í kaupið Allavega feita bónusa.

Þegar þú rifjar upp þessar athyglisverðu staðreyndir um launamuninn þá fær maðu "gæsalappir um sig alla" eins og konan sagði..Þetta er þvílíkt svínarí en vel að merkja þa´voru kennarastörfin mest karlastörf.

Þa´er víst ekki sama hvort menn skammta sér launin sjálfir eða ekki.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 18:57

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Óli á heiður skilið og fær hann í sögubókum framtíðarinnar það var hann sem stóð með þjóðinni þegar átti að gera hana að þrælum.  Það er meira en er hægt að segja um vesalingana við Austurvöll.

Magnús Sigurðsson, 2.5.2012 kl. 19:09

7 identicon

Enginn vafi að ólafur Ragnar er kominn á spjöld sögunnar hér.

Við sjáum það best núna þegar aldrei sem fyrr er verið að böðlast áfram í ICeave málinu þar sem verndaranir og bjargvættirnir ESB láta ekki sitt efti liggja að taka þátt í málaferlum gegn Íslandi út af ICeave reikningum sem

BÚIÐ ER AÐ BORGA.

Úr sjóðum Landsbankans sem vísast er að bæði Steingrímur og Jóhanna hafi allan tímann vitða að væru til.

Spurning hvort ekki væri þar verkefni fyrir Landsdóm

Iceave málið snerist aldrei um það að fólk fengi sparifé sitt til baka það ætti að vera nokkuð augljóst nú.

Það snerist allan tímann nákvæmlega um það sem þú bendir á

AÐ GERA ÍSLAND AÐ ÞRÆLAKISTU.

Sem öruggt væri að þjóðin kæmist aldrei uppúr.

Sólrún (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 19:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband