2.5.2012 | 19:44
Það verður ekki á þá logið.
Það verður seint á sveitarstjórnarmenn logið, þvílíkir afglapar. Þeir hafa nú þegar í mörgum sveitarfélögum selt allar skólabyggingar, leikskóla og aðrar fasteignir sveitafélagana á leiga þær síðan aftur. Þetta hafa þeir gert án þess svo mikið sem að spyrja íbúana. Þannig hafa þeir náð í skotsilfur til að þenja út stjórnsýsluna og launin sín um mörg hundruð prósent á örfáum áratugum.
Nú eru þeir ekki í rónni nema geta selt víðerni fósturjarðarinnar undir ímyndað hótel. Þess verður ekki langt að bíða að þessir "seðlar" selja land heilu sveitafélaganna til "fjárfesta", sem hækka svo lóðarleiguna á íbúana á svipaðan hátt og sumarhúsaeigendur víða um land hafa mátt standa frammi fyrir, þar sem þeim er annaðhvort gert að ganga að stökkbreyttri lóðaleigu eða fjarlægja húsið. Það sem er þó almerkilegast í þessu tilfelli er að afglaparnir ætla að láta íbúana borga brúsann við að sniðganga lögin.
Bæjarstjórinn er bjartsýnn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.