7.6.2012 | 18:59
Fimmtudags bíó - Sumarið er tíminn.
Sumarið er tíminn þegar hjartað verður grænt söng Bubbi um árið. Mér áskotnuðust gömul video úr videovélinni minni sem hreyfði við hjartanu sem má segja að hafi verið tínt og tröllum gefið. Yfirleitt var aldrei þokusuddi á sumrunum í denn hvað þá slydda, þau voru alltaf sólrík, allavega í minningunni. Hugmyndin er að setja hérna á síðuna nokkur video þegar ég er búin að klippa þau til og setja þau inn á fimmtudagskvöldum. Í kvöld er bíóið frá sólríku Austfirsku sumri í denn.
Í lok maí tók ég frí frá í Noregi og fór heim í tvær vikur, sól og sumar nánast allan tímann. Eftir fjarveru í hátt á fimmta mánuð beið mín eins og gefur að skilja ýmislegt skemmtilegt m.a. hafði Matthildur látið setja okkar gömlu video tökur okkar á DVD. Þetta eru myndir sem ekki hafði verið horft á árum saman eða jafnvel aldrei, enda videoið síðast í lagi árið 2001.
Eins og gefur að skilja eru flest videoin fjölskyldumyndir sem ég er búin að lofa að setja ekki í loftið án þess að þær hafi verið ritskoðaðar í nefnd. En mikið af þessum videoum eru vinnumyndir teknar á Djúpavogi og Egilsstöðum. Það getur verið að einhverjir hafi ánægu af því að sjá gamlar myndir frá þessum stöðum þó svo að ekki sé hægt að reikna með því að nema einstaka fan hafi áhuga á steinsteypu og þá helst svona álfar eins og ég sem eru með höfuðið fullt af steypu.
Það er með svona áhugamanna video að þau verða áhugaverðari með tímanum. Fyrst fimmtudags bíóið verður í lengra lagi en þetta eru myndir frá 20 ára gömlu sumri á Egilsstöðum þar sem hetjur steypa stéttar. Mér fannst ekki hægt að hafa þessa hetjumynd styttri þar sem inn í hana fléttast sumarstemmingin á Egilsstöðum júní daga 1992 með barnaleikhúsi og bæjarhátíð.
https://www.youtube.com/watch?v=EjxDwZ_WOs4
Flokkur: Hús og híbýli | Breytt 20.1.2018 kl. 09:27 | Facebook
Athugasemdir
Ja hérna þetta er nú aldeilis dæmi.
Og betra að vera professional og með gráðu
þegar að út í svona er komið hefði eg haldið :)
Það var fróðlegt og gaman að sjá þetta ogeg hlakka til næsta fimmtudags
Sólrún (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 21:40
eg er buinn ad hofva a tetta tvisvar og eg a bara ekki til eit ord . ad sja fortidina svona a mindbandi sannar en og aftur ad life is just an experience
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 7.6.2012 kl. 23:33
Það er sagt að á kveðjustundinni í þessum heimi sjá fólk aðeins eftir einu, því sem það langaði til en gerði ekki. Þess vegna er svo mikilvægt að láta hjartað ráða.
Þó svo þetta flotta verkefni við Miðvang sé horfið af yfirborði jarðar þá var það gert með hjartanu af öllum þeim sem nærri því komu.
Annað sem ég tók eftir er að hetjurnar sem steyptu stéttarnar eru allar farnar frá Íslandi.
Tveir búa í Englandi, Budda munkurinn Sindri og íðróttaálfurinn Andri. Einn er í Ástralíu, ræktar blóm, hænsni og banar þotuslóðum, það er hann Helgi. Einn fór til síns heima í Pólandi eftir 13 mánaða samfellda steypu hann Eddi lotto kall. Tveir búa í Noregi Kalli leggur epoxy með köppum í Þrándheimi og undirritaðu liggur á hnjánum þessa dagana fyrir framan Spar Bank 1 í Harstad við að leggja gangséttar hellur. Eitthvað sem var fyrir neðan allar hellur árið 1992.
Magnús Sigurðsson, 8.6.2012 kl. 04:34
Það er einmitt það sem er svo augljóst á þessu myndbandi
að þetta verk var unnið af gleði með hjartanu.
Og allir saman.
það er nánast kraftaverk og segir allt sem þarf
um þann sem stjórnar verkinu og gefur tóninn:)
Hver er annars Helgi ?
Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 09:32
reindu ad giska a Solrun sastu kallin med tre i hjolborum tad gaeti hafa verid eg
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 11:20
Eg hefði giskað á þennan á dökkblá bolnu sem situr lengst til vinstri í kókpásunnu.
En er nolluð viss um að það er ekki kallinn með tréð í hjólbörunum:)
Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 11:49
helviti ertu glog
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 12:28
Þú giskar rétt Sólrún þó svo að Helgi vilji meina að hann hafi jafn græna fingur og Pétur Grasi, en það er kallinn með hjólbörurnar. Við tókum að okkur að gera eitt stykki lóð með bílastæðum, trjám, stéttum og alles, fengum mánuð til verksins. Pétur sá um að koma trjánum niður og vann kraftaverk. Því þó svo sumir segðu að það hefði aldrei neitt lifað hjá þessum kall skratta þá drapst ekki eitt einasta tré og voru sum þeirra yfir 5 metra há þegar þau voru flutt úr Hallormstaðaskógi að Miðvangi.
Sjálfur var ég í lamasessi, sá um snúninga og léttar veitingar sem samanstóðu aðalega af kóki og Prins Póló. Það eina sem ég sé eftir í sambandi við þetta verk er að hafa ekki látið strákana vita af því hvern dag að þeir væru hetjur, ég hélt alltaf að þess þyrfti ekki því þeir vissu það og var því meira í að láta þá vita hvað betur mætti fara.
En það er rétt þegar maður sér þessi myndbrot sem tekin voru á tviem dögum þá sér maður að kraftaverkin gerðust og þau gerast enn. Þessar hetjur hafa afrekað mikið síðan þetta gerðist fyrir 20 árum. Ég sendi Kalla videoið á facebook til Þrándheims í gær og ætla að leyfa mér að pasta það sem hann hfði um þetta að segja hér, en Kalli er sá sem hamraði munstrið í stéttarnar með Poundernum, við unnum saman í 14 ár.
"Sindri ,Eddi ,Kalli,Helgi,Maggi,Itrottaålfurinn ......ja her tvilikt pud ,serstaklega tegar madurinn å poundernum er å trykkinu : )) en alveg merkilega vandadir menn ad størfum og metnadurinn skin ur andlitum manna .Sand monentid hjå Edda a...lveg einstakt med teid sitt...hehe.... glæsilegar myndir Maggi og munur å lærdomi og reynslu er ad lærdomur er ad lesa småa letrid en reynsla er tegar tu gerir tad ekki ..... : )))) En tessi år motudu mig og kenndu mer ad tad er ekki til ad tad se ekki hægt ad gera hlutina, og dagurinn eftir er frekar moment til ad læra af og plana.Alltaf er hægt ad gera betur ,en tad er tad versta ad hafa ekki reynt : ) Flott Maggi .
Magnús Sigurðsson, 8.6.2012 kl. 12:36
Magnus það er ótrúlegt ef þetta hefur verið gert é einum mánuði.
Eg hefði varla haldið að Sæmundur fróði hefði náð þessu með alla sína púka.Og svona glæsilega.
Helgi það er hægt að gera ýmislegt ef maður á góðan pendúl :)
Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 13:38
Já Kalli skýrir þetta ágætlega út hvernig var farið að þessu.
Annars hef ég verið undanfarna daga á hnjánum fyrir framan Spare Bank Nord Norge hérna í miðbæ Harstad ásamt hinum Sudanska Juma. Það er einstaklega áhugavert að ræða við þennan öfluga Afríkumann fyrir honum er ekkert ómögulegt og hann hugsar ekki frá a-b=c heldur í spíral.
Það sem hann hefur sagt mér af lífshlaupi sínu minnir mig á aðalpersónuna í bókinni Alkemistinn eftir Paolo Coehlo. Pabbi hans var sauðfjárbóndi í Sudan að hirðingja hætti svona eitthvað svipað Bedúínar. Í gær spurði ég hann að því hvort hann hefði ekki fylgt sauðunum fyrir Pabba sinn. Jú auðvitað sagði Juma hvert tímabil að heiman var um 3 mánuðir út í óbyggðunum. Var þett ekki fínt líf, spurði ég, með stjörnubjartan Afríku himininn á nóttinni og sólina á daginn. Jú, þangað til stríðið birjaði sagði Juma.
En hann hefur sagt mér að stríðið í Sudan, sem enginn talar um, hafi byrjað fyrir meira en áratug síðan og eitt af markmiðunum sé að eiða flökku líð sem ferðast með búfénað um landið. Koma þeim þess í stað í fasta vinnu, sem er svo illa borguð að hirðngjarnir treysta sér ekki til að lifa á henni enda er nóg af flóttafólki frá Erítreu í Sudan sem er meira en tilbúið til að vinna mun lengri vinnudag fyrir Súdönsk lágmarkslaun til að fá að vera.
Um þetta spunnust hjá okkur frekari umræður vegna þess að við erum á Norskum lágmarkslaunum og ég hef heyrt það á norsku vinnufélögunum að þeim finnast þau ekki há en samt er erfitt fyrir bossinn okkar að vera með samkeppnishæf verð. T.d. komum við í hús um daginn þar sem við höfðum von um flísaverkefni en þar voru þá Rúmensk hjón búina að klára það verkefni með hraði og sóma væntanlega fyrir talsvert lægri þóknun en norsku lágmarkslaunin.
Ég hef stundum haft það á tilfinningunni að það eigi að skipta um íbúa á Íslandi en eftir að ég fór að rannsaka þetta betur þá sé ég að það er verið að skipta um íbúa í heiminum. Súdanir geta ekki búið í Súdan en Eritreumenn eru tilbúnir til þess til að vera lausir við hörmungarnar heima hjá sér en Sudanir ´sem Juma byrjuðu á að fara til Lybíu til að send apeninga heim. Íslendingar fara til Noregs svo þeir geti haldið heimilinu á Íslandi á floti en Pólverjarnir koma til Íslands vegna þess að þeir þurfa minna til að halda heimilinu í Póllandi á floti.
Það eina sem hægt er að borga mannsæmandi laun fyrir í hverju ættlandi er að borga fábjánum með gráðu fyrir að möndla með pappír. T.d. gekk svo mikið á við að flytja inn ódýrt vinnuafl í gróðærinu á Íslandi að ekki var hægt að fá nóg af fábjánum með gráðu við að gefa út kennitölur þannig að það mátti gera undanþágur á því frekar en að ráða ódýrara vinnuafl frá Indlandi t.d. með gráður til gefa út kennitölurnar. En það er allt í lagi að ódýra vinnuaflið sé mállaust sem t.d. þjónustar þær kynslóðir sem hafa fórnað sér fyrir ætllandið, þó svo að tölur séu eins á öllum tungumálum.
Ekki veit ég hvert Normenn fara þegar þeir hafa ekki lengur efni á því að búa heima hjá sér, það er eins og maðurinn sagði, alveg stórmerkilegt að fábjánunum detti í hug að rukka fólk um svona stórar upphæðir fyrir það eitt að hafa fæðst heima hjá sér enda eru þeir hættir að tala um íbúa hvað þá samborgara, nú tala fábjánarnir bara um neytendur og það eru þeir sem eiga að halda uppi hagvextinum svo það sé áfram hægt að plokka þá svo áfram megi borga góð laun fyrir að flokka pappír yfir gjaldþrot.
Magnús Sigurðsson, 8.6.2012 kl. 15:02
Að hitta svona orginal fólk frá öðrum þjóðum sem ekki er búið að heilaþvo er mikis virði og eg tel þig vera verðugan fulltrúa okkar íslendinga þarna.
Þrga eg horfi á þetta myndband þá verður mér hugsað til þess að samkvæmt frettun fór það í gegnum Færibandið núna í vor að verktakafyrirtæki á ESB svæðinu fá nú að koma með sín tæki og tól inn í landið skattfrjálst og tollfrjálst til að vinna hér,
Þetta heitir væntanlega endurreisn atvinnulífsins samanber skjaldborg heimilanna....
Sólrún (IP-tala skráð) 8.6.2012 kl. 17:41
Það er satt Sólrún og á meðn þurfum við að borga tollana ásamt heimsins hæðsta virðisaukaskatti af prjónum og steypuskóflum. Þar að auki að uppfylla ströngustu kröfur um öryggi og hollustuhætti. Það er sem ég segi þeir vita það fábjánarnir þegar þeir hafa fengið gráðu hvernig það er hægt græða á heimabakstri í góðgerðaskini.
Magnús Sigurðsson, 8.6.2012 kl. 20:22
eg held ad tu hafir rett firir ter Magnus http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/06/09/13_prosent_austurbaeinga_erlendir_rikisborgarar/
tad er miklu taegilegra firir alvahyskid ad hafa erlenda ibua a Islandi teir koma ekki til med ad motmaela neinu i sambandi vid kvota virkjanir naturuspjoll eda buskab teir geta gefid rafmagnid ,bankana og bara kvad sem er til vina sinna og engin mun sega neitt tad mindi vera svo miklu taegilegra firir velferdar hyskid . Solrun eg hef profad tetta med pendul en tessi sem eg a er bara lyga pendul
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 07:59
tad var samt engin spurning ad tad var eitkvad afl sem hreifdi hann en tvi midur bara lyga afl
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 08:02
Jelgi eg kannast vel við þetta vandamál.Ef að eg hef skoðun á málinu eða einhverjar væntingar truflar það og virðist koma í gegn.Það er líka til annað sem er að eg held sama hugsun á bakvið og er kallað vöðvatest.Það er samt miklu áreiðanlegra.
Sólrún (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 09:40
Það er ekki víst að allir átti sig á því hvernig skipt verður um íbúa í heiminum vegna þess að flestir eru "bara" í vinnunni.
T.d. heyrði ég það fyrir stuttu í mínum heimabæ að það væri nú ekki mikið atvinnuleysið þegar ekki væri einu sinni sótt um störf þegar þau biðust en það voru umönnunarstörf fyrir eldri borgara.
Þegar ég flutti frá Egilsstöðum upp úr 1980 voru 3 eða 4 sem unnu á bæjarskrifstofunum, það var elliheimili og sjúkradeild fyrir aldraða. Þarna þótti allt ílagi að vinna 100% starf, bara þokkaleg laun.
Núna er alltaf verið að skera niður við gamla fólkið og orðið heilt stjórnenda teymi við sjúkrahúsið sem reiknar út ávinninginn, frétti af því að þeim frábæra árangri var náð að tvær manneskur sinntu 18 rúmliggjandi gamal mennum á morgunnvakt.
Á bæjarskrifstofunni vinna núna tugir manns á skrifstofu, stjórnendateymið á sjúkrahúsinu telur orði fjölda manns og allt er þetta lið gapandi yfir því að ekki sé hægt að fá fólk í öllu atvinnuleysinu til að taka að sér 10-30% starfshlutfall á lágmarkslaunum við heimilisaðstoð.
Það mætti segja mér að það fari að leita fyrir sér í Eritreu af starfsfólki áður en það áttar sig á því til hvers það var ráðið til starfa sjálft. En þetta fólk er náttúruleg annað hvort stjórnendur með gráðu eða hreinlega fæddir millistjórnendur.
Magnús Sigurðsson, 9.6.2012 kl. 09:59
Ég kannast við þetta með pendúlinn frá því ég seldi steina í búðinni. Þetta virkaði hjá mér eins og sagt var eins prófuðu krakkarnir mínir þetta með sama árangri. En ég prófaði aldrei að spyrja pendúlinn flókinna spurninga þetta var meira spurning um hægri vinstri eða já, nei.
Annars lét ég að því að kaupa mér austfirskan opal í Fríhöfninni í Keflavík þegar ég fór frá landinu frá vinum mínum Guðríði og Kjartani á Eskifirði. Það stóð alltaf til að hitta þau eða fara á Steinasafnið á Stöðvarfirði til að eignast áreiðanlegan vísdómsstein en var bara í svo miklu að snúast að ég mundi ekki eftir því fyrr en í Keflavík.
Magnús Sigurðsson, 9.6.2012 kl. 10:05
Störfin á gólfinun eru sífekkt minna metin og verkalýðsforkólfar flestie eiga sinn þátt í því.Það er samt tilfellið með mörg af þeim störfum að gráðumeistarar verða hjálparlausir þegar að vantar þá sem eiga að skeina þá.En það hefur verið passað upp á að það þyrfti ekki að koma til þess.Og það eru ASÍ klikan sem stendur vaktina og þiggur nú ekki steininn í staðin frá umbjóðendum sínum fyrir að halda þeim niðri eins og hægt er og helst aðeins betur.
Gréðuverkið kallar á sífellt hærri skatta því yfirleitt framleiðir það ekki nokkurn skapaðan hlut.En getur samt reiknað út í víxltengdum og krossvöfðum vísitölum að almenningur hafi ekki haft það svona gott svo lengi sem elstu menn muna.Enginn treystir sér að bera á móti þeim herlegheitum enda er það ekki hægt því bullið er svo óskiljanlegt.
Það er skemmtilegt að þú skulir hafa prófað pendúlinn mér hefur stundum fundist hann virka betur þega að fleiri eru saman og spyrja jafnvel hver fyrir annan því þá er meira hlutleysi á svörin.Og þá myndast öflugra orkusvið ef fólkið er samstillt.
Já þú minnist á krakkana ykkar.Það er hreint makalaur hvað þau eru algerlega eins og foreldrarnir þessir tvíbura.
Hreint eins og hjónin hafi lent í tímavél afturábak :).
Eg vissi ekki að það væri hægt að finna Opal á Íslandi.Hefurðu nokkrar spurnir af steina ástandi í Noregi ?
Sólrún (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 15:59
Ég vissi nánast ekkert um steina annað en það væri gaman að safna þeim til að hafa þá í kringum sig þegar ég var barn, þangað til að ég fór að vera með þá í búðinni fyrir Guðríði og Kjartan. Þau voru með allskonar steina og fróðleiksmola með þeim s.s. hvað þeir hétu og hvaða orku þeir gæfu. Hjá útlendingunum voru hraunmolar með kerti í vinsælir, ruku út hjá Kjartani svo hann hafði varla við að bera þá inn í búðina á sumrin. Það var svo merkilegt þó svo aðrir væru með svipaða hraunmola með kerti og oft meira í lagt, jafnvel glerlist í bland, þá voru það einföldu stórkarlalegu hraunsteinarnir hans Kjartans sem alltaf fóru fyrstir.
Þetta með opal á Íslandi hafði ég ekki hugmynd um fyrr en það fóru að koma svoleiðis merktir steinar. Ég spurði Guðríði hvernig maður þekkti muninn á opal og jaspis, hún sagði að hægt væri að finna það á míktinni. Ég spurði einu sinni fróðann mann um steina sem kom í búðina hjá mér hvernig í ósköpunum væri hægt að þekkja opal því jaspis væri oft eins á litinn. Hann sagði að yfirleitt væri hægt að sjá það á yfirborðinu, opalinn kvarnaðist á meða jaspisinn hrykki, þá skildi ég hvað Guðríður átti við með míktina.
Um steina í Noregi veit ég ekkert, finnst ég ekki einu sinni sjá fallega steina hérna. En Matthildur sér þvílíkar gersemar í hverjum kletti sem er fyrir mér bara gabró. Það kom henni ekki á óvart þegar ég sagði henni frá því að það hefðu verið fréttir af því í vetur að gull hefði fundist í vinnanlegum mæli hérna í Troms fylki. Ég var alltaf að segja þetta, sagði hún, þegar hún var þarna í fyrra sumar, þetta norska grjót er verðmætt enda glitrar á það. Matthildur kemur eftir tvær vikur og þá verður norska grjótið rannsakað betur ef ég þekki hana rétt.
Magnús Sigurðsson, 9.6.2012 kl. 17:45
Það væri nú annað hvort að huldulonan hefð innsýn í steinana og viti hvað í þeim býr.Þetta verður spennandi að sjá hvað verður það væri nú liklega aldeilis hægt að nota þá í gull kertastjaka og fleira.
Það er merkilegt þetta með hraunmolana.Ef til vill hefur Kjartan verið svona næmur að verja bestu orkusteinana.
Eða þeir hafa verið svona magnaðir eftir að þú hefur verið búinn að leggja hendur yfir þá.
Sólrún (IP-tala skráð) 9.6.2012 kl. 21:36
eitt er vist tad verdur alt annad lif Magnus ad hafa hana hja ter
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.6.2012 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.