Fimmtudags bíó - .....við veginn.

Það er áfram algjör steypa þetta fimmtudagskvöld, nú mest megins við veginn sem kallaður er Hlíðarhæðin í daglegu tali á Djúpavogi. Ef ég man rétt var þessi framkvæmd á fimmtudegi fyrir 20 árum síðan og átti að taka tvo daga en þegar leið að kvöldi gátu kapparnir ekki hætt og þetta var klárað þegar kom fram á bjarta sumarnóttina. 

Steypublandarinn sem var sá eini sinnar tegunda á Íslandi fékk að finna fyrir því, gekk rauðglóandi hátt í sólahring.  Annars var það merkilega við þessa steypuhrærivél að það var streymið sem þurfti að ganga upp, ekkert rúmmál eða einn hluti af þessu á móti tveimur hlutum af þessu með þremur lítrum af vatni og 50 ml af loftblendi.  Heldur var bara hraðinn á færibandinu og lokurnar á efniskörum, vatni og loftblendi stilltar, olíugjöfin skrúfuð í botn og tekið í eitt handfang.  Einfalt en tók mig viku að komast inn í hugsunarhátt streymisins. Það tókst aldrei að koma verkfræðingi í skilning um hvernig svona tæki virkaði. Þess vegna urðu verkefnin fyrr steypuhrærivélin takmörkuð við eigin verkefni.

Matthildur á heiðurinn af því að þessi moment festust á filmu.  Aldrei þessu vant má greina mig myndafælna manninn heynsklast í lamasessi eftir bílslys ársins á undan, reyndar með ráðleggingar læknis um að finna mér annað að gera. En það var bara ekki hægt að hugsa sér að vakna upp til annars en að hræra steypu með þessum köppum, það var einfaldlega tilveran og lífið sem ég vildi ekki vera án. 

Stórsöngvarnaum Kalla vann ég með í 14 ár, en hann er enn að blanda saman efnum sem harðna þó svo það sé ekki sandur og sement, heldur sandur, herðir og base í epoxy.  Kalli átti það til að syngja Bubba lög betur en Bubbinn sjálfur. Tók einu sinni þátt í látúnsbarka keppni Íslands. En ef ég man rétt lenti hann í öðru sæti, sú sem valin var í það fyrsta hét Birna Mjöll og er dóttir Gauksins.  Mörgum fannst Gaukurinn hafa unnið látúnsbarkann það árið, því við hæfi væri að múrarinn væri í því að steypa áfram.

Litli bróðir hann Sindri var einn af köppunum í Hlíðarhæðinni, hann steypti með okkur Kalla frá 13 ára aldri en datt í hug um tvítugt að fara í háskóla, einhverskona gráðu fræði. Í einni epoxy ferðinni norður í land ákváðum við að keyra suðurleiðina og koma við hjá Sindra því að hann væri örugglega orðinn leiður á Háskólanum, tókum hann með svo hann gæti gleymt háskólanum sem hann og gerði. Hann náði sér samt í mastergráðu í verkfræði nokkrum árum seinna í dönskum tækniskóla, sem hann bjargaði sér út úr með því að hafa master ritgerðin um steypu.  Eftir það hélt hann að hann gæti unnið sem fræðingur með gráðu, en gaf það upp á bátinn í miðri Hörpunni og gerðist þess í stað Budda munkur.

Hinir kapparnir eru Helgi sem nú ræktar Margarítur og heldur hænur í Ástralíu auk þess að bana þotuslóðum með göldrum. Hann var í fríi á Íslandi sumarið 1992 eins og glögglega má sjá á fimmtudags bíómyndunum. Kom heim til Íslands í fyrsta sinn eftir langa veru í Ástralíu. En þangað fór hann aleinn á íslenskunni einni saman með spjald á maganum sem á stóð " I am going to Australia" því þangað varð hann að komast til að giftast ástinni sinn henni Gyðu og rataði svo ekki heim aftur fyrr en hann mætti einn daginn í steypu með heila fjölskyldu, gott ef það var ekki á 17. júní rúmum átta árum seinna.  

Svo má ekki gleyma honum Eddi Pólska sem lék við hvern sinn fingur, steypti í 13 mánuði samfellt áður en hann hélt heim til sinnar fjölskyldu í Pólandi.  Síðan hefur ekkert til hans spurst, frekar en sögunni um hana Búkollu.

 https://www.youtube.com/watch?v=2RX1HDXKWsI

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gyda kalladi tesa ferd working holiday, he worked while I holidayed .tad var alveg spes ad geta uplifad  tetta. eg er nu ordin heldur betur bundin nuna og eins og er get eg ekki farid i svona tura . tad er lika agaett bara alt odrvisi

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 09:05

2 identicon

Já það sést á þessum myndum að þær eru teknar furir EES.

Mitt tímatal er :fyrir og eftir sjónvarp og fyrir og eftir EES.

eg fer nefnolega ekki ofan af því að mannlíf og hugsunarháttur breyttust mikið eftir að sá fkandi fór að ríða hér húsum.

Þvílík pest.þarna skín gamla góða vinnugleðin og samheldnin út úr hverjum manni en það sést minna af slíku núorðið eftir að hönd dauðans lagðist yfir.

Þarna var heldur ekki búið að finna upp að það væri hreinn voði fyrir krakka að sjá euttvert verk unnið.

Helgi þú skilur ábyggilega ekki þetta tuð í mér vegna þess að þú vrast farinn áður en ballið býrjaði og það var ekki búið að ná sér vel á strik þegar þú komst hingað í heimsóknina

Hvað er Margaritur ?

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 11:07

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Helgi, það var magnað að þið skykduð hafa ákveðið að fara í sex mánaða frí til Íslands 1992. Ég hef ekki grænan grun um hvernig hefði verið hægt að komast fram úr verkefnunum ef þín hefði ekki notið við. Það var því með þessa himnasendingu svipað og málsháttinn "Þegar neyðin er stærst þá er hjálpin næst".

Sólrún, þú ert að hamra naglann á höfuðið. Það er nákvæmlega það sem gerðist með EES, fábjánarnir fengu alræðisvald til að deila og drottna með pappír. Ég minntist á það að ekki hefði verið hægt að koma nokkrum verkfræðing í skilning um það hvernig hægt væri að búa til steypu með steypuhrærivél sem byggði á flæði. Það þarf að sanna það fyrir þeim á pappír, steypa sem staðreynd er ekki nóg.

Lokaverkefnið í mastergráðu hetjunnar sem síðr gerðist Buddamunkur var steypa. Hann skírði þessa master steypu úr pappír út fyrir mér í stutt máli, því það geta þeir sem skilja steypu. Hann sagði þetta gengur upp á blaði en eins og þú veist sjálfur þá þarf menn eins og þig til að framkvæma þetta og það er ekki hægt nema blaða laust.

Það gilda nefnilega svipuð lögmál um steypu og bakað brauð, það er tilfinningin sem skiptir máli og þú getur rétt ímyndað þér ef það þarf að heva og baka gerbrauð út í Guðs grænni náttúrinni við íslenskar veðuraðstæðu.  Það er svolítið annað en tilraunastofa með 18°C og logni, betra að vera laus við blaðabúnkann. 

Ég held að Margaritur sé íslenska nafnið á blómum sem Helgi kallar Daysis.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2012 kl. 11:59

4 identicon

http://www.google.com.au/search?q=marguerite+daisy&hl=en&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=tiXbT-ejBqWXiQfc-syPCg&sqi=2&ved=0CHcQsAQ&biw=1250&bih=717

eg var buin ad skrifa ovenju langan pistil um kvernig eg fer ad tvi ad raegta daisys svo bara kvarf alt ae ae ae tad verdur bara ad hafa tad en blesudum blomunum hefur  einkvernvegin tekist ad kenna mer kvernig a ad raegta taug og einkvernvegin fae eg altaf skilabod um tad sem teim vantar ,vid erum ordin tekt firir ad hafa bestu daisys i WA og seljum um 30.000 daisys a ari nu er eg buin ad bua til orginite alveg sjestaklega firir plontur eg er buin ad bua til svona 10 og blomin eru mjog hrifin

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 12:23

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það þíðir örugglega ekki annað en að rækta daisys með tilfinningu hjartans, að vökva eftir uppskrift á pappír er náttúlega bara bull þegar það rignir einn daginn og skín sól hinn og það jafnvel mismikið. 

Manastu þegar við drápum blómið heima með því einu að hugsa illa til þess, þó það fengi sömu vökvun og hin blómin? 

Magnús Sigurðsson, 15.6.2012 kl. 12:33

6 identicon

Sólrún eg veit alveg kvad tu ert ad fara eg hef oft komid til Islands og sa og varadi mit folk vid tvi sem var ad koma eg held ad flestir hafi haldid ad eg vaeri rugladur , eg held taug haldi tad ekki lengur tvi alt skedi sem eg varadi vid tad er sagt ad glogt sje gests augad

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 12:33

7 identicon

nei eg man tad nu ekki en eg hef drepid blom bara med tvi ad gefa tvi vatn ur orbilgjuofni

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 12:38

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er ekki víst að ég muni þetta rétt, en einhvern tíma vorum við beðnir um að ganga vel um húsið og hugsa um blómin þegar allir aðrir voru að heiman í sumarfríi (gæti verið í sama skipti og þegar þú ætlaðir að taka með þér flækingshundin og ferðatöskuna í langferð).

En eftir því sem mig minnir þá ákváðum við að athuga hvort þetta væri rétt með að hægt væri að drepa blóm með því einu að hugsa illa til þess.  Þó svo ég muni ekki mikið þá get ég séð blómið fyrir mér visið í eldhúsglugganum.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2012 kl. 12:47

9 identicon

Blað verkfræðingafélagsins heitir UPP Í VONDINN...Og það held eg að sé heila málið með þá.

Mér heyrirst á þér Magnús að þú munir hafa fundið os éð breytingarnar á vinnu umhverfinu og hvað það er orðið óprsónulegt og velrænt.

Eg fekk þá sprauti beint í æð þar sem eg var að vinna hjá ríkisfyrirtæki sem var tekið yfir með sleggju og kúbeini af liði með svartar lambhúshettur.Og sem enginn veit ennþá hverjir eru.

Eg er þa´að tala um Póst og Síma.

Það voru nú aldeilis aðfarir hvernig ruðst var inn á vinnustaðinn og yfirmönnunum stillt upp við vegg þeir voru látnir afsala sér öllum stettarfelagsréttindum og fyrirskipuð launaleynd.Annars yrðu þeir skotnir.

Við höfðum á mínum vinnustað yfirmann sem líkaði afskaplega vel við og sýndi starfsfólki sínu umhyggju og virðingu.

Hann vaildi ekki gerst þrælahaldari og ala á hræðslu með hótunum og ruddaskap og var látinn fara.

Stjórnunarstíl innrásrliðsins gengur út á það að ala á tortryggni og ótta milli starfsmanna innbyrðis yfirmanna innbyrðis og milli starfsmanna og yfirmanna.Þetta sjáum við hvarvetna í samfélaginu núna og nær að því mer skilst hæstu hæðum í álverum og álíka stöðum.

Það dregur víst úr hættunni á samblæstri þegar enginn getur treyst öðrum og starfsmenn fá verðlaun fyrir að klaga hver annan

Helgi eg er alveg orðlaus að heyra um þessa dásamlegu paradís og gáðu nú að því að það eruð engir nema þið sjálf sem hafið búið hana til. En einhver sem stæði við hliðina á ykkur mundi kannski ekki sja´neitt.Þetta samspil er það sem gerir gæfumuninn.Og blómin munu aldrei skrökva að þér það geturðu verið viss um.

Það er gaman að þú skulir vera kominn í organítið og fír góða umsögn frá vottunaraðilum sem hafa vit á hlutunum.

Little Grandmother segir í nýlegu viðtali að dýrin séu farin að finna hvað orka jarðarinnar er að styrkjast og kunna vel að meta það.E annars er hún að fara að gera einverja athöfn í Hollandi á morgun og það verður bein útsending á netinu.Eg á eftir að finna tímann en það hlýtur að vera á síðunni hennar

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 15:17

10 identicon

Helgi hvernig stóð áað þú gast sagt svona rétt til im gang mála í þjóðfélaginu? Var búið aðganga yfir hjá ykkur þessi ófögnuður

Rassían hér gekk undir nafninu Nýsjálenska aðferðin....

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 15:34

11 identicon

https://www.google.is/search?q=daisy&hl=is&prmd=imvns&tbm=isch&tbo=u&source=univ&sa=X&ei=Y1bbT4rMNMKn0QW0_pWACw&ved=0CHkQsAQ&biw=800&bih=485

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 15:39

12 identicon

Mér varð svo mikið um þegar eg las

það sem Helgi skrifaði að eg gleymdi að skoða linkinn.

Og aendi þessvegna óvart þann sama

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 17:08

13 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gott hjá þér að minna á nafnið á vrkfræðinga ritinu Sólrún, því var ég búin að gleyma.  Kannski ekki nema von því nú eru mun fleiri verkfræðingar á hverjum byggingastað en þeir sem en þeir sem eiga að vinna verkið.  Á byggingastöðum er staflað upp verkfræðiskrifstofum úr gámaeiningum, vanalega upp á tvær hæðir stundum þrjár.  Þar sem ég var í gær taldi ég um hundrað svona einingar í þremur þyrpingum, þetta er sama rúmál og 100 20 feta vörugámar sæmilegur skipsfarmur það.  Húsið sem er verið að byggja sést bara frá einni hlið vegna gámaborganna sem umkringja það á þrjár hliðar.  Tímar tvískipta kaffiskúrsins, með aðstöðunni fyrir kaffibrúsann og hamarinn eru löngu taldir, þannig að það eru engin vandræði lengur fyrir verkfræðingana að finna skjól svo þeir þurfi ekki að mýga upp í vindinn.

Hún Matthildur mín hefur verið að vinna hjá þeim hluta einkarekna ríkisfyrirtækisins sem þú minnist á, þess hluta sem skaffar okkur fótgönguliðana sem bera til okkar greiðsluseðlana.  Þegar kreppan skall á flugu topparnir vítt og breytt um landið og héldu súpufundi vegna ástandsisn.  Niðurstaðan var að minka starfshlutfallið, t.d. minkaði Fellabærinn hennar Matthildar úr 65% í 60% án þess að vegalendir eða tími sem brúka þurfti til burðarins minnkaði.  Síðar var bætt við á öðrum súpu fundi hverfi á Egilstöðum við Fellabæinn, sem er hinu megin við Fljótið, en engu við 60%.  Þarna voru topparnir búnir að spara fyrir einum súpufundi á ársgrundvelli fyrirfram reiknaður sparnaður áranna þar á eftir fara í bónusgreiðslur til þeirra ef ég þekki þá rétt.

Ég get satðafest að Helgi hefur varað við Satan sjálfum í gegnum árin og hefur haldið því blákalt fram að hann ætli að grafa um sig á Íslandi í gegnum ESB.  Þessar hugmyndir viðraðai hann oftar en einu sinni við mig og það sem meira var, hann sagði að frjálst Ísland væri búið að vera ef vítisengillinn hann Alcoa fengi að hreiðra um sig.  Ég efaðist, því það eina sem ég þráði var að hræra steypu, en fábjánarnir á vegum Alcoa hrærðu hana vitanlega með pappír.  Það eina sem ég gat svo fengið að gera, annað en að skara eldinn, var að laga steyptu gólfin vegna þess hvað svona pappírsgólf er gerð af mikilli handvömm.  Ef ég á að segja þér alveg eins og er, þá hafði ég ekki geð í mér til þess.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2012 kl. 17:53

14 identicon

Já Magnús þetta er hreint ekki glæsilegt en sjáum nú hvað setur.

Ef það verða pólskipti í hausnum á mannskepnunni þá snýst þetta allt saman við.

Hér kemur nýlegt viðtal við Littlr Grandmother.Eg er kannski ekki alveg sátt við nútíma landafræði hennar þar sem hún hefur Ísland Grænland og Norður Pólinn allt í sama númerinu.

Það má svosem til sanns vegar færa að það sé alveg á mörkunum að hægt sé að kalla þetta hokur hér civiliazion

En merkilegt sem hún kemur með um kortin af þessu svæði

http://www.youtube.com/watch?v=wGiIZTLjTn8&feature=g-hist

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 18:54

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Litla langamma kann að koma orðum að viskunni, þó vissulega einhverjir myndu gera landafræði hennar að höfuð málinu og sleppa því svo að taka mark á því sem skiptir máli.

Magnús Sigurðsson, 15.6.2012 kl. 21:14

16 identicon

Alveg nákvæmlega það og ekki spurning að gefa þeim sem það vilja kost á því :)

Og nú er eftir að sjá hvað kemur undan Grænlandsjökli.

Náðirðu nokkuð tali af manninum á Djúpavog sem var búinn að taka sólarhæðina í eldhúsinu hjá sér en þorði engum að segja það?

Sólrún (IP-tala skráð) 15.6.2012 kl. 22:38

17 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það verður spennandi að sjá hvað leynist undir jöklinum og ekki vafi á að það vita einhverjir nú þegar.  Jú ég heimsótti vin minn á Djúpavogi en það var um svo margt að ræða að sjálf sólin gleymdist. 

Eitt af því sem ekki fór fram hjá mér í Íslands heimsókninni var birtan.  Þegar ég kom til Keflavíkur skömmu fyrir miðnætti 20. maí var einkennilegt um að lítast, fyrst hélt ég að það væri þoka en fannst skrítið hvað hún var laus við gráa litinn og rakann.  Þetta var mistur sem byrgði alla fjalla sýn. 

Eins var það einn morguninn þegar ég fór á Stöðvarfjörð í sólskini að ég hafði aldrei séð svona birtu á ströndinni út við ysta haf sem ég hef þó haft að áhugamáli í áratugi.  Hafði orð á þessu við kunningja minna sem spáir mikið í stjörnur og vetrarbrautir og hefur búið á sömu strönd.  Ég sagði að fyrst hefði mér dottið í hug að þessi birta hefði með gosmistur að gera en hefði svo séð að það var ekkert mistur.  Hann sagði að þetta með birtuna stemmdi allt saman hjá mér þetta væru pólskiptin.

Áður ég fór frá Íslandi var ég einn eftir miðdag og nótt í Reykjavík hjá systir, sem keyrði mér svo eldsnemma að morgni á BSÍ.  Ég stakk því sérstaklega hjá mér þegar hún sagði hvað birtan væri einstaklega tær og falleg þennnann morgunn, en ég kannaðist ekki við þessa birtu og eins fannst mér þegar Vtnaleysuströndin var keyrð að maður ætti að sjá Snæfellsjökulinn skýrt en ekki bara sem skuggamynd út í móðunni.  Mér finnst fólk ekki á Íslandi ekki taka eftir þeim breytingum sem hafa orðið.  Kannski finnst mér þetta bara vegna þess hvað ég kem sjaldan.

En það er til mörg talandi dæmi þess að það sem ekki hefur verið í sjónvarpinu, það hefur aldrei verið til eða gerst.  Þá er ég að tala um dæmi á stærri skala en fimmtudagsbíó eða bláar myndir á sunndagskvöldum.  T.d. þetta hér sem ég rakst á á hinum mikla alfræðivef youtube fyrir nokkrum árum og bíð enn eftir að því sé gerð skil í sjónvarpi hvað þá að hægt sé að ætlast til að þessa sé getirð sögubókum menntakerfisins. 

http://www.youtube.com/watch?v=YWpsINN4KSw

Magnús Sigurðsson, 16.6.2012 kl. 05:05

18 identicon

gaman ad sja kvad Little Grandmother taladi mikid um crystals

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 06:26

19 identicon

Magnus þíð hafið greinilega ekki séð sólina hvor fyrir öðrum vinirnir á Djúpavogi og þannig á það líka að vera.

Eg veit að þú hefur glöggt auga furir landslagi og birtu það sést á myndunum þínum og eg trúi vel að þú hafir séð rett með greytingar á birtunni hér á Íslandi

Eftir að hafa séð þessi video dettur manni í hug hvort ekki muni vera kominn rími til að þurrka rykið af Búlandstindinum miðað það sem til stendur.Þið Helgi væruð nu rettu mennirnir í það.

Sjálf vísindin nota kristalla í t0lvur og allskonar viðtæki það ætti nú ekki að þurva vitnannavið.

Þegar maður hugsar um alla þá málma sem jörðin geymi kopa silfur gull og hvað þeir nú allir heita ásamt mörgum tegundum kristalla með mismunandi orkutíðni gæti manni dottið í hug að jörðin sé eitt allsherjar organít og ekki má nú gleyma píramydunum sem hljóta að koma þar inn í sem orkustöðvar.

Hvaðan annarsstaðar frá ætti jörðin að fá orku og næringu.

Sólrún (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 10:57

20 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það skildi ekki vera að Búlandstindurinn sé manngerður píramídi eftir allt saman og þá væri hann sá stærsti af þeim.  Annars heyrði ég það að Búlandstindurinn væri ein öflugasta orkustöð landsins svipað og Snæfellsjökullinn. 

Það er margt merkilegt í nágrenni Búlandstindsins t.d. var Búlandsnesið talin ein verðmætasta jörð landsins, næst á eftir Bessastöðum samkkvæmt bókinni hans Stefáns Jónsonar, Að breyta fjalli.  Búlandsnesinu var ánafnað sem Kristfjárjörð (gefið Jesú Kristi) fyrir margt löngu.  Þar máttu því fátækir landleysingjar setjast að og bjuggu skyndilega við bestu landkosti á Íslandi.

Það skýtur því skökku við að sveitarstjórnarmenn í Djúpavogshreppi, áður Búlandshreppi, hafa tekið upp á því að selja land í eigu Jesú Krists til að fjármagna rekstur sveitarsjóðs sem þem hefur tekist að þenja stjarnfræðilega út.  Spurningin er hvaðan fengu sveitastjórnarmennirnir umboðið til að selja og hver gæti dæmt í svona máli. 

Magnús Sigurðsson, 16.6.2012 kl. 18:00

21 identicon

Þegar eg hugsa um Búlandstindinn sem er langt síðan eg hef séð nema á myn þá finn eg alltaf dularfullan seið.Og píramýdi er hann það er enginn vafi á því hvernig sem það er í pottinn búið.

Þegar eg sá málverkið þitt af Búlandstindinum þa´fann eg alveg orkuna streyma í gegnum myndina Mögnuð orkumynd.

Mér finnst Kirkjufellið í Grundarfirði einnig vera orkustöð en einhvernvegin ekki eins mjúk og einsleitari ef svo má segja.

Búlandsnesið hefur verið ólíkt merkilegri Skjaldborg Heeimilanna en ómyndin úr Jóhönnu og &

Mikið var gaman af bókunum hans Stebba Ljós í rófunni Mínir menn og Að breyta fjalli það var hægt að lesa þær endalaust.

Eg man núna í svipinn eftir vísindalegum rsnnsóknum hans þegar hann af eigin frumkvæði var að prófa sjálfur á unga aldri hvort ýmsar kenningar stæðust.Eins og til dæmis það að hundar hefðu tunguna út úr sér í heitu veðri af því þeir hefðu engar svitaholur.Nefndi hann þar til sögunnar tíkina í Hammersminni og fleiri valinkunna hunda og fékk gerólíka staðreynda sýn eftir þá athugun

Helgi ef það er ekki leyndó hjá þér. Hvaða kristalla notarðu í blóma organítið þitt?

Little Grandmother segir mikilvægt að það séu sem flestir að nota kristallana .Þessvegna kem eg með þetta hér og þeir sem fara yfir um af hneykslun verða að gera það á eigin kostnað :)

Sólrún (IP-tala skráð) 16.6.2012 kl. 19:04

22 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Eins er bókin hans Stefáns Gaddaskata með skemmtilegar lýsingar á kinnum hans við kýr í Blánni á Búlandsnesinu.  Ég verð samt að viðurkenna að ég hef ekki lesið Stefán mikið, hann fór í mínar fínustu sem alþingismaður en er frábær rithöfundur.

Það er nokkuð víst að píramídar hafa með orku að gera, kannski eru þeir nokkurskonar segulstöðvar jarðar sem móttaka orku sólarinnar til seinni nota.  Það skírir svo hvernig steinar hafa orku því þeir hljóta að hafa minni rétt eins og vatnið.

Annars er það svo að orkan hérna á 69°N er í hámarki þessa dagana og ég eins og vanalega á þessum árstíma svo til hættur að sofa og kominn á yfirsnúning, enda ekki annað hægt.  Það eiga fleiri við það að stríða, alveg magnað að sitja í fjörunni með fjölda fólks síðustu tvö laugadagskvöld á miðnætti og horfa í miðnætursólina og andagtin er meiri en í kirkju........og meðan ég man Gleðilaga þjóðhátíð.

http://magnuss.blog.is/album/sumar_2012/image/1157842/

http://magnuss.blog.is/album/sumar_2012/image/1157843/

Magnús Sigurðsson, 17.6.2012 kl. 08:06

23 identicon

The orgonite for plants or horticulture contains dendritic agate, black tourmaline, double terminated quartz, herkimer diamond, green tourmialine, moss agate, selenite. The orgonite for immunity energy and health contains lava, amethyst, carnelian herkimer diamond, blue quartz, ametrine, fluorite, smokey quartz, bloodstone, moss agate, selenite. The orgonite for a chembuster and radiation contains, black tourmaline, kyanite, clear quartz, selenite, danburite, labradorite, topaz, mookaite, lapis lazuli and sodalite. The orgonite for wealth and the law of attraction contains citrine, garnet, malachite, smokey quartz, ametrine, aventurine, fire opal, green calcite, jade, sapphire, atlantasite, clear quartz, lemurian seed crystals, herkimer diamond, kyanite and selenite. vid erum buinn ad bua til  nokra af ollum tad er lika agaet ad lata hjartad rada eg tindi til daemis nokra steina i skogargongu niverid sem mer fanst ad aeti ad veri i orgonite lika

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 09:43

24 identicon

Helgi þakka þér fyrir þessar upplýsingar.

Skyldi ekki gilda það sama og sagt er um að best sé að borða það sem vex í heimabyggð og steinana .Kannski ekki olíklegt.

Ilmkjarnaolíur held eg að geti verið hægt að nota með kristöllunum en virkni þeitta byggist einnig á ákveðinni tíðni.Einnig held eg að Epsom salt og salt jaðtengi vel.Eg mundi halda það að af því þú átt svo gott með að spila á orkuna eftir eyranu að það væri skemmtilegt fyrir þig að gera tilraunir með svona mix :)

Sólrún (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 19:40

25 identicon

Magnus eg man ekkert eftir Stebba á þingi enda kannski eins gott ef hann hefur verið svona leiðinlegur þar kallinn.

Myndin sem þú varst með hér um daginn minnir vel á það hvað mikið er eftir að gera til að nýta sólarorkuna og alla þá möguleika.Þð hefur nú ekki mátt gera það.Það er engu lagi líkt hvað hefur verið í gangi af rugli.

Skemmtilegt að heyra af laugardaskvöldunum við ysta haf.Þú ert greinilega byrjaður að draga apana með þér í fjöruna einn af öðrum....eins og sagan segir frá að muni gerast.Þannig verða víst breytingarnar eg býst við að þú hafir séð það áður.

Við vorum að ræða um daginn tímatalið fyrir og eftir EES.

það vildi til þegar eg var að gaufast eitthvað á netinu þá rakst eg á svo slándi sönnun um þetta úr óvæntri átt að m´er krossbrá eiginlega

Eg fann semsagt tvö áramótaskaup.Fyrir og eftir.

Jésús minn þegar maður fer að bera þetta saman þá er ekki um að villast að eitthvað skelfilegt hefur komið fyrir þetta þjóðfélag.Og þá á eg við húmorinn.

Sólrún (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 19:57

26 identicon

http://www.youtube.com/watch?v=0_2b0i5ij3s&feature=g-hist

http://www.youtube.com/watch?v=mDN-k2dRE1E&feature=g-hist

Sólrún (IP-tala skráð) 17.6.2012 kl. 20:02

27 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Stefán var á þingi þegar ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen hrökklaðist frá 1983 með þeim mestu hundakúnstum sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi.  Ég man alltaf eftir viðrali við hann í því sjóvi, þar sem hann setti ofaní við þá sem ekki hefðu skilning á því að á alþingi sætu mestu afreksmenn landsins og mannvitsbrekkur.

Ránið sem fór fram á heimilum landsmanna hefur aðeins einu sinni síðan verið toppað en það gerði helferðarhyskið nýverið undir forustu Jóhönnu og Steingríms.  Bæði þá og nú sat fólk á alþingi sem hefði átt að vera búið að sjá sóma sinn í að hypja sig þaðan fyrir löngu.  Eina afsökunin sem Stefán hefur hugsanlega getað haft haft í þessu viðtali er ef hann var útúrfullur.

Áramóta skaupin eru sláandi búls þjóðfélagsins. Áramótaskaupið 2011 fjallaði um sannleika ársins, kannski var hann allt annað en fyndinn. Ég greip aðeins niður 1992 og sá að þar var líka fjallað um sannleikann, íslenska fiskverkakonan komin á safn. Það var jú 1992 sem framsal kvótans var gefið frjálst. Árið 1992 markar upphaf kreppunnar um hinar dreifðu byggðir landsins enda má glöggt sjá að að framsalið var forleikurinn að EES sem var búið að ákveða löngu fyrir 1993, allt annað var leikrit. 

Nei það var sorglegt að Stefán Jónsson, eins og hann þekkti sitt fólk vel, skildi ekki átta sig á að það færi best á því að mannvitsbrekkurnar á alþingi sæi það í friði.

Magnús Sigurðsson, 17.6.2012 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband