12.6.2012 | 19:41
Prófessor Transmann.
Það hefur lengi staðið til að manna sig upp í að blogga um myndina hans Max Igans, The transformation. En á útvarpsþættina hans Max Igans hef ég hlustað næstum vikulega í nokkur ár. Ef ég á að segja eins og er þá fannst mér efni myndarinnar svo yfirþirmandi að það örlaði á þunglindi við að setja sig inn hana. Samt fann ég þar púsl sem ég hef verið að birta í miðvikudagsbloggunum, þau Dr. Jill B Taylor heilasérfræðing sem fékk heilablóðfall og Justin Hall með orkuflögurnar.
Eins komst ég betur inn í hina ömurlegu framtíðarsýn sem Max setur fram í myndinni um ofurhugsuði framtíðarinnar, sem hafa verið fylltir af gagnslausum upplýsingum í svipðuðum mæli og google, með ígræddri gervi greind, þegar ég rakst svo á það hjá Ian Xel Lungold, sem ég flaggaði hérna í miðvikudagsbloggi fyrir stutt, að eina von mannkynsins væri að verða ga, ga, eða réttar sagt að fylgja visku hjartans þar sem mannshugurinn réði ekki við meira en 24 möguleika á mínútu á meðan tölvur á við leitarvél google réði við fleir milljón möguleika. Þá sá ég betur hvað Max Igan er að fara með myndinni The transformation.
Möguleg innræting einstaklingsins er að komast á nýtt stig. Hingað til hefur hver maður fæðst frjáls og dáið frjáls, jafnvel átt nokkur ár sem barn og jafnvel sem gamalmenni frjáls frá þeim heimi sem byggir algerlega á rökhyggju vinstra heilahvelsins sem er það sem nánast öll innræting frá vöggu til grafar gengur út á. Samkvæmt The tranformation er mannkinið komið á nýtt level, nú er fátt því til fyrirstöðu að einstaklingurinn fæðist fullprogrammeraður inn í þennan heim og verði haldið vandlega skóluðum út yfir gröf og dauða.
Stundum hef ég átt áhugaverðar samræður við fólk hversu dámsamlegt það er að vera barn og eins það sem kallað er elliær, semsagt ekki í prógrammi. Ég ræddi þetta við systir sem er hjúkrunarfræðingur fyrir skömmu, en hún sagði, veistu Magnús ég held ekki, fólki t.d. með allsheimer líður alls ekki vel. Ég spurði þá, er það ekki bara á meðan það er enn að rembast við að flækjast í rökhyggunni líður því svo ekki bara ágætlega þegar það er algerlega komið út úr heiminum, er það þá ekki bara okkur hinum sem ennþá brúkum prógrammið sem líður illa yfir öllu saman?
Undanfarna miðvikudaga hef ég verið að birta efni sem mér hefur þótt tengjast innrætingu og menntun. Núna ætla ég að breyta til og setja þessi miðvikudagsblogg yfir á þriðjudaga.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 19:46 | Facebook
Athugasemdir
Ætli þetta sé ekki að mjakast :)
Það er ekki mikið talað um þetta hér á landi
en það er nú kannski ekki mikill mælikvarði
http://www.youtube.com/watch?v=K9BPAVe5IcE&feature=related
Sólrún (IP-tala skráð) 12.6.2012 kl. 23:31
Hér kemur númer 2
http://www.youtube.com/watch?v=GgkfKM_SsIs&feature=channel&list=UL
Sólrún (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 00:17
Alltaf kemur þú með púslin sem vantar í myndirnar Sólrún. Það er ekki amalegt að heyra Litlu Langaömmu skýra það út hvernig á að verða það sem ég kalla ga, ga, vegna fátæktar á orðum og ekki voru þeir Braden og Bashar síðri. Það þarf semsagt bara að skipta um rás.
Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér undanfarið þegar ég fæ mér kvöldgöngur hvers vegna það er ekki fjöldi manns að fylgjast fagnandi með undrum þessa heims í stað þess að horfa á auglýsingar á besta tíma sjónvarpstöðvanna, t.d. sá ég fyrstu kolluna með unga í gærkveldi og þrjár sem fylgdu henni áhugasamar við að hjálpa til við uppeldið.
Þetta undur sá ég svo kvöldið áður en enga fagnandi áhorfendur, aðeins einn og einn skokkara með head-settið í eyrunum.
http://magnuss.blog.is/album/sumar_2012/image/1157104/
Magnús Sigurðsson, 13.6.2012 kl. 14:47
Magnus eg er viss um að þetta eru heiðursverðlaun þín fyrir allar bláu myndirnar sem þú hefur verið að gefa okkur hér á blogginu í vetur.Þær gefa og segja meira en mörg orð.
Ein fyrsta bókin sem eg las um SúperGaGa málefni var æviminningar Margrétar Thorlasíus frá Öxnafelli.Eg held eg hafi veri þá um það bil 10 ára.
Hún segir þar meðal annars frá því að hún hafi þegar hún var unglingur komist undir regnboga.Hún hafði verið á gangi út á túni og sá regnboga án þess að hugsa nokkuð um að reyna að komast undir hann þó svo að hún þekkti þá gömlu trú að sá sem kæmist undir enda regnbogans gæti fengið að óska sér.
Hún segir frá að allt í einu hafi hún verið stödd í litadýrðarhafi þar sem allir regnbogans litir umvöðfðu hana.
Hún óskaði sér þá þess að hún gæti fengið að hjálpa þeim sem þyrftu á hjálp að halda.
Fljótlega eftir það byrjaði fólk að leita til hennar um aðstoð í veikindum og fá lækningu svo sem alþjóð síðan var kunnugt.
En hæfileikar Margrétar munu hafa verið meðfæddir svo sem skyggnigáfan.En það var ekki fyrr en eftir þennan atburð sem hún komst í samband við Friðrik huldulækni.
Eg hef stundum velt því fyrir mér hvort þarna hfi verið sett á svið smá show sem hafi átt að fá hana til að biðja um það sem hún kannski hafði alltaf viljað ómeðvitað en ekki kunnað að koma orðum að.Hennar lífshlurverk.
Þegar þú ferð út í svona gönguferðir til að meðtaka undur veraldar þá ert þú um leið að leggja í sameiginlegan sjóð sjónvarpsglápara og annara sem eru úti að aka...og lyftir orku jarðarinnar.Allir verða fyrir áhrifum og bráðum verður hundraðasti apinn vaknaður ...:)
Eg verð að játa það eð eg er búin að liggja á alveg dásamlega fallegri gersemi sem eg hef ennþá engum sýnt en finnst nú allt í einu að rétti tíminn sé kominn.
Vona að hann Helgi okkar komi og líti á þetta.
Og Doctor E...
http://www.youtube.com/watch?v=feZqzZUV19w&feature=results_main&playnext=1&list=PL49C4AAAA497FCB1B
Sólrún (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 18:23
tad er buid ad vera dalitid kvast her i Perth var rafmagnslaust hja mer i 2 daga internetid a ekki ad koma a firr en i naestu viku ,eg er nuna med svona neidar internet pung sem virkar illa trkur stundum 30 min ad tekka emaik eg reini ekki ad horva a youtube mer hlakkar bara til ad skoda tetta i naestu viku
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:05
Helgi eg hélt að þú værir kominn í vetrarhýði
er þetta ekki ennþá betra en að
vera sjónvarpslaus..?
með bestu lveðju
Sólrún (IP-tala skráð) 13.6.2012 kl. 22:52
Sólrún þetta viðtal við Inelia Benz var þörf áminning um það hvað það er mikilvægt að við látum ljós okkar skína, það er frumburðarréttur okkar í þessum heimi og til þess komum við. Þetta er kannski andhverfan við the transformation heiminn sem Max Igan er að benda á, þar sem myrkum enskisverðum upplýsingum annarra er þraungavað upp á fólk. Þakka þér fyrir að benda á þessa manneskju.
Það hafa skipast veður í lofti hér í Harstad rétt eins og í Perth hjá Helga, þó svo rafmagnið og internetið hangi ennþá inni. Nú er svo komið að halda þarf norður á bóginn í verkefnaöflun. Eitthvað sem elstu menn muna ekki til að þurft hafi um hábjargræðistímann hér um slóðir. En á eftir munum við útlendingarnir ásamt bossinum okkar henni Mette keyra norður í Finnsnes þar sem sumarverkefnið verður að hlaða veggi í málmbræðslu. Í dag tökum við púlsinn á verkefninu keyrum í 3 tíma norður, þar á að gera eins mikið og hægt er, áður enkeyrt verður aftur 3 tíma suður til Harstad í kvöld. Síðan hefst verkið á fullu í næstu viku.
Það gæti verið að ég þyrfti að verða mér út um neyðarpung internetsins vegna því meiningin er að búa á tjaldstæði, vinna vikuna á fjórum dögum í stað fimm sem ég veit ekki hvort maður á sextugs aldri þolir, það verður bara að koma í ljós. Það sem ég á eftir að sjá út úr er hvernig Matthildur mín kemur til með að passa inn í þetta dæmi loksins þegar hún kemur til með að dvelja í einhvern tíma hérna.
Ég ræddi þetta karma við Budda munkinn hann bróðir á skype-inu fyrir stuttu og þetta kom honum ekki á óvart. Hann hefur alltaf vitað af löngun minni til að dvelja við kjörhita á suðlægum slóðum, svona í kringum 37°C, og sagði að ef ég héldi áfram að fara nógu langt í norður þá styttist óðum í að ég færi í suður.
En það er óneitanlega spurning hvort sá tími er að renna upp að Nrðmenn hafi ekki lengur efni á að búa heima hjá sér yfir háskaðræðis tímann þó svo að við í fjölþjóðlega samfélaginu frá Afganistan, Sudan og Íslandi komum til með að halda í fyrsta úthaldið.
Magnús Sigurðsson, 14.6.2012 kl. 04:13
Þú segir miklar frettir Magnus mer dttur í hug að það geti verið að húsæði sé ekki svo dýrt eftir að komið sé svo norðarlega og gæti trúað að það væri sniðugt fyrir ykkur hjónakornin að auglýsa í lókal pepernum á staðnum og vita hvað kemur .á í ljós.
Eg veit um hjón sem fluttu fyrir ári síðan þarna á norðurslóðirnar og eru í litlu þorpi sem eg man ekki hvað heitir.Þau töltu niður á skrifstofu blaðsins þarna til að auglýsa eftir húsnæði.Þá voru þeir alveg á því að þau ættu nú ekki að vera að spandera í auglýsinu það væri bara best að taka við þau viðtal og þá vissu allir hvað um væri að vera.Það var síðan gert og teknar myndir og ekki stóð á viðbrögðunum.Þau fengu stax ódýrt og gott húsnæði.
Það allt annar þankagangur á þessum slóðum en í sæluvelferðinni hér á landi.
Það gæti nú verið gott mál fyrir ykkur að setja saman bú og geta hellt upp á könnuna fyrir afgani og afríkubúa og allt þar á milli.
Menn mundu víst ekki fúlsa við handavinnunni hennar Matthildar frekar en myndunum þínum Magnús.
Málverka ljósmynda og handavinnusýning....?
Í pínulitla sveitaþorpinu sem eg minntist á kemur fólk saman í kaffidrykkju einusinni í viku til að hittast og taka pílsinn.
Mé finndist vera svo rómó frásögn í blaði sagan ykkar þar sem kona útilegumannsins ætlar að koma tilað vera með honum á afmælinu sínu og brúðkauðs afmælisárinu þeirra ásmt viðeigandi myndasyrpu .Og ekki mundi nú saka að tímavélin yrði sett í gang....og höfð til sýnis :)
Sólrún (IP-tala skráð) 14.6.2012 kl. 09:49
Mér leist nú ekkert sérstaklega á mig þarna norður í Finnafjord, kannski var það málmbræðslan. Íslensk álver eru einhverjir þeir ömurlegustu vinnustaðir sem ég hef komið í þessi Finnafjord Smeltverk fabrikka var samt smá í sniðum miðað við skrímslin á Íslandi. Eins fannst mér landslagið ekki spennandi, allt of mikið af trjám, lítið um falleg fjöll og engin sýn til hafsins. Einhvern veginn datt mér í hug að Fljótsdalshéraðið gæti átt eftir að líta áþekkt út ef skóræktardraumarnir rætast ofan í stóriðjudrauminn.
En hugmyndin þín er frábær, spurning hvort Vesterålen er ekki staðurinn fyrir hana. Með sínum tignarlegu fjöllum, hvítu skeljasandsfjörum og úthafið á trjálausri ströndinni.
Magnús Sigurðsson, 14.6.2012 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.