21.6.2012 | 19:07
Fimmtudags bíó - Síðustu Móhíkanarnir.
Í fimmtudagsbíói kvöldsins er um tóma steypu að ræða. Á árunum í kringum 1990 var mikið steypt á Djúpavogi, 1984 - 1988 var byggður fjöldi íbúðarhúsa auk heimavistar við grunnskólan og heilsugæslustöðvar Frá 1991 - 1994 voru byggð kirkja, íþróttahús, elliheimili auk fjölda íbúða. Flestar þessar byggingar voru úr steypu.
Eitt af því sem mörgum var ofarlega í huga var að nota það byggingarefni sem nærtækast var og því koma steypan inn í dæmið. Menn standa nánast á byggingarefninu ekki bara á Djúpavogi heldur um allt Ísland, það er allt um kring. Á þessum árum voru þrjú verktakafyrirtæki á Djúpavogi sem réðu yfir steyputækni og gátu framleitt steypu nánast hvar sem þau voru stödd. Þetta gerði það að verkum að fjöldi ungra manna var við störf vítt og breytt um Austurland á vegum þessara fyrirtækja.
Myndirnar í kvöld eru af þeim verkefnum sem Malland stóð fyrir á Djúpavogi 1991 - 1992 en á þeim má einnig sjá starfsmenn annarra fyrirtækja á Djúpavogi því oftar en ekki var um margvíslegt samvinnu að ræða. Sennilega þikja þessar steypumyndir ekki gáfulegar á 21. öldinni. Í síðasta gróðaæri var höfuð málið að reka saman íbúðarhús úr gibbsi og hraðvöxnum skógum í Eystrasaltslöndunum, þótti nóg að hönnunin væri íslensk. Flytja þau svo í opnum flatgámum til landsins, reisa þau með Pólverjum og klæða síðan með innfluttu blikki. Að vísu mun dýrari hús og ekki sambærileg að gæðum, jafnvel orðinn skemmd af raka á flutningnum yfir hafið einum saman.
Svo voru Kanadísku plasthúsin sem litu út eins og Skandinavísk timburhús geysi vinsæl í gróðærinu, þar var ekki einu sinni hönnunin íslensk. Þó svo að þessi innfluttu hús hafi aldrei verið samkeppnishæf í verði, þá hafði því þá þegar verið snaggaralega bjargað með ströngum reglugerðum um það hverjir mættu hræra steypu. Við það urðu til hin fjölbreyttustu störf reglugerða sérfræðinga og eftirlitsaðila svo megin þungi byggingariðnaðarins fluttist í hendur þeirra sem aldrei hafa byggt hús en eru algjör séní með pappír. Þannig má segja að fimmtudagsbíó kvöldsins sé um síðustu Móhíkanana.
Flokkur: Hús og híbýli | Breytt 18.1.2018 kl. 21:26 | Facebook
Athugasemdir
Magnus þetta eru ljóslifandi heimildir frá þeim tíma sem þjóðfélagið var á lífi og verið var að byggja upp landið og vinna við það með mannlegum hætti ef svo má segja.
Þegar menn voru ábyrgir fyrir sínum verkum og kaypendurnir gátu verið nokkuð vissir um að það hryndu ekki allar innréttingar niður ef þeir fengju kvef og hnerruðu.Verktakar vilu á þeim tíma ekki láta slíkt sjást eftir sig eða spyrjast.Og það var íka samkeppni.Og reyndar samvinna um leið eins og þú bendir á.
Sem auðvitað er langmesta snilldin..
Eg gæti trúað að samt hefði mikilvægasta hlutverk fyrirtæjka af þessari stærðargráðu og fyrirkomulagi verið að taka unglinga sem voru að byrja á vinnumarkaði og kenna þeim og ekki síst með því að taka þá sem jafningja.
Af því að þeir ungu menn búa að því alltaf eftir það.
Engin furða þó náhirðin leggi sig eftir því að útrýma slíkum stofnunum hvar og hvernig sem til þeirra næst.Það heitir víst uppbygging atvinnulífsins eða þannig sko. Á fræðimáliE.S.B.
Og vissulega samkvæmt þeirra ritúali þó það megi auðvitað enginn segja því það er svo vitlaust.Og auðvitað er það líka alveg bandvitlaust en samt nokkuð sem hver maður ætti að geta séð að er að gerast.Þess verður varla langt að bíða að erlendir verktakar birtist hér með sín skattfrjálsu og tollfrjálsu tól og tæki svo að innlendir verktakar geti þá slappað af heima hjá sér í rólegheitum og grillað.Alþing er víst búið að afgreiða þetta af færibandinu samkvæmt fjölmiðlafrétt sem eg sá hér á dögunum
En líklega verður nú hafður á því lágur prófíll til vonar og vra framyfir næstu Alþingiskosningar svo menn fari nú ekki að hætta við að kjósa Steingrím og Jóhönnu.
Sólrún (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 20:42
flotar mindir Magnus og godur pistil.Solrun heldurdu ad tad sje enta til Islendingur sem mindi kjosa tetta lyga hiski
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 22:18
Það er þetta með samvinnuna og samkeppnina sem mætti oft fara betur og mátti það vafalaust á Djúpavogi í denn. En það sem mér finnst vera að glatast um fram allt annað er samfélagsleg vitund, þá á ég við það að okkur varði um það hvernig fólkið í næsta húsi kemst af. T.d. er engin vandi að reikna það út að Rúmenskir farandverkamenn geti sett upp eldhúsinnréttingar fyrir mun lægra verð en smiðirnir hjá Samverk, en þá er líka eins gott að fá ekki hnerrakast eftir að Rúmenarnir eru farnir, Samverk komið á hausinn og smiðirnir á vergang í Noregi.
Þetta með unga fólkið er akkúrat málið, nú fær það ekki að koma nálægt neinu fyrr en það hefur til þess réttindi sem pappírsésarnir framfylgja. Það var algengt að drengir byrjuðu í byggingavinnu um 14 ára aldurinn á árunum milli 80-90. Sjálfur byrjaði ég 12 ára gamall upp úr 70. Sindri bróðir var með mér hvert einasta sumar frá 12 ára aldri og margir fleiri ungir menn sem fengu sumarvinnu. Það skemmtilega við það að fá ungalingana var ómengaður áhuginn, maður varð hreinlega að hafa sig við til að hafa ofan af fyrir þeim, þvílík voru afköstin.
Það var ekkert mál á þessum árum að hafa unga menn með sér hvert á land sem var, Sindri bróðir var 13 ára þegar við vorum við störf á Gunnólfsvíkurfjalli þar sem var verið að byggja radsjárstöð fyrir NATO 1987-1988. Það voru fleiri á hans aldri þar að vísu með feðrum sínum. Árið 2006 tók fyrirtækið sem ég var með þá að sér að flísalögn í stöðvarhúsi Kárahnjúkavirkunnar. Einn flísalgningamaðurinn fékk vinnu fyrir 16 ára son sinn það sumar og var með hann þar við flísalögnina. Þetta var þungt mál fyrir mig, því það voru komnar allslags reglur sem banna svona lagað undir 18. En auðvitað var ekki hlustað á neitt þvaður, hver getur svo sem bannað faðir að bera ábyrgð á syni sínum, skárra væri það nú.
Þessu sem þú lýsir Sólrún með skattfrelsið og tollfrelsið er þegar orðið að hluta. Sem dæmi þá er það svo í kaffistofu verkfræði-kamraborgarinnar í Finnfjord að inn á kaffistofu skaltu setja á þig einota skóhlífar, ég gæti trúað að hver maður færi með svona 5-6 pör á dag með klósettferðum. Þetta á víst að spara þrif, ég sá fljótlega að það væri betra að brúka þennan búnað til að spara þrif á eigin skófatnaði því ekki færi maður þarna inn á sokkunum miðað við útganginn. Þó svo að pappírstígrisdýrin séu hrifin af reglugerðafrumskóginum þá hafa þau vit að stytta sér leið í gegnum skattaskóginn sjálf. Þau eru nefnilega búin að átta sig á því þó svo að þau flytji inn erlent vinnuafl til að þrýfa á vegum alþjóðlega fyrirtækisins ISS piss þá þarf að halda nákvæmt bókhald og hafa verkferlana á hreinu þegar strokið er yfir gólfin og því er hægt að reikna það út að einnota skóhlýfar borgi sig þó það sé ekki nokkur leið að sjá það á gólfunum.
Því miður er ég ekki viss um að fólk sjái alþjóðlegu fasistabeljuna ESB þegar kemur að því að kjósa enda ekki víst að nokkur leið verði að átta sig á hver er á hvaða bás. Þessi fábjánaháttur er allur klæddur í fallega búning um frjálst flæði vinnuafls, hinnar heiögu kýr, erlendrar fjárfestingar. Sem á endanum þýðir að sá sem býr heima hjá sér verður skattlagður í drep svo hægt sé að halda regluverkinu gangandi.
Magnús Sigurðsson, 22.6.2012 kl. 05:41
Helgi þeir sauðir sem eru á fóðrum verða nú líklega að skila atkvæðum sínum til að halda tölunni réttri.Annars liggja allir undir grun
Sólrún (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 11:47
Magnus það sem þú minnist á um samfelagslega virund er ekki orðið til fyrir neina tilviljun eða náttúrulögmál.Heldur hrfur verið unnið markvisst að því síðustu 40 ár.Og það gegnum menntakerfið fyrsy og fremst því miður.Og aðferðirnar ættaðar í beinan karllegg frá spunameisturum nasista í þýskalandi.Sem voru nú hreint ekkert blávatn og höfðu líka nógu úr að moða peningalega með ríkulegum framlögum Bandaríkjanna meðal annars.Bæði á meðan þeir voru að hita upp Hitlersmaskínuna og síðan áfram þegar kom að því að heilaþvo og ná yfirráðum gegnum menntakerfið.
Eins og venjulega höldum við auðvitað að íslendingar séu einhver undantekning en rekum okkur á seint og um síðir.
það er fátt sem gerist bara afr því bara.
Sólrún (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 15:22
Hjartanlega sammála þér með hlut menntakerfisins í óskapnaðinum Sólrún. Það sem verra er að með menntakerfinu hefur tekist að setja svo til alla í hakkavél fasismans.
Ég rakst á video sem á að vera yfir 40 ára gamall brandari en þegar hann er settur í samhengi við þann árangur sem menntun hefur áorkað í dag er hann orðiðn verulega tvíræður, varla fyndinn og má jafnvel segja að hann hafi snúist upp í andhverfu sína.
http://www.youtube.com/watch?v=LS37SNYjg8w
Magnús Sigurðsson, 22.6.2012 kl. 16:18
Skemmtilegt video :)
Menntakerfið hefur veri hingað til ein af þessum blessuðum kúm sen verið hafa heilagari en páfinn.Og guðlast að setja eitthvað út á skóla og skóla göngu og skóla yfirvold .Alveg sama hvað.Ef einhversstaðar eru nýju fötin keisarans þá eru þau þar.Þó verkin sýni merkin breytir það hreint engu.Áfram skal haldið og stímað án þess að ská af.það er leiðinlegt og illa liðið að segja svona um heilögu kýrnar.En það má uðvitað alltaf hlaupa í það skjólið að kellíngin sé bara vitlaus.
Það er auðvitað eðlilegt að nenn eigi erfitt meða að átta sig á því sem þeim hefur verið kennt um sjálfa sig í sjálfum höfuðstöðvum innrætingarinnar.Og verandi búnir að kosta til ómældum tíma fé og fyrirhöfr í að ganga eftir strikinu eins og í öðrum sértrúarsöfnuðum.
Sólrún (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.