26.6.2012 | 20:02
Eru álfar kannski menn?
Það er misjafnt hvað það er sem vekur fólk til umhugsunar um sitt umhverfi, fæst af því er að finna í námsefni skólanna. Þar er meira um að kennt sé hvernig meðhöndlun pappírs gagnist hinum heilaga hagvexti. Auk þess sem spilað er á metnaðargirnd og sjálfhverfu einstaklingsins. Nú eru það hinar heilögu kýr neytendurnir sem halda eiga uppi hagvextinum, þetta er hægt að gera með því einu að auka framboð af drasli, hækka síðan verð og skatta.
Fyrir nokkrum árum rakst ég á sænska mynd á netinu þar sem Floyd Red Crow Westeran fer yfir lífsýn indiána N-Ameríku, spádóm Hobi ásamt fleyru. Hjá honum kom fram að indiánar N-Ameríku hefðu fækkað úr 60 milljónum niður í áttahundruð þúsund með tilkomu hvíta mannsins til Ameríku auk þess sem landið væri orðið allt annað.
Það sem vakti mig til umhugsunar fremur öðru í máli Red Crow var lýsing hans á því að hvað maðurinn gerði sér litla grein fyrir því að þegar hann fellir tré þá eyðir hann heilu samfélagi dýra og plantna sem hafa átt tilveru sína í skjóli þess.
Kannski var lífsýn indiána N-Ameríku eitthvað sem skólarnir mættu bæta við námsskrána, en hún gæti nokkhvernvegin verið svona í stuttu máli.
"Jörðin er okkar móðir, berum önn fyrir henni.
Heiðra öll þín samskipti.
Opnaðu hjarta þitt og sál til hins mikla veruleika.
Allt líf er heilagt, komdu fram við allar verur með það að leiðarljósi.
Taktu frá jörðinni þess sem þér er þörf og ekkert umfram það.
Gerðu það sem þú veist vera rétt.
Gefðu stöðuga þökk til hins mikla veruleka, fyrir hvern dag.
Leitaðu eftir velferð huga og líkama.
Helgaðu framtaki þínu ævinlega meiru af því góða.
Vertu sannar og heiðarlegur öllum stundum.
Njóttu lífsins ferðar, en skildu ekki eftir neina slóð"
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt 30.6.2012 kl. 08:31 | Facebook
Athugasemdir
Annars er það héðan af 69°N frétta að Matthildur mín skilaði sér í gærkveldi og eldsnemma í morgunn tókum við hurtigbåten frá Harstad norður í Finnsnes. Svifum yfir haffletinum hátt í tvo klukkutíma á ævintýralegri ferð innan um lundann í veðri sem hefði verið flokkað sem norðaustan fíla á austfjörðunum.
Þegar við komum í Finnsnes fór Matthildur með prjónana sína á tjaldstæðið en þar voru allir kofar Tómasar frænda uppteknir, þannig að ún fékk inni hjá Afgananaum Yasin og Súdananum Juma á meðan ég smellti mér í vinnu ásamt þeim félögum við að hlaða veggi í Smeltverkinu. Matthildur sagðist hafa verið farin að hugsa út í hvað hún væri komin, farin að búa í litlum bjálkakofa langt fyrir norðan heimskautsbaug með mér ásamt Súdana og Afgana.
Ég er ekki frá því að það sé vonin um óhversdagslegar uppákomur sem fær miðaldra fólk til að flækast. Það sé samt minna um að fólk sé á kaupi í sumarfríinu og hafi til þess kofa Tómasar frænda en bjálkakofin skilaði sér í kvöld en hann hafði verið leigður út fyrir tóman misskilning.
Magnús Sigurðsson, 26.6.2012 kl. 20:23
Það er alltaf jafn erfitt að sjá svona myndir og vera þá um leð minnt á að það skuli vera ti skepnur sem kalla sig hvíta menn með þvílíkum rembingi.
Þið lífskúnstnerar sláið öll met.
Bjálkakofinn alger draumur.
Eg vona bara að það sé ekki rafmagn þar.
En það væri nú kannski til of mikils mælst
að fá svoleiðis lúxus klassa.
Það væri nú gaman að fá mynd af honum og meiri fréttir.:)
Sólrún (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 22:50
Kveikjan að því að mér datt Red Crow og sagan hans um tréið í hug var sú að þegar ég kom hingað til Finnsnes fyrir 10 dögum síðan fórum við vinnfélagarnir í coop að versla. Þar sem ég afgreiði verslunarferðir með hraði þá fór ég út að sniglast um á bílastæðinu á meðan ég beið eftir vinnufélogunum.
Þar sá ég að mikið var um að vera hjá fuglum sem flugu yfir kletti við jaðar þess. Þegar ég kannaði málið betur sá ég að þetta voru svölur í tuga ef ekki hundruða tali. Það er tignarlegt að sjá svölur fljúga en þarna voru þær að fjandskapast út í brotfleyg sem var að mylja klettinn.
Þegar ég fór að fylgjast betur með sá ég að þær fóru inn í holur í klettinum og ofaná honum mátti sjá að tré höfðu verið fjarlægð. Þegar ég kom svo aftur að þessum kletti í gærmorgunn þegar við Matthildur komum úr hurtigbátnum ´hafði gengið mjög vel við að mylja niður klettinn en ég sá ekki nema tvær svölur önnur skaust inni í eina holuna aðrar holur voru horfnar í grjóthrúguna.
Það var heilög skylda í byggingarvinnunni hjá Völundi í gamla daga að ef Máríerlur eða aðrir fuglar verptu í uppsláttinn þá var snúið sér að öðru þangað til að ungarnir voru flognir úr hreiðrinu.
Eins upplýsti Völundur það einu sinni þegar framkvæmdirnar við Kárahnjúka voru til umræðu í sjónvarpinu, að ástæðan fyrir því að hálendisvegur þarna uppfrá hefði verið sagður lokaður af vegagerðinni, þó að vorið hefði verið einstaklega gott, hefði verið sú að í mörg ár hefði heiðargæs verpt í vegkantinn í einni beygjunni og vegurinn hefði aldrei verið opnaður fyrr en gæsin hefði verið búin að koma ungunum úr hreiðrinu.
Já það er oft komið fram við bæði dýr og fólk af tillitsleysi vegna þess að sumir telja sig þurfa að fara eftir dagatalinu með eitthvað sem skiptir engu máli en hefur verið sett á dagskrá.
En að öðru í dag hætti ég að hlaða veggi í smeltiverkinu eftir 8 tímana og við Matthildur brunuðum út í Senja sem er nærst stærsta eyjan við Noregsstrendur alla leið vestur í Gryllefjord. En þar voru margir íslendingar við störf um tveggja ára skeið eða þar til í fyrra sumar að margir þeirra fótu til Alta á vegu Ístaks. Ég þekkti marga þarna og vissi að þeir unnu að gerð hafnargarða. Mér hafði dottið í hug að fara til Gryllefjord í fyrrasumar á meðan þeir voru þar en þegar ég frétti hvað það tæki langan tíma þrátt fyrir stutta loftlínu á frá Harstad á goole hætti ég snarlega við, en núna var þetta nánast í leiðinni.
Hérna má sjá myndir dagsins. http://magnuss.blog.is/album/flakingur_2012/
Magnús Sigurðsson, 27.6.2012 kl. 20:14
tad er falegt tarna hja ikkur og kofin med tvi flotasta sem eg hef sed
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 21:28
Það er vonandi að við eigum ennþá eftir eitthvaða af visku Völundar.Eg er einmitt að hlusta á David Icke þar sem hann fer á kostum og útsýrir muN á visku annarsvaga og klókindum reptillians og co.
Eg er eiginlega fegin að þið skulið hafa sloppið heil á húfi frá þessum Jötunheimum þarna.Það eru örugglega allskonar Mjóafjarðarskessur og eitthvað enn svakalegra í þessum hrikalegu fjöllum.
Húsið ykkar er alger draumur og mig grunar að ekki líði á löngu til að húsmóðirin fer að fá ferfættar heimsóknir á pallinn fyrir framan og að ar verði hlaðborð sett upp:)
Freistast til að setja Icke með í bréfið hann er í dálítið öðrum gír en venjulega .En alltaf góður kallinn :)
http://www.youtube.com/watch?v=ChVBo_Mm4ns&feature=g-hist
Sólrún (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 21:30
Helgi það var ekki alveg rett orðað hjá mer að flaskan með vatninu hefði verið ofan á organítunu hún var sett niður í milli hjá pípunum.
Það væri fróðlegt að gera skoðanakönnun hjá hænunum:
Hvort kjósið þið organít varn eða venjulegt.
Þær láta ekki neitt plata sig kellurna.
Nú eru gerðar skoðanakannanir á korters fresti um forseta kosningarnar.Frekar þreytandi tískufyrirbæri.
Sólrún (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 22:10
aumingja haenurnar altaf verid ad gera tilraunir med taer , taer hafa fengid apple cider vinegar i nokrar vikur nuna og eg er ekki fra tvi ad taer verpi betur taer voru farnar ad minka varpid sokum elli . eg er buin ad fa mer 10 unga sem eiga eftir ad taka vid eins og gengur . eg a eftir ad prufa tetta med orgon vatnid tad er engin spurning birjadi reindar i gaer ad drekka tad sjalvur
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 27.6.2012 kl. 23:57
her er onnur rugl skodanakonun http://www.mbl.is/frettir/erlent/2012/06/27/obama_treyst_gegn_geimverum/ verid ad reina ad gera okkur tilbuin firir falska geimveruaras .
Solrun tu verdur ad reina ad kjosa tann sem tu heldur ad valdi minstum skada
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 00:19
Já hænur geta ábyggilega fengið nóg af skoðanakönnunum líka .
En alltaf eru það nú samt Ameríka sem toppar.
Einhver sagði að Ólafur Ragnar væri eins og arabískur gæðingur innan um riðuveikt sauðfé.Eg tel að það ætti ekki að vefjast fyrir manni að kjósa.Reyndar einu kosningar sem eg get hugsað mér að kjósa í.
Sólrún (IP-tala skráð) 28.6.2012 kl. 01:08
Það er nú kannski einum of nákvælega að orði komist að það sé eins arabískur gæðingur sé að þvælast innan um riðuveikt sauðfé. Þó ég hafi ekki geð í mér til að kjósa um annað en já eða nei þá er nokkuð til í því að ekki er vanþörf á öryggisventlinum innan um landráðahyskið sem riðið hefur húsum á Íslandi undanfarin ár, það er eins víst að fólk fá hvorki að segja já eða nei þegar sjálfstæðinu verður fórnað frekar en þegar það átti að taka ábyrgð á skuldum gjaldþrota einkabanka.
Kofinn okkar Matthildar var huggulegur en núna erum við komin upp í risið á Gamle Stangnesvei í Harstad. Ég komin í helgarfrí en vinnuvikan er tekin á fjórum dögum þessar vikurnar. Hvað næsta vika ber í skauti sér er ekki gott að segja en það mun bossinn Mette væntanlega upplýsa mig um á morgunn. Hún hefur verið að undirbúa siglingu á skútunni Libra til Svalbarða og hefur boðað frí í firmanu á meðan. Hún gerir allt fyrir okkur Matthildi og hefur boðið okkur afnot af bíl til að flækast á um perlur Norður Noregs. Kannski verður það aftur Finnsnes hjá Matthildi í næstu viku hver veit.
Ég þarf að skoða þetta hjá David Icke. Góð ábending að klókindi og viska séu ekki það sama það þyrfti að halda því betur á lofti áður en merking hugtakanna glatast. Ég fór að svölu klettinum í Finnsnes í dag, var að hugsa um að taka mynd af grjóthrúgunni, en ákvað að gera það ekki reyna frekar að ná myndum af svölum.
Magnús Sigurðsson, 28.6.2012 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.