Fimmtudags bíó - endir.

Enn er það steypa sem er á videoi kvöldsins, en nú er komið að endi á þessum steypu myndum.  Þessi er frá 1990 og þar er verið að steypa bílastæðið hjá Hilmari mági mínum.  Það er Jón Ingvar Hilmarsson sem á heiðurinn af því að þessi steypuvinna festist á filmu heimilisvídeóvelarinnar í Áshlíð.

Þarna eru þeir kapparnir Kalli og Sindri í aðalhlutverkum, en þeir voru með mér því sem næst allan Mallands ferilinn minn sem náði nokkhvern veginn frá 1987 þar til í lok árs 2000.  Malland var stofnað utan um rekstur sem ég hafði haft í nokkur ár af okkur Kalla og Bjössa Heiðdal.  Malland er ennþá til sem gólflagna fyrirtæki með epoxy gólf og keyrir á upprunalegri kennitölu næstum aldarfjórðungs gamalli, geri önnur fyrirtæki betur.

Mér er ekki kunnugt um hverjir eru eigendur af Malland í dag en veit þó að Gísli vinnufélagi til margra ára er þar innsti koppur í búri. Síðan 2001 hef ég svo til engar spurnir haft af Malland þá hófst nýr kafli, svolítið skrítið því Malland var nánast eins eitt af börnunum mínum. En það var orðið þannig árin eftir 1996 að gíróseðla bunkinn var horfinn af borðinu mínu, kellingin í Íslandsbanka hætt að hringja heim í hádeginu, þau hjá Lýsingu höfðu ekkert samband ekki einu sinni lögfræðingar og sýslumaður nenntu að setja sig í samband því eins gott að snúa sér að einhverju nýju.

Í sárbætur fyrir lélegt fimmtudagsbíó er má finna hér nýsutu bláu myndirnar okkar Matthildar á flækingi okkar um norðurhjarann í gær var það Húsey á Senju. http://magnuss.blog.is/album/flakingur_2012/

 

 

 https://www.youtube.com/watch?v=kcj66lk-a1o

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband