Eintóm ímyndun.

Í efni þess videos er bent á hversu mikilvægt það er að hugsa með hjartanu, láta tilfinninguna ráða á svipaðan hátt og þegar lært er að hjóla eða aldan stigin. Hér er gerð er tilraun til að benda á að við erum fædd sem lítil kríli hinna óendanlegu möguleika.  Það var í skóla sem okkur var kennt að endurtaka hugmyndir annarra í stað þess að hugsa eigin hugsanir. 

En allt er sjónhverfing og allt sem þú þarft að gera er að muna eftir því hver þú ert, að þú ert sama sálin og fæddist fyrir öllum þessum árum. Sama sálin þó tími innrættra skilyrða hafi hulið skynjun þína móðu. Eða eins og Bill Hicks sagði; "Þú ert ímyndun þín sjálfs".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábærar skýringar og er ég innilega sammála þeim öllum. Það voru óvenjumargir af þeim mönnum í sömu klippuni sem ég get hlustað endalaust á. Auðvitað þarf fólk að auka meðvitund sína og "vakna" eins og það er kallað.

Ég er bara ekki vanur að tala um svona hluti á íslensku og finnst það vanta fullt af orðum. Eða að það er ég sem kann þau ekki. Það þarf endilega að koma af stað umræðu um svona mál sem skipta alvörumáli og eru ekki bara hluti smáatriða.

Mjög skemmtilegt að vita til þess að fólk hafi áhuga á þessum málum.

Óskar Arnórsson, 18.7.2012 kl. 05:35

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Takk fyrir innlitið Óskar og gaman að heyra þetta.  Sammála þér að það þarf að koma upp vettvangi fyrir umræðu um þetta og finna góð orð á íslensku.  Þér að segja þá hef ég átt það til að kíkja á þína síðu til að sækja mér önnur sjónarmið.

Hérna á þessari síðu hafa þau Helgi og Sólrún haldið umræðunni á hærra plani, ef svo má segja, því ef ekki hefðu komið til frábær púsl frá þeim hefði þessi síða sennilega innihaldið lítið annað en dægurþras.

En við þau hefur verið ánægjulegt að eiga umræðu um andans mál og hafa hugmyndirnar komið víða.  Helgi býr í Ástralíu, hefur gert í áratugi og hefur meðvitað lifað samkvæmt lögmáli hjartans.  Sólrúnu þekkir þú sennilega en hún kemur með frábær púsl í þessa mynd.  Sjálfur er ég á vergangi í Noregi þessi misserin.

Til að skýra betur hvaða orð ég hef haft um þessi mál má lesa eftirfarandi pistil, en eins og á honum sést eru það aðrir sem leggja til púslin.

http://magnuss.blog.is/blog/magnuss/entry/1166030/

Magnús Sigurðsson, 18.7.2012 kl. 06:33

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta var ótrúlegur pistill Magnús og vel hugsaður. Ég er líka á vergangi í Svíþjóð þannig séð þó ég sé alltaf á leiðinni að koma einhverju í gang sem fær man til að setjast að einhversstaðar. Ég þekki Sólrúnu og hún er mjög vel inn í "andlegum" málum. Ég set gæsalappir við andleg mál því þetta þyrfti að heita allt annað.

Ég hef veruð í Mahikari þegar ég hef haft tíma og sótt kennslu þar við óteljandi tækifæri og þótt afan merkilegt. Þeir hafa fyrir mig sameinað þessi fræði öll í einfaldasta form iðkunar á vísindum sem vonandi munu koma í framtíðinni.

Þetta blogg er nú mest til að eyða tímanum þegar ég þarf það enn mesti tímin fer í að geta hafa í sig og á. Virkilega gaman að sjá þennan áhuga...

Óskar Arnórsson, 18.7.2012 kl. 10:47

4 identicon

Hér áður fyr sátu menn í myrkvuðum herbergjum með miðlum í transi sem fræddu viðstadda um alla heima og geima "fyrir handan"

Það hét "að vea í andlegum málum" ásamt því að sitja í þróunarhringjum til að þjálfa sig upp.

Og endaði oftar en ekki í að menn fóru í hár saman út af metingi um það hver sæi flesta "drauga".Og að hinn væri bara að ljúga að hann sæi svona marga

Í andlegum slagsmálum...

Sólrún (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 12:08

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

hahaha andleg slagsmál...! Sólrún þú ert alveg yndisleg! Allt ofbeldi botnar í andlegum "slagsmálum", er það ekki?

Óskar Arnórsson, 18.7.2012 kl. 12:36

6 identicon

Já Óskar minn það er víst ekki öll vitleysan eins egja þeir :)

Sólrún (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 12:44

7 identicon

Magnús hér kem eg út úr kú eins og venjulega.

Fann þennan link áðan og fannst hann dálítið skemmtilegur.

http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&v=cfHjkKmmz0A&NR=1

Sólrún (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 17:23

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka þér fyrir það Óskar, já ég hef mikinn áhuga á þessum málum og eiga Helgi og Sólrún heiðurinn af því að uppfylla hann því betur sjá augu en auga.  Eins er litli bróðir drjúgur með sjónarhorn í þau fáu skipti sem við hittumst en hann er Buddha munkur.  En segðu mér endilega meira um Mahikari það er eitthvað sem ég hef ekki heyrt um, mikið væri gaman ef þú gætir sett inn youtube link svo hægt væri að fá innsýn í efnið

Þetta er áhugaverður linkur Sólrún sem ég kanna betur þegar ég kem heim á morgunn.  Mér sýnist þetta geta passað við frasann minn um að tveir plús tveir þurfi ekki að vera fjórir frekar en manni sýnist.  Ég er ekki í netsambandi núna svo nokkru nemi, við Matthildur þvælumst um Lofoten í þvílíkri fjalladýrð að það hálfa er nóg, enda þokuruðningur niður í miðjar axlir.  En vonandi verður norðaustan þræsingurinn blíðari í fyrramálið.

Magnús Sigurðsson, 18.7.2012 kl. 19:32

9 Smámynd: Magnús Sigurðsson

http://www.youtube.com/watch?feature=endscreen&v=cfHjkKmmz0A&NR=1

Þetta er mjög svo skemmtilegur linkur Sólrún.  Það sem kom upp í hugann á mér er að hann er fullkomlega rökréttur.  Á meðan ég horfði á þetta þá datt mér í hug 11. september 2001.  Eins og flestir vita þá gerðist aðeins eitt í heiminum þann dag.  En það eru líka margir sem muna hvar þeir voru staddir þann dag.  T.d. var ég staddur á Hverfisgötunni að vinna í húsi alþýðunnar sem var verið að breyta í 101 Hótel.  Það var sól blíða þennan fallega september dag, um miðjan daginn tók ég eftir að vinnufélagar mínir voru margir hverjir orðnir alvarlegir á svipinn þar sem þeir gengu um með heyrnahlífarnar með útvarpi svo urðu þeir smá saman alveg bit.  Ég var eins og álfur út úr hól því ég átti ekki svona heyrnahlífar og endirinn var sá að þegar þeir voru orðnir óvinnufærir þá sögðu þeir mér hvað hafði skeð og voru náttúruleg bit á því að é skildi ekki vita neitt, það má mikið vera ef það hefur hreinlega ekki verið grunsamlegt.

En svona er þetta það sem athyglinni er ekki beint að hefur í raun aldrei gerst.  Þess vegna getur verið þjóðráð að byrja á því að henda sjónvarpinu út í hafsaugu ef maður vill upplifa heiminn sjálfur en ekki þá útgáfu sem á að vera allra, en engin kærir sig um.  Hugsaðu þér svo er mannkynsagan og allt heila innrætingar sístemið byggt á því sem gerðist aldrei í lífi flestra.

Magnús Sigurðsson, 19.7.2012 kl. 19:24

10 identicon

Hvergi hef eg séð skýrara dæmi um það hvernig Skuggastjórnin fer að þegar hún skapar Timeline fyrir allan hnöttin gegnum fj0lmiðlana.

Hægt er að sjá fyrir sér hvað myndi hafa gerst ef vinnufélagarnir þínir hefðu brugðist við og rifið ig úr hverri spjör "til að tryggja öryggi almennings gegn hryðjuverkum"en þú hefðir staðið einn eftir og ekkert skilið í þessu og auk þess harðneitað að fara úr.

Eða þá að hinu leytinu ef þú hefðir verið sá eini sem hafðir heyrnahlífarnar með fróðleiknum og hefðir rifið þig úr öllu í hvelli.Og skipað þeim að gera slíkt hið sama. Þá hefði heimsmyndin eftir á vafalaust orðið önnur.

Það hafa ekki verið neinir viðvaningar þeir spunameistarar sem settu á svið 11. september sýninguna til að bombardera þvert á öll landamæri.

Sólrún (IP-tala skráð) 19.7.2012 kl. 22:19

11 Smámynd: Magnús Sigurðsson

http://www.youtube.com/watch?v=dnWjg5E7-k8

Í þessu videoi er komist nokkuð vel að orði um það hvernig raunveruleikinn er ímyndun.  Það er svolítið kennslubókarlegt til að byrja með en verður áhugaverðara þegar á líður.  Það er í þremur hlutum.

Magnús Sigurðsson, 20.7.2012 kl. 17:45

12 identicon

Braden er góður kall :)

Sólrún (IP-tala skráð) 21.7.2012 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband