27.9.2012 | 20:25
Trúleg vísindi.
Er lífið draumur og við ímyndun eigin hugsanna? Það sem hefur mest áhrif á hugsun okkar er það sem umhverfið býður, s.s. fjölmiðlar, vinir og fjölskylda osfv. Skilningsvit okkar setja takmörk, t.d. nemur sjónin aðeins ljósbylgjur og heyrnin aðeins hljóðbylgjur. Við vitum samt að það eru margskonar aðrar bylgjur sem geta náð til okkar t.d. útvarpsbylgjur með hjálp tækninnar. En fyrst og fremst er heimurinn eins og okkar eigin ímynd skapar hann.
Velgengnin felst í því að vera, gera og hafa. Byrjaðu á því að vera það sem þú óskar, gerðu svo það sem þarf til þess og lofaðu þér að hafa það alveg frá frá byrjun.
Með því að byrja á að vera það sem þú villt kemstu að því hvers þú raunverulega óskar þér og þú finnur hvort það er í samræmi við hjartað. Mörgum verður hált á því að byrja á því að gera áður en þeir vita hvað þeir vilja vera.
Með því að skapa aðstæður með hugsun, sjá þig fyrir í huga þér í því umhverfi sem þú óskar þér eins og þú vilt vera, þá léttir þú þér vinnuna við að gera. Þannig munt þú vita hvað þú vilt hafa og leiðin að því marki mun verða án erfiðis og sú vinna sem þú þarft að gera mun aðeins verða til ánægu.
Til að vita hvað þú vilt vera skalt þú sjá þig fyrir í þeirri stöðu sem þú óskar þér og ef tilfinningin sem þú þá finnur er góð ertu á réttri leið.
Andi þinn er undirstaðan (undirvitund) sem lagar sig að þínum kröfum. Andinn verður að hafa fyrirmynd af því hvað hann á að skapa. Brauðdeig getur eins orðið að mjúku rúnstykki eins og að harðri tvíböku. Það skipir anda þinn litlu máli hvors þú krefst.
Flokkur: Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.