15.11.2012 | 20:15
Trúleg vísindi.
Við viljum vera upplýst um viðburði heimsins en erum fóðruð á áróðri. Þér var kennt af trúarbrögðum að tilbiðja guði utan sjálfs þín, án þess að gera þér grein fyrir að þú hefur alltaf tilheyrt óendanlegri vitund alheimsins.
Þú hófst lífsgæðakapphlaupið vegna þess að annar möguleiki var akki augljós. Við erum þjálfuð til að verða neytendur með stöðugu auglýsingaáreiti um merkjavörur stórfyrirtækjanna. Þú ert kannski óánægður með stöðu þína en er þá sagt "að lifa ekki um efni fram". Ef þú værir aðeins fær um að skilja að það er ekki til neitt gott eða slæmt aðeins skinjun hjartans fyrir því hvað er rétt.
Þú lést fortíðina ákvarða nútíðina og hefur áhyggjur af framtíðinni. Jafnvel þó að fortíð og framtíð séu ekki til, og þú hafir aðeins nútíðina. Að lifa augnablikið er það eina sem þú færð um ráðið. Er furða að okkur finnist við vera rugluð og áttavillt? Með valdi hefur verið unnið hörðum höndum að því að telja þér trú um að þú hafir ekkert vald, enga stjórn.
En þetta er allt sjónhverfing, eftir að þú hefur einu sinni áttað þig á hvað þú býrð yfir miklum mætti muntu aldrei aftur vinna gegn sjálfum þér. Allt sem þú þarft að gera er að muna eftir því hver þú ert, að þú ert sama sálin og fæddist fyrir öllum þessum árum. Sama sálin þó tími innrættra skilyrða hafi hulið skynjun þína móðu. Eða eins og Bill Hicks sagði; "Þú ert ímyndun þín sjálfs".
Svo hver viltu vera? Þitt er valið svo byrjaðu á að trúa. Við komum öll frá sama uppruna og erum eitt. Þú áttar þig á þessu þegar merkimiðarnir sem þú gefur passa ekki lengur.
Þú varst fæddur frjáls og munt deyja frjáls. En muntu lifa frjáls? Valið er þitt. Þú ert hinn óendanlegi möguleiki.
Flokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.