Gamanleikarinn veit það.

Þegar þú stendur við tákn óendanleikans. Mun allt sem þú vilt lúta lögmáli alheimsins, sækistu eftir breytingum þá mun þér verða gefinn lykilinn. Og með þessari vitneskju kemur ábyrgðin á því að útdeila henni, þér verður sýndur vegurinn.

Þetta er mjög einfalt. Í alheiminum er regla þar sem hreyfing himintunglanna og náttúrunnar fara saman við mannshugann. Huga sem er í sínu rétta ástandi þegar hann er í samhljómi við alheiminn, og svoleiðis hugur er tímalaus.

Líf þitt er tjáning huga þíns. Þú ert skapari þíns alheims, sem maður ertu frjáls til að vera í hverju því hugarástandi sem þú óskar í gegnum hugsanir þínar og orð. Það er mikið vald í því fólgið og hvort því fylgir blessun eða bölvun er allt undir þér komið.

Gæði lífs þíns er afsprengi gæða hugsana þinna, hugleiddu það. Hugsanir eru undanfari aðgerða, aðgættu því hvað þú hugsar. Taktu eftir sjálfsvorkunnunni, öfundinni, græðginni, hræðslunni og öllum þeim viðhorfum sem valda þér sársauka og óþægindum.

Gerðu þér grein fyrir að það er eitt sem þú hefur algjört sjálfsforæði yfir, það er viðmót þitt. Taktu eftir hvaða áhrif það hefur á þá sem í kringum þig eru. Þá muntu sjá að sérhvert líf er tengt öllu lífi og viðmót þitt og orð valda viðbrögðunum eins og þegar steini er kastað í lygnan vatnsflöt.

Ef hugsanir þínar eru í lagi munu orð þín streyma beint frá hjartanu og skapa gárur kærleikans. Ef þú í raun villt breyta lífi þínu vinur, verðurðu að breyta hugsunum þínum. Ástæðan er mikilvægasta verkfærið, hún býr til andrúmsloft skilnings sem leiðir til væntumþykju sem er kærleikur. Veldu því orð þín af væntumþykju og sæktu fram með þeim.

 

Eða eins og Jim Carrey orðaði það. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband