26.3.2013 | 06:49
Kunnuglegt stef með nýjum tón.
Það má segja að á Kýpur sé farið að mestu eftir hugmyndafræðinni sem notuð var á Íslandi þegar skipuleg glæpasamtök ríkis og banka ákváðu að ásælast eignir svo hægt væri að halda svikamyllunni gangandi.
Að vísu á að ræna að mestu innistæðueigendur á Kýpur á meðan skuldug heimili og fyrirtæki sem féllu utan múra innvígðra eru rænd miskunnarlaust á Íslandi.
Eins ber við nýjan tón á Kýpur þar sem ákveðið er að halda bönkum lokuðum svo bankakerfið starfi eðlilega. Þarna eru um alveg nýja nálgun að ræða.
Bankar á Kýpur áfram lokaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er skrítin hugsun á bak við það að halda bönkunum lokuðum svo eðlileg starfsemi þeirra geti haldist áfram...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.3.2013 kl. 09:16
Ég hef á tilfinningunni Ingibjörg, að það sé margt stórmerkilegt í pípunum hjá stóru glæpasamtökunum sem Kýpur tilheirir. Hvorki þeim íslensku, Hells Angels né Mafíunni hafi hugkvæmst önnur eins töfrabrögð til þessa.
Magnús Sigurðsson, 26.3.2013 kl. 09:26
http://www.whatdoesitmean.com/index1669.htm
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 23:55
Helgi það dettur varla nokkrum manni í hug að geyma verðmæti í banka mikið lengur. Það er nokkuð víst að þeim verður stolið af samtökunum. Það sama á við fasteignir þeim hefur verið stolið á af fólki á Íslandi í gengum verðtrygginguna. Ég sá það í gær að Þjóðverjar eru orðnir smeikir um sitt, þar var fasteignum rænt eftir stríð með óhóflegri skattlagningu, svo ekki sé minnst á peninga sem urðu verðlausir í hjólböruvís. Ég held að kartöflur og kalkúnar séu málið.
Magnús Sigurðsson, 27.3.2013 kl. 06:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.