26.3.2013 | 09:19
Töfrar.
Það voru margir sem ætluðu að alræmdur sykurskattur ríkisins virkaði verðbólguhvetjandi. En nei það er bara allt í þessu fína og rúmlega það.
Það sem meira er að sennilega hefur verðbólguskot síðasta mánaðar og sykurskattur þess mánaðar orðið til þess að íslenska krónan hefur styrkst gagnvart flestum gjaldmiðlum um heil 7% á rúmum mánuði, annað eins hefur ekki gerst frá hruni.
Það má því segja að útkoman séu hreinir töfrar miðað við markaðslögmálin og ekki ónýtt að fá svona útkomu til að stilla af kompásinn rétt fyrir kosningar.
Verðbólgan fer niður í 3,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Væri fyirrsögnin ekki meira upplýsandi ef fyrirsögnin væri:
Skuldir íslenskra heimila hækka um 63.000.000.000!
En hin fyrirsögnin hjálpar stjórnarflokkunum auðvitað í kosningabaráttunni!
Hrúturinn (IP-tala skráð) 26.3.2013 kl. 10:43
Hrútur, það er mbl sem útfærir herlegheitin eftir að hagstofa ríkisins hefur tekið púlsinn á líkinu. Þetta eru því allt meira og minna innmúraðar múmíur þó svo að þær tilheiri ekki endilega sömu gröfinni.
Magnús Sigurðsson, 26.3.2013 kl. 11:17
Samkvæmt tölunum er þessi verðbólga líklega meira og minna öll vegna verðtryggingar, enda er ekkert annað sem þrýstir á þenslu um þessar mundir.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2013 kl. 19:30
Ef það ætti að mæla verðbólgu á sama hátt og gert er hjá öðrum þjóðum þá þarf að afnema verðtrygginguna. það sem mér finnst samt merkilegast er hvað gengið rétti snögglega úr kútnum. Það er engu líkara en að sá í seðlabankanum sem ákvarðar gengið á haftakrónunni hafi séð fyrir rúmum mánuði síðan að verðtryggða verðbólgan var að fara úr böndunum og hafi því snarlega styrkt gengið á krónunni. Ég hef ekki séð neinstaðar getið um neinar efnhagslegar forsemdumr á því hversvegna krónan er að styrkjast fyrir utan torkennilegar útskýringar á einhverjum hundakúnstum í seðlabankanum.
Magnús Sigurðsson, 27.3.2013 kl. 07:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.