Þegar fábjánar fá frábærar hugmyndir.

Samkvæmt sviðsmyndum sem dregnar voru upp af exel skjölum á myndrænar glærur í Hörpu þá er þarna um efnahags aðgerð að ræða sem inniheldur að fullu fjármagnaðan hagvöxtu til að koma einkaneyslunni á stað með milligöngu ríkissjóðs sem svo tryggir hækkun húsnæðisverðs til lengri tíma. Þannig fór um almennu skuldaleiðréttinguna.

Það sem meira er að þetta er svo sértækt að það þarf hver og einn lántakandi að sækja um til lánveitenda síns að hann skili verðtryggingar þýfinu. Ef lánveitandinn samþykkir það þá getur höfuðstóll lækkað um allt að 13% með milligöngu ríkissjóðs á næstu fjórum árum.

Ef fólk vill svo endilega fá 20% leiðréttingu sem lofað var, þá skal það koma sér til vinnu sem gefur af sér sómasamlega skatttekjur fyrir ríkissjóð. Þeir skuldarar sem að einhverjum ástæðum hafa ekki tekjur innann skattarammans s.s. aldraðir eru svo flokkaðir undir sögulega sátt kynslóðana.

Það þarf fólk sem hefur verið hvítskrúbbað á milli eyrnanna í fáviskufabrikkum ríkisins til að láta sér detta í hug að kalla svona hundakúnstir almenna leiðréttingu í nafni réttlætis. Þetta er mun nær því að vera ríkisábyrgð á greiðslum til vogunarsjóða. 


mbl.is Hámarkslækkun höfuðstóls 4 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þeir kunna svo sannalega að gera einfalt flokið

http://www.youtube.com/watch?v=0McsspLZYQE&feature=player_embedded

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 30.11.2013 kl. 21:08

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Hugsa sér Helgi, svo eru þessir digital loftbólupeningar innheimtir á Íslandi með "verðtryggðum" okurvöxtum. Síðan eru bjálfar fengnir til að flækja málið enn frekar þegar kemur að því að skyla þeim hluta þýfisins sem fenginn er með verðtryggingunni þó svo í raun hafi þessu öllu, höfuðstól, vöxtum og verðtryggingu, verið stolið af fólki. Aðferðafræðinn er ekki ólík aðdragandanum að því þegar helferðarhyskið fékk Þórálfinn og hans líka úr fáviskufabrikkunni til að hann 110% ruglið. En sjáum hvað setur.

Magnús Sigurðsson, 30.11.2013 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband