12.2.2014 | 20:53
Hvað með kúbein?
Samkvæmt hagfræðinni sem notuð er til að lýsa ávinningnum af því að setja upp eftirlitsnefnd bótasvika sem framreiknar hagnaðinn af eigin afrekum fram í tímann svo milljörðum nemur mætti allt eins halda því fram að hagstætt væri fyrir almenning að sala kúbeina á Íslandi væri stöðvuð. Þó svo engin hefði verið dregin fyrir dóm ennþá vegna innbrota þeim tengdum. En nokkur mál væru til rannsóknar þar sem kúbein hefðu fundist í eigu grunaðra.
Þessi fyrirspurnaleikur hjá þeim framsóknarmaddömunum á alþingi er því lélegur skrípaleikur. Þeim væri nær að spara nær sér í stað þess að líta niður fyrir sig á aðra.
![]() |
2,3 milljarðar sparast vegna aðgerða gegn bótasvikum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með þessari færslu ertu að segja að það eigi ekki að reyna að koma i veg fyrir bótasvik og ekki reikna út ávinning skattgreiðenda af því að borga ekki út bætur til fólks sem þarf ekki á bótum að halda? Af því að framsoknarmaddama "liti niður fyrir sig á aðra"? Merkilegt með Íslendinga, þjófnaðir úr verslunum eru réttlættir með því að "einhverjir útrásarvikingar stálu milljörðum" og þess vegna eigi einhver sem stal milljón ekki að fara i fangelsi. Við þekkjum flest bótasvikara, ég er orðin þreytt á því að borga háa skatta og vinna allan daginn fyrir aðra sem hafa það fínt á minn kostnað.
Margret S (IP-tala skráð) 12.2.2014 kl. 22:22
her i Astraliu er talið að betasvik seu minna en 1% eg held að það sje rett hja þer Magnus að það myndi sparast meira vegna aðgerða gegn alþingi
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 01:32
gaman væri að vita ef öll botasvik yrðu stoppuð myndu þeir lækka skattinn hjá þer Margret S
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 01:39
Þú ert nú eitthvað að misskilja þetta Margrét mín. Með þessari færslu er ég að benda á það að stjórnkerfið í skjóli stjórnmálamanna blæs út eins og púkinn á fjósbitanum og réttlætir það með því að sjá þjóf í hverju horni.
Þetta er óneitanlega farið að minna á það þegar ríkissjóður setti á annan tug milljarða í Sjóvá þegar kom í ljós eftir hrun að stolið hefði verið úr hverri skúffu tryggingafélagsins þannig að það var gjaldþrota.
Þá datt starfsfólki Sjóvá það helst í hug eftir að það fékk ríkisstyrkinn til áframhaldandi starfsemi að bjóða upp á "nágrannavörslu" þar sem fólki væri leiðbeint hvernig það gæti séð þjóf í hverju garðshorni.
Ég þekki enga sem gerst hafa sekir um bótasvik, þekkir þú einhverja?
Magnús Sigurðsson, 13.2.2014 kl. 05:27
svo er hægt að spara þrjá og halvan milljarð bara með því að gefa fólkinu lysi
http://www.visir.is/thrir-og-halfur-milljardur-i-gedlyf-a-hverju-ari/article/2014140219543
eg er viss um að stjórnvöld vilji það ekki
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 13.2.2014 kl. 06:32
Svik eru svik,sama hver stundar svikin. Ég vil minna á að Samfylkingin skerti bætur til öryrkja árið 2009 sem átti að gilda í tvö ár, ekki veit ég til að það hafi verið leiðrétt enn þann dag í dag, jafnvel þó að Eygló ráðherra hafi lofað því í kosningarbaráttunni, og ég vil meina að það eitt séu svik,sem hæstvirtur ráðherra ætti að taka til skoðunar samhliða svikum bótaþega. Ég er viss um að enginn öryrki hafi kosið þetta fólk til að geta sett lög á þingi og falið svik sín á bak við þau, lög breyta engu um hvað eru svik og óheillyndi og hvað ekki.
Sandy, 13.2.2014 kl. 10:04
Sammála Sandy, sviki eru svik og stærstu svikin eru þau að stjórnkerfið ásamt bönkunum þarmmaði með íslenska þjóð fram af hengiflugi. Svo þegar allt slektið var komið drulluna upp á bak þá dettur þeim helst í hug að skatttekjurnar séu ekki nægar í almanntrygginkerfið, heilbrygðisþjónustuna og nefndu það, þegar nær væri að ætla að þar væru ekki nægar fyrir drullugemlingana.
Almenningur hefur fyrir löngu verið skattlagður fyrir samneyslunni. En þá dettur þeim í hug að taka peningana sem áttu að fara í samneysluna og þjófkenna helst þá sem eiga um sárt að binda. Setja á stofn eitt eftirlitsbák til og réttlæta það með því að framreikna ágóðann af eftirlitinu fram í tímann.
Svo standa þær stöllur fyrir fyrirspurna skrípaleik á alþingi sem á að sína hvað þetta brambolt er nauðsynlegt án þess að hafa nokkuð fyrir sér annað en að taka árið 2007 sem dæmi þegar atvinnuleysi var ekkert, ellilífeyrisþegar voru hvattir til að fara út á vinnumarkaðinn vegna skorts á vinnuafli.
Svo er ágóðinn af eftirlitinu fundinn út frá mismuninum á þessum árum. Þvílikar reiknikúnstir ég segi nú ekki meir.
Magnús Sigurðsson, 13.2.2014 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.