20.5.2014 | 20:33
Heima er best.
Um helgina dvaldi ég á Stöðvarfirði í sumarhúsinu Sólhól úti við ysta sæ. Við innkeyrsluna í þorpið er fótboltavöllurinn orðinn iðagrænn í bæ sem fyrir nokkrum áratugum var með hæðstu þjóðartekjur á mann.
Það rann í gegnum hugann þegar ég leit út um eldhúsgluggann yfir á fótboltavöllinn að þarna hefði fótboltalið Súlunnar á Stöðvarfirði átt sinn heimavöll. Þekktasti kappinn í því fótboltaliði var Ívar Ingimarsson sem spilaði síðar í mörg ár sem atvinnumaður með Reading á Englandi.
Fyrir 30 árum eða svo voru fullskipuð fótboltalið, útgerðir og fiskvinnslur í hverjum bæ á Austurlandi, rétt eins og áður var á Stöðvarfirði. Núna um helgina sá ég einn strák við fótboltavöllinn án þess að sparka bolta. Kannski er leiðinlegra að sparka í tómt markið og langt þangað til að frá Stöðvarfirði kemur annar Ívar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.