7.10.2014 | 21:50
Rauðar íslenskar.
Það hefur verið einstök veðurblíða austanlands frá vorjafndægri til haustjafndægurs, eða í hálft ár og reyndar allt til dagsins í dag. En nú er farið að blása hressilega með köflum svo að flaggið slitanaði úr stönginni á Sólhólnum um helgina.
Þrátt fyrir einmuna veðurblíðu er ekki enn búið að taka upp kartöflurnar, enda verður seint sagt um rauðar íslenskar að þær séu fljótsprottnar hvað þá að það sé hætta á að það hlaupi í þær ofvöxtur.
Kartöfluupptakan hófst um helgina, þó svo að grösin standi enn, og restin verður sennilega tekin upp um næstu helgi.
Athugasemdir
til hamingju með daginn Magnús
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 8.10.2014 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.