Vetrarsólstöður.

Í dag eru vetrarsólstöður á norðurhveli, sem er sú stund þegar sól kemst lengst frá miðbaug til suðurs. Sólstöður eru tvisvar á ári, á tímabilinu 20.-22. júní um sumar 20.-23. desember um vetur. Um sumarsólstöður er sólargangurinn lengstur, en um vetrarsólstöður stytstur. Nafnið sólstöður mun vísa til þess að sólin stendur kyrr, hættir að hækka eða lækka á lofti. 

Þó svo skammdegið sé oft erfiður tími þá er það sá tími  maður kemst einna næst kjarnanum. Það er eitthvað í skammdegisskímuni sem gerir það að verkum að hægt er að komast nær sjálfinu.

Það er í raun ekki undarlegt að nútíminn leggi talsvert á sig til að forða fólki frá skammdegisþunglindinu með því að flestar tímasetningar gangi út á að hlutirnir klárist fyrir jól. Því það er stórvarasamt fyrir hagvöxtinn ef fólk kemst á snoður um hvers það raunverulega þarfnast.

Það er ekkert eðlilegra en að það dragi úr lífsorkunni í skammdeginu og fólk leiti inn á við, það gera dýr merkurinnar og sum grafa sig í hýði til að hvílast þennan tíma sem náttúran sefur. Þetta ætti því að vera sá tími sem fólk hefur það rólegt.

Whangtown-Chamber_fb2-300x225Á forsögulegum tíma er talið að byggð hafi verið sérstök steinbirgi víða um heim sem fólk gat setið inn í við flökt skammdegisbirtunnar og hugleitt.

Með því að snúa opinu á birgunum í átt að sólinni þar sem hún var í hádegisstað mátti svo sjá hvernig hún hækkaði um hænufet eftir vetrarsólstöður og ljósið var komið á sigurbraut. 

Á videoini hér að neðan má sjá hvernig vetrarsólstöðurnar voru á Egilsstöðum í dag eins eru innanum skammdegismyndir frá því núna í desember.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband